Takast á við talsetningu teiknimyndar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2016 09:30 Steindi Jr. og Sverrir Bergmann eru spenntir fyrir verkefninu. vísir/stefán „Ég er búinn að horfa á allar teiknimyndir sem gefnar hafa verið út með dóttur minni og Sverrir er mikill áhugamaður um teiknimyndir og hefur reyndar alltaf kosið að horfa frekar á þær með íslensku tali frekar en ensku,“ segir Steindi Jr. Hann rær á ný mið í febrúar þegar hann ásamt Sverri Bergmann mun sjá um talsetningu og framleiðslu teiknimyndarinnar Ratchet & Clank en þeir félagar munu einnig leikstýra herlegheitunum. „Okkur langar að gera handritið dálítið að okkar og setja smá íslenska dægurmálamenningu í það,“ segir hann en til liðs við sig hafa þeir fengið fólk á borð við Ara Eldjárn, Dóra DNA, Andra Frey Viðarsson, Ólaf Darra, Sögu Garðarsdóttur, Pétur Jóhann Sigfússon og Sölku Sól Eyfeld. Því er óhætt að segja að kveða muni við nýjan hljóm í talsetningu myndarinnar. „Það eru nýjar raddir sem koma þarna inn sem fólk hefur ekki heyrt áður í talsetningarheiminum, í bland við þær gömlu góðu. Mér finnst ótrúlegt að enginn hafi notað Andra Frey sem óvininn áður, hann er með fullkomna rödd sem skúrkur þótt hann sé mjög indæll náungi.“Ratchet og Clank, eða öllu heldur Steindi Jr. og Ari Eldjárn.Sjálfur mun Steindi taka þátt í því að talsetja myndina og segir hann það hafa verið óumflýjanlegt að taka þátt í talsetningunni. „Þegar við Svessi sáum myndina var ekki hægt að líta fram hjá því að einn karakterinn er nauðalíkur mér í útliti og fasi. Svessi og Halldór Gunnar Fjallabróðir tóku ekki annað í mál en að ég tæki þennan karakter,“ segir Steindi og hlær. Halldór Gunnar er upptökustjóri talsetningarinnar. Teiknimyndin er gerð eftir samnefndum tölvuleikjum og verður gerð í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Senu og kemur út í apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni. Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira
„Ég er búinn að horfa á allar teiknimyndir sem gefnar hafa verið út með dóttur minni og Sverrir er mikill áhugamaður um teiknimyndir og hefur reyndar alltaf kosið að horfa frekar á þær með íslensku tali frekar en ensku,“ segir Steindi Jr. Hann rær á ný mið í febrúar þegar hann ásamt Sverri Bergmann mun sjá um talsetningu og framleiðslu teiknimyndarinnar Ratchet & Clank en þeir félagar munu einnig leikstýra herlegheitunum. „Okkur langar að gera handritið dálítið að okkar og setja smá íslenska dægurmálamenningu í það,“ segir hann en til liðs við sig hafa þeir fengið fólk á borð við Ara Eldjárn, Dóra DNA, Andra Frey Viðarsson, Ólaf Darra, Sögu Garðarsdóttur, Pétur Jóhann Sigfússon og Sölku Sól Eyfeld. Því er óhætt að segja að kveða muni við nýjan hljóm í talsetningu myndarinnar. „Það eru nýjar raddir sem koma þarna inn sem fólk hefur ekki heyrt áður í talsetningarheiminum, í bland við þær gömlu góðu. Mér finnst ótrúlegt að enginn hafi notað Andra Frey sem óvininn áður, hann er með fullkomna rödd sem skúrkur þótt hann sé mjög indæll náungi.“Ratchet og Clank, eða öllu heldur Steindi Jr. og Ari Eldjárn.Sjálfur mun Steindi taka þátt í því að talsetja myndina og segir hann það hafa verið óumflýjanlegt að taka þátt í talsetningunni. „Þegar við Svessi sáum myndina var ekki hægt að líta fram hjá því að einn karakterinn er nauðalíkur mér í útliti og fasi. Svessi og Halldór Gunnar Fjallabróðir tóku ekki annað í mál en að ég tæki þennan karakter,“ segir Steindi og hlær. Halldór Gunnar er upptökustjóri talsetningarinnar. Teiknimyndin er gerð eftir samnefndum tölvuleikjum og verður gerð í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Senu og kemur út í apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.
Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira