Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. Vísir/EPA og Getty Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. Þjóðverjar og Danir unnu leiki sína í milliriðli tvö í gær og eru bæði með af fullum krafti í baráttunni um sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. Sigur Norðmanna á Pólverjum á laugardaginn sá til þess að þriggja leika sigurganga pólska liðsins varð ekki lengri en norska liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð síðan liðið tapaði á móti Íslandi í sínum fyrsta leik.Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á Evrópumótinu en þeir komu til baka á móti Spánverjum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik og unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun, 16-9. Sigur Dana þýðir að þeir eru í frábærum málum og eru nú afar líklegir til að keppa um verðlaunasæti á Evrópumótinu. Danska liðið hefur sex stig eftir þrjá leiki eða jafnmörg og Þýskaland sem hefur spilað einum leik meira en Danir. Þýskaland á bara eftir einn leik á móti Danmörku í lokaumferð milliriðilsins en Danir spila áður við Svía.Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni á móti Spánverjum og voru síðan fjórum mörkum undir í hálfleik í leik tvö á móti Svíum. Dagur talaði sína menn til í hálfleik, þýsku strákarnir snéru við leiknum og unnu Svía með einu marki. Þýska liðið hefur síðan bætt við þremur sigrum sem komu á móti Slóveníu, Ungverjalandi og Rússlandi. Þýska liðið verður alltaf undir í innbyrðisleikjum á móti Spánverjum og það stefnir því í úrslitaleik á móti Dönum í lokaumferðinni um sæti í undanúrslitunum. Það má búast við því að íslenskan þjóðin fylgist þá spennt með þegar íslensku þjálfararnir mætast í slíkum úrslitaleik. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. Þjóðverjar og Danir unnu leiki sína í milliriðli tvö í gær og eru bæði með af fullum krafti í baráttunni um sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. Sigur Norðmanna á Pólverjum á laugardaginn sá til þess að þriggja leika sigurganga pólska liðsins varð ekki lengri en norska liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð síðan liðið tapaði á móti Íslandi í sínum fyrsta leik.Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á Evrópumótinu en þeir komu til baka á móti Spánverjum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik og unnu seinni hálfleikinn með sjö marka mun, 16-9. Sigur Dana þýðir að þeir eru í frábærum málum og eru nú afar líklegir til að keppa um verðlaunasæti á Evrópumótinu. Danska liðið hefur sex stig eftir þrjá leiki eða jafnmörg og Þýskaland sem hefur spilað einum leik meira en Danir. Þýskaland á bara eftir einn leik á móti Danmörku í lokaumferð milliriðilsins en Danir spila áður við Svía.Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu sínum fyrsta leik í keppninni á móti Spánverjum og voru síðan fjórum mörkum undir í hálfleik í leik tvö á móti Svíum. Dagur talaði sína menn til í hálfleik, þýsku strákarnir snéru við leiknum og unnu Svía með einu marki. Þýska liðið hefur síðan bætt við þremur sigrum sem komu á móti Slóveníu, Ungverjalandi og Rússlandi. Þýska liðið verður alltaf undir í innbyrðisleikjum á móti Spánverjum og það stefnir því í úrslitaleik á móti Dönum í lokaumferðinni um sæti í undanúrslitunum. Það má búast við því að íslenskan þjóðin fylgist þá spennt með þegar íslensku þjálfararnir mætast í slíkum úrslitaleik.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira