Þrjár kynslóðir spila saman á sólóplötunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. júlí 2015 10:00 Tónlistarmaðurinn Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm tekur upp sína fyrstu sólóplötu. Hann er líklega best þekktur fyrir að hafa verið trommuleikari hljómsveitarinnar Gildrunnar í um þrjátíu ár. „Það er mjög gaman að fá þetta frábæra fólk til að syngja og spila saman inn á plötuna. Þetta er líka allt vinafólk mitt,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, sem er um þessar mundir á fullu við að taka upp sína fyrstu sólóplötu. Í einu lagi á plötunni spila og syngja saman þrjár kynslóðir úr sömu Hólm-fjölskyldunni, Ólafur Hólm Einarsson, sem er best þekktur fyrir að vera trommuleikari í hljómsveitum á borð við Nýdönsk og Todmobile, Einar Hólm Ólafsson, sem er faðir Ólafs, Hólm og Íris Hólm, systurdóttir Ólafs Hólm. „Ég talaði fyrst við Einar og hann tók vel í erindið að syngja með mér. Þá athugaði ég Óla Hólm og hann var til og þá talaði ég við Írisi Hólm. Þetta var voðalega gaman og gekk alveg frábærlega,“ bætir Kalli Tomm við. Ólafur Hólm er einn helsti trommuleikari þjóðarinnar og hefur eins og fyrr segir komið víða við, faðir hans Einar Hólm var meðal annars trommuleikari í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og þá hefur Íris Hólm einnig komið víða við og var til að mynda söngkona hljómsveitarinnar Bermúda.Hér er Kalli Tomm í hljóðverinu ásamt Einari Hólm Ólafssyni og Írisi Hólm.Kalli Tomm er líklega best þekktur fyrir að hafa verið trommuleikari hljómsveitarinnar Gildrunnar í um þrjátíu ár. „Um leið og Gildran hætti óvænt var svolítið erfitt um stundarsakir að sætta sig við þau endalok. Maður var mikið að spá og spekúlera og fór svo loks að búa til lög, semja og syngja, nú er þessi draumur að verða að veruleika,“ segir Kalli Tomm. Hann var þó oft meðlagahöfundur í Gildrunni en þetta er í fyrsta sinn sem hann semur lög alveg einn. „Þetta er búið að vera ægilega gaman. Stundum ganga hlutirnir betur en maður trúir.“ Hann nýtur liðsinnis frábærra listamanna á plötunni, auk áðurgreindra Hólmara. „Ég fékk æskuvin minn úr Gildrunni, hann Þórhall Árnason, og Þórð Högnason til að sjá um bassaleikinn. Gummi Jóns úr Sálinni og Tryggvi Hübner skipta með sér gítarleiknum. Ég sjálfur, Óli Hólm og Ásmundur Jóhannsson, sem er líka upptökustjóri, spilum á trommur, hljómborðsleikur er í höndum Ásgríms Angantýssonar, Jóns Ólafssonar og Júlíusar Óttars Björgvinssonar. Svo syngur Jóhann Helgason með mér á plötunni og á einnig tvö lög á henni,“ útskýrir Kalli Tomm. Rithöfundarnir Bjarki Bjarnason og Vigdís Grímsdóttir skipta með sér textunum á plötunni. Hann segir plötuna heldur lágstemmda en að hún sé eiginlega tvískipt. „Hún skiptist í tvo helminga, annar hlutinn er akústískur, eða órafmagnaður, og í hinum hlutanum er meira af rafmagnstengdum hljóðfærum.“ Hér er Kalli Tomm ásamt Jóhanni Helgasyni og Guðmundi Jónssyni. Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá þetta frábæra fólk til að syngja og spila saman inn á plötuna. Þetta er líka allt vinafólk mitt,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, sem er um þessar mundir á fullu við að taka upp sína fyrstu sólóplötu. Í einu lagi á plötunni spila og syngja saman þrjár kynslóðir úr sömu Hólm-fjölskyldunni, Ólafur Hólm Einarsson, sem er best þekktur fyrir að vera trommuleikari í hljómsveitum á borð við Nýdönsk og Todmobile, Einar Hólm Ólafsson, sem er faðir Ólafs, Hólm og Íris Hólm, systurdóttir Ólafs Hólm. „Ég talaði fyrst við Einar og hann tók vel í erindið að syngja með mér. Þá athugaði ég Óla Hólm og hann var til og þá talaði ég við Írisi Hólm. Þetta var voðalega gaman og gekk alveg frábærlega,“ bætir Kalli Tomm við. Ólafur Hólm er einn helsti trommuleikari þjóðarinnar og hefur eins og fyrr segir komið víða við, faðir hans Einar Hólm var meðal annars trommuleikari í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og þá hefur Íris Hólm einnig komið víða við og var til að mynda söngkona hljómsveitarinnar Bermúda.Hér er Kalli Tomm í hljóðverinu ásamt Einari Hólm Ólafssyni og Írisi Hólm.Kalli Tomm er líklega best þekktur fyrir að hafa verið trommuleikari hljómsveitarinnar Gildrunnar í um þrjátíu ár. „Um leið og Gildran hætti óvænt var svolítið erfitt um stundarsakir að sætta sig við þau endalok. Maður var mikið að spá og spekúlera og fór svo loks að búa til lög, semja og syngja, nú er þessi draumur að verða að veruleika,“ segir Kalli Tomm. Hann var þó oft meðlagahöfundur í Gildrunni en þetta er í fyrsta sinn sem hann semur lög alveg einn. „Þetta er búið að vera ægilega gaman. Stundum ganga hlutirnir betur en maður trúir.“ Hann nýtur liðsinnis frábærra listamanna á plötunni, auk áðurgreindra Hólmara. „Ég fékk æskuvin minn úr Gildrunni, hann Þórhall Árnason, og Þórð Högnason til að sjá um bassaleikinn. Gummi Jóns úr Sálinni og Tryggvi Hübner skipta með sér gítarleiknum. Ég sjálfur, Óli Hólm og Ásmundur Jóhannsson, sem er líka upptökustjóri, spilum á trommur, hljómborðsleikur er í höndum Ásgríms Angantýssonar, Jóns Ólafssonar og Júlíusar Óttars Björgvinssonar. Svo syngur Jóhann Helgason með mér á plötunni og á einnig tvö lög á henni,“ útskýrir Kalli Tomm. Rithöfundarnir Bjarki Bjarnason og Vigdís Grímsdóttir skipta með sér textunum á plötunni. Hann segir plötuna heldur lágstemmda en að hún sé eiginlega tvískipt. „Hún skiptist í tvo helminga, annar hlutinn er akústískur, eða órafmagnaður, og í hinum hlutanum er meira af rafmagnstengdum hljóðfærum.“ Hér er Kalli Tomm ásamt Jóhanni Helgasyni og Guðmundi Jónssyni.
Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira