Gunnar Nelson íþróttamaður ársins 2015 að mati lesenda Vísis Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 09:00 Gunnar Nelson er vinsæll á meðal Íslendinga. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagamaður Íslands, var kosinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis annað árið í röð. Lesendur Vísis stýrðu kosningunni algjörlega en þeir fengu tækifæri á að koma með tilnefningar og svo var Facebook-kosning á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Valið stóð á milli fimm karla og fimm kvenna úr átta íþróttagreinum. Rétt tæplega 10.000 manns tóku þátt í kosningunni og vann Gunnar öruggan sigur líkt og í fyrra. Gunnar barðist tvisvar á árinu. Hann vann Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í Las Vegas í júlí með hengingartaki í fyrstu lotu. Seinni bardaginn var ekki jafn góður en þar tapaði Gunnar fyrir Demian Maia, aftur í Las Vegas, á stigum. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar um viðurkenninguna í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar Nelson. Ítarlegt viðtal við Gunnar birtist á Vísi síðar í dag.Niðurstaðan í kosningu Vísis: 1. Gunnar Nelson, MMA 2. Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit 4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 5. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 6. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti 7. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 8. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti 9. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti 10. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagamaður Íslands, var kosinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis annað árið í röð. Lesendur Vísis stýrðu kosningunni algjörlega en þeir fengu tækifæri á að koma með tilnefningar og svo var Facebook-kosning á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Valið stóð á milli fimm karla og fimm kvenna úr átta íþróttagreinum. Rétt tæplega 10.000 manns tóku þátt í kosningunni og vann Gunnar öruggan sigur líkt og í fyrra. Gunnar barðist tvisvar á árinu. Hann vann Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í Las Vegas í júlí með hengingartaki í fyrstu lotu. Seinni bardaginn var ekki jafn góður en þar tapaði Gunnar fyrir Demian Maia, aftur í Las Vegas, á stigum. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar um viðurkenninguna í viðtali við Vísi. „Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar Nelson. Ítarlegt viðtal við Gunnar birtist á Vísi síðar í dag.Niðurstaðan í kosningu Vísis: 1. Gunnar Nelson, MMA 2. Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit 4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 5. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 6. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti 7. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 8. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti 9. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti 10. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira