Fanney Evrópumeistari: Markmiðið var að komast á verðlaunapall 7. ágúst 2015 09:00 Fanney Hauksdóttir leit alls ekki út eins og nýliði á fyrsta stórmóti sínu í hópi fullorðinna.. Fréttablaðið/Daníel Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð í gær Evrópumeistari í bekkpressu í 63 kg flokki fullorðinna á Evrópumótinu í bekkpressu sem fer fram í Tékklandi. Fanney, sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari unglinga, bætti eigið met í unglingaflokki sem hún setti fyrr á árinu. Fanney byrjaði á að lyfta 142,5 kílóum auðveldlega en náði ekki að lyfta 147,5 kílóum í annarri tilraun. Hún náði hins vegar af miklu öryggi að lyfta 147,5 kílóum í þriðju tilraun sem dugði henni til sigurs ásamt því að hún setti nýtt heimsmet í flokki unglinga. Fanney var skiljanlega mjög sátt þegar náðist í hana en hún var stödd inni á hótelherbergi í Plzen. „Tilfinningin er auðvitað bara ótrúlega góð, þetta var alveg æðislegt. Það var örlítið öðruvísi að keppa ekki lengur í unglingaflokki, þarna voru stelpur sem voru með meiri reynslu að keppa. Ég fór inn í þetta mót með það að markmiði að komast á verðlaunapall en ég bjóst ekki við þessu. Þetta fór algjörlega fram úr öllum væntingum,“ sagði Fanney sem var ánægð með að hafa þreytt frumraun sína meðal þeirra bestu. „Það var frábært að keppa með öllum þessum sterku keppendum. Maður veit aldrei hverjir skrá sig á mót en ég náði að njóta augnabliksins vel á mótinu,“ sagði Fanney sem var ekki á þeim buxunum að sleppa eigin heimsmeti í unglingaflokki. „Ég setti metið á Heimsmeistaramótinu í maí en að ná að bæta það hér var algjör bónus við árangurinn sem ég náði. Vonandi nær þetta met að lifa aðeins,“ sagði Fanney sem sagði þetta vera gott fyrir sjálfstraustið. „Það má ekki fara of hátt en þetta gerir vissulega góða hluti fyrir sjálfstraustið.“ Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki. 6. ágúst 2015 17:12 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð í gær Evrópumeistari í bekkpressu í 63 kg flokki fullorðinna á Evrópumótinu í bekkpressu sem fer fram í Tékklandi. Fanney, sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari unglinga, bætti eigið met í unglingaflokki sem hún setti fyrr á árinu. Fanney byrjaði á að lyfta 142,5 kílóum auðveldlega en náði ekki að lyfta 147,5 kílóum í annarri tilraun. Hún náði hins vegar af miklu öryggi að lyfta 147,5 kílóum í þriðju tilraun sem dugði henni til sigurs ásamt því að hún setti nýtt heimsmet í flokki unglinga. Fanney var skiljanlega mjög sátt þegar náðist í hana en hún var stödd inni á hótelherbergi í Plzen. „Tilfinningin er auðvitað bara ótrúlega góð, þetta var alveg æðislegt. Það var örlítið öðruvísi að keppa ekki lengur í unglingaflokki, þarna voru stelpur sem voru með meiri reynslu að keppa. Ég fór inn í þetta mót með það að markmiði að komast á verðlaunapall en ég bjóst ekki við þessu. Þetta fór algjörlega fram úr öllum væntingum,“ sagði Fanney sem var ánægð með að hafa þreytt frumraun sína meðal þeirra bestu. „Það var frábært að keppa með öllum þessum sterku keppendum. Maður veit aldrei hverjir skrá sig á mót en ég náði að njóta augnabliksins vel á mótinu,“ sagði Fanney sem var ekki á þeim buxunum að sleppa eigin heimsmeti í unglingaflokki. „Ég setti metið á Heimsmeistaramótinu í maí en að ná að bæta það hér var algjör bónus við árangurinn sem ég náði. Vonandi nær þetta met að lifa aðeins,“ sagði Fanney sem sagði þetta vera gott fyrir sjálfstraustið. „Það má ekki fara of hátt en þetta gerir vissulega góða hluti fyrir sjálfstraustið.“
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki. 6. ágúst 2015 17:12 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki. 6. ágúst 2015 17:12