Enginn flengdur í sturtunni í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. janúar 2016 22:30 Björgvin Páll Gústavsson. vísir/daníel „Þessar rassskellingar eru barn síns tíma,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson en nýliðavígslan hjá handboltalandsliðinu verður með nýjum hætti að þessu sinni og var enginn flengdur eftir leikinn í kvöld gegn Portúgal í Kaplakrika. Það hefur verið hefð í fjölda ára hjá handboltalandsliðinu að nýliðarnir séu flengdir í sturtu. Þessi forni siður fór svo að teygja sig niður í yngri landsliðin. Málið komst í hámæli er Ómar Ragnarsson skrifaði um það á sínum tíma og eiginlega flengdi strákana í landsliðinu. „Ómar hitti naglann á höfuðið með þessum skrifum og við erum að svara þessari gagnrýni sem fór í gang á þeim tíma. Vonandi verður Ómar ánægðari með okkur núna,“ sagði Björgvin léttur. Þó svo enginn hafi verið að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld þá áttu Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason meðal annars eftir að fara í gegnum nýliðavígslu. Þeir eru eflaust fegnir að búið sé að breyta til en þurfa að sjálfsögðu að gera eitthvað í staðinn. Að þessu sinni þurfa þeir að taka „Jelly bean-áskoruninni“ sem hefur tröllriðið öllu hér heima um jólin. Hún snýst um að leikmenn þurfa að borða nammibaunir sem geta verið með mjög vondu bragði. Það er búið að spila þennan leik í öðru hverju jólateiti á Íslandi. „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta kemur út. Ef þetta kemur ekki nógu vel út þá gerum við eitthvað annað sniðugt næst. Við viljum reyna að hafa þetta skemmtilegt,“ segir markvörðurinn en landsmenn munu geta fylgst með vígslunni sem fer fram í hádeginu á morgun. „Við ætlum að vera með þetta á snappinu okkar sem heitir strakarnirokkar. Ég hvet fólk til þess að fylgjast með. Við verðum svo líka að nota þetta snapp á EM í Póllandi.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
„Þessar rassskellingar eru barn síns tíma,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson en nýliðavígslan hjá handboltalandsliðinu verður með nýjum hætti að þessu sinni og var enginn flengdur eftir leikinn í kvöld gegn Portúgal í Kaplakrika. Það hefur verið hefð í fjölda ára hjá handboltalandsliðinu að nýliðarnir séu flengdir í sturtu. Þessi forni siður fór svo að teygja sig niður í yngri landsliðin. Málið komst í hámæli er Ómar Ragnarsson skrifaði um það á sínum tíma og eiginlega flengdi strákana í landsliðinu. „Ómar hitti naglann á höfuðið með þessum skrifum og við erum að svara þessari gagnrýni sem fór í gang á þeim tíma. Vonandi verður Ómar ánægðari með okkur núna,“ sagði Björgvin léttur. Þó svo enginn hafi verið að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld þá áttu Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason meðal annars eftir að fara í gegnum nýliðavígslu. Þeir eru eflaust fegnir að búið sé að breyta til en þurfa að sjálfsögðu að gera eitthvað í staðinn. Að þessu sinni þurfa þeir að taka „Jelly bean-áskoruninni“ sem hefur tröllriðið öllu hér heima um jólin. Hún snýst um að leikmenn þurfa að borða nammibaunir sem geta verið með mjög vondu bragði. Það er búið að spila þennan leik í öðru hverju jólateiti á Íslandi. „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta kemur út. Ef þetta kemur ekki nógu vel út þá gerum við eitthvað annað sniðugt næst. Við viljum reyna að hafa þetta skemmtilegt,“ segir markvörðurinn en landsmenn munu geta fylgst með vígslunni sem fer fram í hádeginu á morgun. „Við ætlum að vera með þetta á snappinu okkar sem heitir strakarnirokkar. Ég hvet fólk til þess að fylgjast með. Við verðum svo líka að nota þetta snapp á EM í Póllandi.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira