Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Getty Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. Danir enduðu í fimmta sæti á HM í Katar fyrir ári síðan og það var mikil pressa á íslenska þjálfaranum að koma liðinu í undanúrslitin í Póllandi. Miðað við hvað staðan var góð fyrir síðustu tvo leikina er niðurstaðan gríðarleg vonbrigði. Guðmundur hefur að sjálfsögðu fengið á sig talsverða gagnrýni í dönskum fjölmiðlum en það vekur athygli að samkvæmt samantekt á einkunnagjöf Ekstra Bladet á mótinu stóð enginn leikmaður danska liðsins sig betur en íslenski þjálfarinn á mótinu. Þetta var sjötti leikur danska liðsins á mótinu og fyrsta tapið en liðið missti þó unninn leik á móti Svíum í jafntefli kvöldið áður. Danir unnu fyrstu fjóra leiki sína. Blaðamenn gefa einkunnir í leikjum liðsins og eru þær frá 0 til 6. Guðmundur er með hæstu meðaleinkunnina ásamt þremur leikmönnum en þeir eru allir með 4,0 að meðaltali. Leikmennirnir eru stórskyttan Mikkael Hansen, markvörðurinn Niklas Landin og línumaðurinn Henrik Toft Hansen. Lægstu einkunnir Guðmundar voru þristarnir sem hann fékk fyrir tvo síðustu leiki danska liðsins. Hann fékk aftur á móti fimm af sex mögulegum fyrir sigurleiki liðsins á móti Ungverjum og Spánverjum. Niklas Landin er sá eini sem fékk sexu en það fékk hann fyrir frammistöðu sína á móti Spáni. Landin fékk aftur á móti ás á móti Svartfjallalandi. Hægri skyttan Mads Christiansen fékk einn í einkunn fyrir tvo síðustu leikina og var lægstur af byrjunarliðsmönnum liðsins. Mikkael Hansen var mjög jafn og oftast með fjóra fyrir utan þristinn sem hann fékk í fyrsta leik á móti Rússum og fimmuna sem hann fékk fyrir Ungverjaleikinn. Hinn íslensk ætlaði Hans Lindberg var með aðeins 2,8 í meðaleinkunn og fékk aldrei hærra en 3 í einkunn. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. Danir enduðu í fimmta sæti á HM í Katar fyrir ári síðan og það var mikil pressa á íslenska þjálfaranum að koma liðinu í undanúrslitin í Póllandi. Miðað við hvað staðan var góð fyrir síðustu tvo leikina er niðurstaðan gríðarleg vonbrigði. Guðmundur hefur að sjálfsögðu fengið á sig talsverða gagnrýni í dönskum fjölmiðlum en það vekur athygli að samkvæmt samantekt á einkunnagjöf Ekstra Bladet á mótinu stóð enginn leikmaður danska liðsins sig betur en íslenski þjálfarinn á mótinu. Þetta var sjötti leikur danska liðsins á mótinu og fyrsta tapið en liðið missti þó unninn leik á móti Svíum í jafntefli kvöldið áður. Danir unnu fyrstu fjóra leiki sína. Blaðamenn gefa einkunnir í leikjum liðsins og eru þær frá 0 til 6. Guðmundur er með hæstu meðaleinkunnina ásamt þremur leikmönnum en þeir eru allir með 4,0 að meðaltali. Leikmennirnir eru stórskyttan Mikkael Hansen, markvörðurinn Niklas Landin og línumaðurinn Henrik Toft Hansen. Lægstu einkunnir Guðmundar voru þristarnir sem hann fékk fyrir tvo síðustu leiki danska liðsins. Hann fékk aftur á móti fimm af sex mögulegum fyrir sigurleiki liðsins á móti Ungverjum og Spánverjum. Niklas Landin er sá eini sem fékk sexu en það fékk hann fyrir frammistöðu sína á móti Spáni. Landin fékk aftur á móti ás á móti Svartfjallalandi. Hægri skyttan Mads Christiansen fékk einn í einkunn fyrir tvo síðustu leikina og var lægstur af byrjunarliðsmönnum liðsins. Mikkael Hansen var mjög jafn og oftast með fjóra fyrir utan þristinn sem hann fékk í fyrsta leik á móti Rússum og fimmuna sem hann fékk fyrir Ungverjaleikinn. Hinn íslensk ætlaði Hans Lindberg var með aðeins 2,8 í meðaleinkunn og fékk aldrei hærra en 3 í einkunn.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira