Betra að skera af sér hönd en samþykkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Yanis Varoufakis vill frekar skera af sér höndina en að samþykkja samninga sem innihalda ekki neyðaraðstoð. fréttablaðið/epa Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sagði í viðtali við fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar Bloomberg að hann vildi frekar skera af sér höndina en að samþykkja samning við lánardrottna Grikkja, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem felur ekki í sér neyðarhjálp. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur þau skilyrði að Grikkir samþykki umfangsmiklar breytingar í rekstri ríkisins áður en til nýrrar neyðaraðstoðar kemur. Kosið verður um þær breytingar sem lagðar eru til í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn. Varoufakis sagði enn fremur að hann myndi segja af sér ef Grikkir kysu að samþykkja skilmálana. „Við erum lýðræðissinnar. Við munum gera hvað sem í valdi okkar stendur til að ná samningum við lánardrottna okkar ef gríska þjóðin kýs að samþykkja,“ sagði Varoufakis. „Kannski þyrftum við að stokka upp í ríkisstjórn Grikklands ef til samþykktar kæmi. Sum okkar þyldu það einfaldlega ekki,“ bætti hann við. Varoufakis kvaðst samt fullviss um að gríska þjóðin kysi að styðja ríkisstjórnina og segja nei við kröfum lánardrottna Grikklands. Grikkland Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, sagði í viðtali við fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar Bloomberg að hann vildi frekar skera af sér höndina en að samþykkja samning við lánardrottna Grikkja, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem felur ekki í sér neyðarhjálp. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur þau skilyrði að Grikkir samþykki umfangsmiklar breytingar í rekstri ríkisins áður en til nýrrar neyðaraðstoðar kemur. Kosið verður um þær breytingar sem lagðar eru til í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn. Varoufakis sagði enn fremur að hann myndi segja af sér ef Grikkir kysu að samþykkja skilmálana. „Við erum lýðræðissinnar. Við munum gera hvað sem í valdi okkar stendur til að ná samningum við lánardrottna okkar ef gríska þjóðin kýs að samþykkja,“ sagði Varoufakis. „Kannski þyrftum við að stokka upp í ríkisstjórn Grikklands ef til samþykktar kæmi. Sum okkar þyldu það einfaldlega ekki,“ bætti hann við. Varoufakis kvaðst samt fullviss um að gríska þjóðin kysi að styðja ríkisstjórnina og segja nei við kröfum lánardrottna Grikklands.
Grikkland Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira