„Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 11:00 Dagur Sigurðsson lætur vel í heyra í sér á hliðarlínunni. vísir/epa „Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta,“ segir í undirfyrirsögn greinar sem meðal annars má lesa á þýska vefmiðlinum RP-Online í dag. Í greininni keppast blaðamaðurinn, leikmenn þýska landsliðsins og varaformaður þýska handknattleikssambandsins við að ausa lofi yfir íslenska þjálfarann sem er heldur betur orðinn vinsæll í stærsta handboltalandi heims.Sjá einnig:Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Dagur hefur eytt síðustu tveimur dögum í að undirbúa stórleikinn við Guðmund Guðmundsson og danska landsliðið í kvöld, en sigur á meistaraefnum Danmerkur kæmi Þýskalandi nokkuð óvænt í undanúrslitin. Dagur er sagður svo einbeittur að hann fer ekki einu sinni út að skokka á morgnanna eins og hann er vanur að gera. „Ég hef engan tíma fyrir það,“ segir Valsarinn.Dagur er búinn að vinna fjóra leiki í röð á EM.vísir/epaMikil meiðsli Þýska landsliðið var í meiðslavandræðum fyrir Evrópumótið en hefur engu að síður staðið sig frábærlega og unnið fjóra leiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta gegn Spáni. Eftir síðasta leik og sigur gegn Rússlandi héldu áföllin áfram að dynja á Degi þegar ljóst var að tvær bestu skyttur þýska liðsins, Steffen Weinhold og Christian Dissinger, spila ekki meira á mótinu. Báðir eru leikmenn Kiel.Sjá einnig:Dagur: Við gefumst ekki upp „Við erum komnir að þröskuldinum með þessi meiðsli en þetta verður bara verðugt verkefni. Við munum keyra á þetta gegn Dönum,“ segir Dagur sem er ekkert í því að væla yfir meiðslum eða áföllum, að því fram kemur í greininni. „Dagur leggur fyrir okkur leikáætlun og við fylgjum henni 100 prósent eftir,“ segir stórskyttan Finn Lemke sem tók við fyrirliðabandinu af Weinhold.Dagur er maðurinn sem keyrir þýska liðið áfram.vísir/epaDagur er lykillinn Ekki var búist við miklu af þýska liðinu vegna meiðslanna, en það var í lang erfiðasta riðli mótsins með Slóvenum, Spánverjum og Svíum. Eftir tap í fyrsta leik sýndi Dagur meðal annars snilli sína gegn Svíum og gjörbreytti leik liðsins í hálfleik eftir að vera fjórum mörkum undir.Sjá einnig:Strákarnir hans Dags fá svefntöflur „Dagur er lykilinn að árangrinum. Hann er sá sem stýrir skipinu og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, en hann er einnig framkvæmdastjóri Füchse Berlín þar sem Dagur starfaði áður við góðan orðstír. Leikhlé Dags hafa vakið athygli, en í þeim er nokkuð augljóst hver er sá sem valdið hefur. Hann rífur upp taktíkspjaldið og messar duglega yfir sínum mönnum ef þeir eru ekki að standa sig.Andreas Wolff og þýsku strákarnir eru ánægðir með Dag.vísir/epaAllt undir „Hans framlag er mikið,“ segir markvörðurinn Andreas Wolff, sem segir leiðtogahæfileika Dags mikla. „Hann er maðurinn sem keyrir liðið áfram. Dagur er búinn að mynda mikla einingu innan liðsins.“ Allt er undir í kvöld þegar íslensku þjálfararnir mætast. Geti Dagur fellt Guðmund og danska liðið kemur hann Þýskalandi í undanúrslitin. Eitthvað sem fáum datt í hug að væri mögulegt. Danir gerðu jafntefli við Svía í gærkvöldi sem breytti leik kvöldsins aðeins. Hefðu Danir unnið Svía hefði Þýskalandi dugað 2-3 marka tap gegn Guðmundi og lærisveinum hans en í staðinn verður Dagur að leiða sína menn til sigurs. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 06:00 Dagur: Við gefumst ekki upp Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta. 26. janúar 2016 08:00 „Án IHF værum við ekki hér“ Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. 27. janúar 2016 07:00 Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM. 25. janúar 2016 15:30 Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Guðmundur Guðmundsson gerði breytingu í hálfleik í sigrinum gegn Spáni sem breytti öllu. 26. janúar 2016 14:30 Strákarnir hans Dags fá svefntöflur Læknir þýska landsliðsins vilja ekki að leikmenn séu andvaka eftir leiki. 26. janúar 2016 22:15 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
„Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta,“ segir í undirfyrirsögn greinar sem meðal annars má lesa á þýska vefmiðlinum RP-Online í dag. Í greininni keppast blaðamaðurinn, leikmenn þýska landsliðsins og varaformaður þýska handknattleikssambandsins við að ausa lofi yfir íslenska þjálfarann sem er heldur betur orðinn vinsæll í stærsta handboltalandi heims.Sjá einnig:Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Dagur hefur eytt síðustu tveimur dögum í að undirbúa stórleikinn við Guðmund Guðmundsson og danska landsliðið í kvöld, en sigur á meistaraefnum Danmerkur kæmi Þýskalandi nokkuð óvænt í undanúrslitin. Dagur er sagður svo einbeittur að hann fer ekki einu sinni út að skokka á morgnanna eins og hann er vanur að gera. „Ég hef engan tíma fyrir það,“ segir Valsarinn.Dagur er búinn að vinna fjóra leiki í röð á EM.vísir/epaMikil meiðsli Þýska landsliðið var í meiðslavandræðum fyrir Evrópumótið en hefur engu að síður staðið sig frábærlega og unnið fjóra leiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta gegn Spáni. Eftir síðasta leik og sigur gegn Rússlandi héldu áföllin áfram að dynja á Degi þegar ljóst var að tvær bestu skyttur þýska liðsins, Steffen Weinhold og Christian Dissinger, spila ekki meira á mótinu. Báðir eru leikmenn Kiel.Sjá einnig:Dagur: Við gefumst ekki upp „Við erum komnir að þröskuldinum með þessi meiðsli en þetta verður bara verðugt verkefni. Við munum keyra á þetta gegn Dönum,“ segir Dagur sem er ekkert í því að væla yfir meiðslum eða áföllum, að því fram kemur í greininni. „Dagur leggur fyrir okkur leikáætlun og við fylgjum henni 100 prósent eftir,“ segir stórskyttan Finn Lemke sem tók við fyrirliðabandinu af Weinhold.Dagur er maðurinn sem keyrir þýska liðið áfram.vísir/epaDagur er lykillinn Ekki var búist við miklu af þýska liðinu vegna meiðslanna, en það var í lang erfiðasta riðli mótsins með Slóvenum, Spánverjum og Svíum. Eftir tap í fyrsta leik sýndi Dagur meðal annars snilli sína gegn Svíum og gjörbreytti leik liðsins í hálfleik eftir að vera fjórum mörkum undir.Sjá einnig:Strákarnir hans Dags fá svefntöflur „Dagur er lykilinn að árangrinum. Hann er sá sem stýrir skipinu og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, en hann er einnig framkvæmdastjóri Füchse Berlín þar sem Dagur starfaði áður við góðan orðstír. Leikhlé Dags hafa vakið athygli, en í þeim er nokkuð augljóst hver er sá sem valdið hefur. Hann rífur upp taktíkspjaldið og messar duglega yfir sínum mönnum ef þeir eru ekki að standa sig.Andreas Wolff og þýsku strákarnir eru ánægðir með Dag.vísir/epaAllt undir „Hans framlag er mikið,“ segir markvörðurinn Andreas Wolff, sem segir leiðtogahæfileika Dags mikla. „Hann er maðurinn sem keyrir liðið áfram. Dagur er búinn að mynda mikla einingu innan liðsins.“ Allt er undir í kvöld þegar íslensku þjálfararnir mætast. Geti Dagur fellt Guðmund og danska liðið kemur hann Þýskalandi í undanúrslitin. Eitthvað sem fáum datt í hug að væri mögulegt. Danir gerðu jafntefli við Svía í gærkvöldi sem breytti leik kvöldsins aðeins. Hefðu Danir unnið Svía hefði Þýskalandi dugað 2-3 marka tap gegn Guðmundi og lærisveinum hans en í staðinn verður Dagur að leiða sína menn til sigurs.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 06:00 Dagur: Við gefumst ekki upp Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta. 26. janúar 2016 08:00 „Án IHF værum við ekki hér“ Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. 27. janúar 2016 07:00 Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM. 25. janúar 2016 15:30 Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Guðmundur Guðmundsson gerði breytingu í hálfleik í sigrinum gegn Spáni sem breytti öllu. 26. janúar 2016 14:30 Strákarnir hans Dags fá svefntöflur Læknir þýska landsliðsins vilja ekki að leikmenn séu andvaka eftir leiki. 26. janúar 2016 22:15 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 06:00
Dagur: Við gefumst ekki upp Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta. 26. janúar 2016 08:00
„Án IHF værum við ekki hér“ Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. 27. janúar 2016 07:00
Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM. 25. janúar 2016 15:30
Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Guðmundur Guðmundsson gerði breytingu í hálfleik í sigrinum gegn Spáni sem breytti öllu. 26. janúar 2016 14:30
Strákarnir hans Dags fá svefntöflur Læknir þýska landsliðsins vilja ekki að leikmenn séu andvaka eftir leiki. 26. janúar 2016 22:15
Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti