Einkavæðing útsýnis Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. ágúst 2015 09:00 Frægt er úr stjórnmálasögunni þegar Sveinn Skorri Höskuldsson, þá ungur Framsóknarmaður, gerði úti um möguleika framboðs síns flokks í borgarstjórnarkosningum með því að að skrifa grein í málgagn ungra Framsóknarmanna þar sem hann líkti Esjunni við fjóshaug. Ætla mætti að þessi sýn hins þingeyska Borgfirðings á Reykjavíkurfjallið ætti sér æsta áhangendur innan borgarskipulagsins. Eða hver er sá maður sem tók þá ákvörðun að fela Esjuna? Hvar er sá hugsjónamaður og hvenær var hann kosinn til að uppfylla það loforð sitt að múra upp í Esjuna? Samsærið gegn EsjunniMarkvisst hefur verið komið fyrir háhýsum meðfram strandlengju Reykjavíkur í átt til Esjunnar. Til stendur að bæta um betur og reisa kringum Hörpu nokkur risahús til að tryggja í eitt skipti fyrir öll að Esjan sjálf geri engum ónæði sem verður á ferli í miðbæ Reykjavíkur, og að Akrafjall og Skarðsheiði – og sjórinn – trufli ekki þá nautn sem vegfarendur mega hafa af íslenskri nútímabyggingarlist á fögru vorkvöldi. Að ekki sé talað um þau æsilegu ævintýri sem gefast þeim sem fjúka um í vindstrengjunum kringum háhýsin þegar haustlægðirnar koma. Sundin blá, sem Tómas orti um, væru enn fegursti hluti Reykjavíkur ef útsýnin til þeirra væri ekki vandlega skipulögð og hönnuð af hinum ötulu Esju-andstæðingum. Þar er grá gata meðfram sjávarsíðunni og grá kassahús sjávarmegin sem forðum hýstu alls konar bílabras og hvergi hægt að sjá yfir þau svokölluðu hús eða annar litur í boði en sá grámi sem reykvískum skipulagshönnuðum þykir svo þekkilegur. Sú var tíð þegar ég var lítill stúfur að við Vogabúar gátum gengið niður að sjó og notið þess að horfa á hið unaðslega útsýn yfir Sundin blá en fljótlega sáu borgaryfirvöld að við svo búið mátti ekki standa – fólk hangandi þarna í iðjuleysi að horfa á sólarlagið eins og fífl, og tóku þá ákvörðun að þessi strandlengja myndi helst henta fyrir vöruskemmur og bílaverkstæði, sem svo sannarlega er góð og gagnleg iðja, en kannski ekki svo göfug að taka þurfi frá undir hana svo dýrmætt land við ströndina. Útsýni er almannagæðiAf hverju snýr Harpa öfugt? Okkur almennum gestum gefst kostur á því að horfa út á grátt malbik í stað þess að horfa út á Sundin blá; útsýnið er baka til, fyrir skrifstofurnar. Þetta er reyndar alls ekki einsdæmi þegar kemur að því að skipuleggja og hanna hús hér á landi, þar sem stærstu gluggarnir eru furðu oft látnir snúa út að bílastæði. Þetta hefur maður séð víða um land: og kann að eiga sér þá skýringu að verkfræðingarnir sem hanna þetta geti ekki ímyndað sér neitt ánægjulegra að horfa á en fagurgrátt bílastæði… Kannski er þetta einhver íslenskur doði gagnvart fegurðinni, andvaraleysi um þau lífsgæði hún veitir; kannski meira að segja andúð á fegurðinni, eins og maður verður oft var við í íslenskri nútíma-húsagerð: sú hugmynd að fegurð sé ekki bara óþörf heldur til þess fallin að spilla okkur og láta okkur hætta að vera svona dugleg eins og við erum. Og samt höfum við Íslendingar útsýnið í mestum hávegum þegar kemur að því að meta húsnæði og það sem það hefur upp á að bjóða. Alltaf skal það nefnt fyrst: Útsýnið er það dýrmætasta sem Íslendingar geta hugsað sér þegar þeir leggja mat á húsnæði. Það er ekki einungis til að næra augað og hugann með fögrum náttúruformum heldur gefur útsýni líka annað sem mörgum Íslendingum þykir ákaflega mikilsvert: tilfinningu fyrir rými; að sjá vítt; að hafa sitt pláss í tilverunni. Ef eitthvað er eftir af íslenskri þjóðerniskennd einhvers staðar felst hún í þess háttar rýmisskynjun. Hvað sem öðru líður er Esjan almenningur. Hún er til fyrir sjálfa sig og okkur öll. Hún á að vera í augnfæri fyrir alla Reykvíkinga. Hún er ekkert eins og fjóshaugur; hún er bæjarfjallið í Reykjavík og fólk verður að eiga þess kost að kinka til hennar kolli daglega. Það hefur stundum hvarflað að manni að þessi markvissa iðja, að múra upp í Esjuna, sé ekki til komin vegna þess að yfirvöldum þyki hún svo ljót heldur einmitt þvert á móti: það séu mikilsverð gæði að eiga þess kost að sjá hana – og yfir Sundin blá – og þeim gæðum verði að koma með einhverju móti í verð, samkvæmt þeirri ríku hugsjón nútímans að efna til misskiptingar gæða hvar sem henni verður við komið. Og þess vegna sé þessum háhýsum raðað meðfram ströndinni, svo að útsýnið sé einungis í boði fyrir hina útvöldu – sem borga. Frátekið handa þeim ríku. Þetta er einkavæðing útsýnisins. Væri skipulag miðað við almannahag myndi byggðin vera lágreist við ströndina og fara svo hækkandi eftir því sem innar og hærra drægi. Hjá okkur er þessu þveröfugt farið. Það fólk sem nú fer með stjórn borgarinnar var kosið til að stöðva þessa öfugþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun
Frægt er úr stjórnmálasögunni þegar Sveinn Skorri Höskuldsson, þá ungur Framsóknarmaður, gerði úti um möguleika framboðs síns flokks í borgarstjórnarkosningum með því að að skrifa grein í málgagn ungra Framsóknarmanna þar sem hann líkti Esjunni við fjóshaug. Ætla mætti að þessi sýn hins þingeyska Borgfirðings á Reykjavíkurfjallið ætti sér æsta áhangendur innan borgarskipulagsins. Eða hver er sá maður sem tók þá ákvörðun að fela Esjuna? Hvar er sá hugsjónamaður og hvenær var hann kosinn til að uppfylla það loforð sitt að múra upp í Esjuna? Samsærið gegn EsjunniMarkvisst hefur verið komið fyrir háhýsum meðfram strandlengju Reykjavíkur í átt til Esjunnar. Til stendur að bæta um betur og reisa kringum Hörpu nokkur risahús til að tryggja í eitt skipti fyrir öll að Esjan sjálf geri engum ónæði sem verður á ferli í miðbæ Reykjavíkur, og að Akrafjall og Skarðsheiði – og sjórinn – trufli ekki þá nautn sem vegfarendur mega hafa af íslenskri nútímabyggingarlist á fögru vorkvöldi. Að ekki sé talað um þau æsilegu ævintýri sem gefast þeim sem fjúka um í vindstrengjunum kringum háhýsin þegar haustlægðirnar koma. Sundin blá, sem Tómas orti um, væru enn fegursti hluti Reykjavíkur ef útsýnin til þeirra væri ekki vandlega skipulögð og hönnuð af hinum ötulu Esju-andstæðingum. Þar er grá gata meðfram sjávarsíðunni og grá kassahús sjávarmegin sem forðum hýstu alls konar bílabras og hvergi hægt að sjá yfir þau svokölluðu hús eða annar litur í boði en sá grámi sem reykvískum skipulagshönnuðum þykir svo þekkilegur. Sú var tíð þegar ég var lítill stúfur að við Vogabúar gátum gengið niður að sjó og notið þess að horfa á hið unaðslega útsýn yfir Sundin blá en fljótlega sáu borgaryfirvöld að við svo búið mátti ekki standa – fólk hangandi þarna í iðjuleysi að horfa á sólarlagið eins og fífl, og tóku þá ákvörðun að þessi strandlengja myndi helst henta fyrir vöruskemmur og bílaverkstæði, sem svo sannarlega er góð og gagnleg iðja, en kannski ekki svo göfug að taka þurfi frá undir hana svo dýrmætt land við ströndina. Útsýni er almannagæðiAf hverju snýr Harpa öfugt? Okkur almennum gestum gefst kostur á því að horfa út á grátt malbik í stað þess að horfa út á Sundin blá; útsýnið er baka til, fyrir skrifstofurnar. Þetta er reyndar alls ekki einsdæmi þegar kemur að því að skipuleggja og hanna hús hér á landi, þar sem stærstu gluggarnir eru furðu oft látnir snúa út að bílastæði. Þetta hefur maður séð víða um land: og kann að eiga sér þá skýringu að verkfræðingarnir sem hanna þetta geti ekki ímyndað sér neitt ánægjulegra að horfa á en fagurgrátt bílastæði… Kannski er þetta einhver íslenskur doði gagnvart fegurðinni, andvaraleysi um þau lífsgæði hún veitir; kannski meira að segja andúð á fegurðinni, eins og maður verður oft var við í íslenskri nútíma-húsagerð: sú hugmynd að fegurð sé ekki bara óþörf heldur til þess fallin að spilla okkur og láta okkur hætta að vera svona dugleg eins og við erum. Og samt höfum við Íslendingar útsýnið í mestum hávegum þegar kemur að því að meta húsnæði og það sem það hefur upp á að bjóða. Alltaf skal það nefnt fyrst: Útsýnið er það dýrmætasta sem Íslendingar geta hugsað sér þegar þeir leggja mat á húsnæði. Það er ekki einungis til að næra augað og hugann með fögrum náttúruformum heldur gefur útsýni líka annað sem mörgum Íslendingum þykir ákaflega mikilsvert: tilfinningu fyrir rými; að sjá vítt; að hafa sitt pláss í tilverunni. Ef eitthvað er eftir af íslenskri þjóðerniskennd einhvers staðar felst hún í þess háttar rýmisskynjun. Hvað sem öðru líður er Esjan almenningur. Hún er til fyrir sjálfa sig og okkur öll. Hún á að vera í augnfæri fyrir alla Reykvíkinga. Hún er ekkert eins og fjóshaugur; hún er bæjarfjallið í Reykjavík og fólk verður að eiga þess kost að kinka til hennar kolli daglega. Það hefur stundum hvarflað að manni að þessi markvissa iðja, að múra upp í Esjuna, sé ekki til komin vegna þess að yfirvöldum þyki hún svo ljót heldur einmitt þvert á móti: það séu mikilsverð gæði að eiga þess kost að sjá hana – og yfir Sundin blá – og þeim gæðum verði að koma með einhverju móti í verð, samkvæmt þeirri ríku hugsjón nútímans að efna til misskiptingar gæða hvar sem henni verður við komið. Og þess vegna sé þessum háhýsum raðað meðfram ströndinni, svo að útsýnið sé einungis í boði fyrir hina útvöldu – sem borga. Frátekið handa þeim ríku. Þetta er einkavæðing útsýnisins. Væri skipulag miðað við almannahag myndi byggðin vera lágreist við ströndina og fara svo hækkandi eftir því sem innar og hærra drægi. Hjá okkur er þessu þveröfugt farið. Það fólk sem nú fer með stjórn borgarinnar var kosið til að stöðva þessa öfugþróun.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun