Erfið en mjúk fyrstu skref Master Chief á Xbox One Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. janúar 2016 11:00 Spilarinn stjórnar bæði Master Chief og teymi hans í leit að gervigreindinni Cortana og hópi málaliða undir stjórn James Locke sem freistar þess að handsama Master Chief. Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. Velgengni Microsoft í leikjaheiminum var byggð á grunni Halo 2 og Halo 3. Seinni útgáfur hans nutu einnig gríðarlegra vinsælda og höfðu ótvíræð áhrif á þróun fyrstu persónu skotleikja. Þetta eru tæknileg, fagurfræðileg og frásagnarleg áhrif. Leikjafyrirtækið Bungie sá um þróun Halo, allt frá Halo: CE til Halo: Reach, en núna hefur fyrirtækið sagt skilið við Master Chief og söguheim Halo. Microsoft keypti vörumerkið og allt sem því tengist og fól dótturfyrirtæki sínum, 343 Industries, að annast þróun og útgáfu næstu Halo-leikja. Allt undir 343 gaf út Halo 4 en leikurinn var með síðustu leikjum til að vera gefnir út á Xbox 360. Fyrirtækið annaðist jafnframt endurhönnum Halo-leikjanna fyrir Halo: Master Chief Collection fyrir Xbox One. Halo 4 og Halo: MCC fengu sæmilegar viðtökur og þrátt fyrir marvísleg tæknileg mistök virtust flestir gera sér grein fyrir að raunveruleg prófraun 343 yrði útgáfa Halo 5: Guardians á nýrri kynslóð leikjatölva. Það var gríðarlega mikið í húfi fyrir 343 þegar Halo 5 var gefinn út fyrr á þessu ári. Í raun var Halo-söguheimurinn í húfi. Sagan í Halo 5: Guardians er afar flókin og á köflum svo yfirþyrmandi að spilarinn á erfitt með átta sig á hvað er að gerast. 343 vinnur með ríkan söguheim Halo (sem telur 10 leiki og urmul skáldsagna) en í viðleitni sinni til að fara með söguheiminn og söguhetjuna Master Chief í nýja átt festist frásögnin í yfirborðskenndum útskýringum og úrdráttum. Tæknilegt afrek Spilarinn stjórnar bæði Master Chief og teymi hans í leit að gervigreindinni Cortana og hópi málaliða undir stjórn James Locke sem freistar þess að handsama Master Chief. Frásögnin er þannig tvískipt og í grunninn er þetta kærkomin breyting frá fyrri Halo-leikjum. Spilarinn fær því miður aldrei að kynnast persónunum sem skipa teymin tvö. Þrátt fyrir nokkrar vel heppnaðar tilraunir 343 til að fá spilarann til að sýna hluttekningu þá verður saga Halo 5 aldrei hinn dramatíski rússíbani sem fyrirtækið sá fyrir sér. Þrátt fyrir frásagnarleg mistök er Halo 5: Guardians einn flottasti skotleikur sem nokkurn tíma hefur verið gefinn út. Svo glæsilegur er þessi leikur að auðvelt er að fyrirgefa 343 fyrir lítinn metnað í sögunni. Halo 5: Gaurdians keyrir á 60 römmum sekúndu og það gerir hann án undantekninga. Þetta er ótrúlegt afrek. Eftir að hafa spilað Halo 5 í nokkra daga er nánast ómögulegt að grípa í Destiny, Call of Duty eða einhvern annan skotleik án þess að upplifa ósýnilegt lagg og hikst. Auk þess neglir 343 spilunina. Halo-leikirnar hafa alltaf verið afar liprir leikir en Halo 5 er á allt öðrum stað en aðrir skotleikir. Það er hrein unun að hlaupa um vígvöllinn sem Master Chief eða annar Spartverji. Þungi brynklæddra hermannanna er svo greinilega til staðar en um leið upplifir maður hvernig hægt er að nota þennan þunga til að svífa eins og fiðrildi milli óvinanna. Fyrirheit um bjarta framtíð Þessi einstaka tæknilega geta 343 er áberandi á öllum stigum Halo 5. Í sögunni er hún til staðar í einstakri sviðsmynd sem virðist teygja sig út í hið óendanlega og í fjölspiluninni er hana að finna í hrikalegri færslu hreyfiorku þegar spilarinn lemur sig í gegnum hvern óvininn á fætur öðrum. Fjölspilunin í Halo 5 er ein sú besta í allri leikjaröðinni. Sem frumraun 343 Industries á nýrri kynslóð leikjatölva er Halo 5: Guardians fyrst og fremst fyrirheit um það sem koma skal. Og ef fyrirtækinu tekst að sigrast á frásagnarlegum erfiðleikum þá á Halo-leikjaröðin vafalaust eftir að koma sér vel fyrir á Xbox One. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. Velgengni Microsoft í leikjaheiminum var byggð á grunni Halo 2 og Halo 3. Seinni útgáfur hans nutu einnig gríðarlegra vinsælda og höfðu ótvíræð áhrif á þróun fyrstu persónu skotleikja. Þetta eru tæknileg, fagurfræðileg og frásagnarleg áhrif. Leikjafyrirtækið Bungie sá um þróun Halo, allt frá Halo: CE til Halo: Reach, en núna hefur fyrirtækið sagt skilið við Master Chief og söguheim Halo. Microsoft keypti vörumerkið og allt sem því tengist og fól dótturfyrirtæki sínum, 343 Industries, að annast þróun og útgáfu næstu Halo-leikja. Allt undir 343 gaf út Halo 4 en leikurinn var með síðustu leikjum til að vera gefnir út á Xbox 360. Fyrirtækið annaðist jafnframt endurhönnum Halo-leikjanna fyrir Halo: Master Chief Collection fyrir Xbox One. Halo 4 og Halo: MCC fengu sæmilegar viðtökur og þrátt fyrir marvísleg tæknileg mistök virtust flestir gera sér grein fyrir að raunveruleg prófraun 343 yrði útgáfa Halo 5: Guardians á nýrri kynslóð leikjatölva. Það var gríðarlega mikið í húfi fyrir 343 þegar Halo 5 var gefinn út fyrr á þessu ári. Í raun var Halo-söguheimurinn í húfi. Sagan í Halo 5: Guardians er afar flókin og á köflum svo yfirþyrmandi að spilarinn á erfitt með átta sig á hvað er að gerast. 343 vinnur með ríkan söguheim Halo (sem telur 10 leiki og urmul skáldsagna) en í viðleitni sinni til að fara með söguheiminn og söguhetjuna Master Chief í nýja átt festist frásögnin í yfirborðskenndum útskýringum og úrdráttum. Tæknilegt afrek Spilarinn stjórnar bæði Master Chief og teymi hans í leit að gervigreindinni Cortana og hópi málaliða undir stjórn James Locke sem freistar þess að handsama Master Chief. Frásögnin er þannig tvískipt og í grunninn er þetta kærkomin breyting frá fyrri Halo-leikjum. Spilarinn fær því miður aldrei að kynnast persónunum sem skipa teymin tvö. Þrátt fyrir nokkrar vel heppnaðar tilraunir 343 til að fá spilarann til að sýna hluttekningu þá verður saga Halo 5 aldrei hinn dramatíski rússíbani sem fyrirtækið sá fyrir sér. Þrátt fyrir frásagnarleg mistök er Halo 5: Guardians einn flottasti skotleikur sem nokkurn tíma hefur verið gefinn út. Svo glæsilegur er þessi leikur að auðvelt er að fyrirgefa 343 fyrir lítinn metnað í sögunni. Halo 5: Gaurdians keyrir á 60 römmum sekúndu og það gerir hann án undantekninga. Þetta er ótrúlegt afrek. Eftir að hafa spilað Halo 5 í nokkra daga er nánast ómögulegt að grípa í Destiny, Call of Duty eða einhvern annan skotleik án þess að upplifa ósýnilegt lagg og hikst. Auk þess neglir 343 spilunina. Halo-leikirnar hafa alltaf verið afar liprir leikir en Halo 5 er á allt öðrum stað en aðrir skotleikir. Það er hrein unun að hlaupa um vígvöllinn sem Master Chief eða annar Spartverji. Þungi brynklæddra hermannanna er svo greinilega til staðar en um leið upplifir maður hvernig hægt er að nota þennan þunga til að svífa eins og fiðrildi milli óvinanna. Fyrirheit um bjarta framtíð Þessi einstaka tæknilega geta 343 er áberandi á öllum stigum Halo 5. Í sögunni er hún til staðar í einstakri sviðsmynd sem virðist teygja sig út í hið óendanlega og í fjölspiluninni er hana að finna í hrikalegri færslu hreyfiorku þegar spilarinn lemur sig í gegnum hvern óvininn á fætur öðrum. Fjölspilunin í Halo 5 er ein sú besta í allri leikjaröðinni. Sem frumraun 343 Industries á nýrri kynslóð leikjatölva er Halo 5: Guardians fyrst og fremst fyrirheit um það sem koma skal. Og ef fyrirtækinu tekst að sigrast á frásagnarlegum erfiðleikum þá á Halo-leikjaröðin vafalaust eftir að koma sér vel fyrir á Xbox One.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira