Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Bjarki Ármannsson skrifar 2. janúar 2016 20:15 Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Vísir Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira