Bessastaðir Boltaland Hugleikur Dagsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Er of seint að sækja um að vera forseti? Hér er það sem ég ætla að gera þegar ég verð forseti. Ég ætla að breyta Bessastöðum í boltaland. Það er óréttlátt að bara börn mega leika sér í boltalandinu í Ikea. Boltalandið í Bessastöðum verður fyrir fullorðna. Eða réttara sagt fullorðinn. Sumsé bara mig. Ég ætla ekki að hitta aðra þjóðarleiðtoga. Ég hef ekkert að segja við þá. Þetta eru oftast einhverjir karlar í jakkafötum sem vilja bara tala um samskipti þjóða og svoleiðis. Svo er alltaf svo vandræðalegt þegar maður þarf að taka í höndina á þeim fyrir framan her af ljósmyndurum. Maður þarf að halda í höndina á þeim ónáttúrulega lengi svo að allir nái örugglega góðri mynd. Með stirð bros og sveitta lófa. En ef þeir nenna að kíkja í boltaland með mér þá skal ég gera undantekningu á bara-ég-má-vera-í-boltalandi-reglunni. Þú veist, til að styrkja samskipti þjóða. Svo eru þetta of há laun. 1,3 milljónir samkvæmt Google. Ég skal taka 300 þúsund sem mér finnst réttlát greiðsla fyrir að þurfa að tala við aðra þjóðarleiðtoga (án boltalands myndi ég smyrja nokkrum hundraðþúsundköllum oná). Svo gef ég milljónina sem er eftir í einhvern góðgerðasjóð. Hlýt að fá einhver læk fyrir það. Einn mánuðinn milljón í Kattholt og næsta mánuð milljón í… ég veit það ekki. Nýsköpunarsjóð töframanna eða eitthvað. Að lokum ætla ég að láta endurvekja eitt helsta menningarverðmæti íslendinga. Þýðingar á bíómyndatitlum. Muniði þegar Lethal Weapon hét Tveir á toppnum? Eða þegar Loaded Weapon (sem var svona grín af Lethal Weapon) hét Tveir ýktir? Muniði þegar allir sögðu „ýkt“? Og þegar Trainspotting hét Trufluð tilvera? Og þegar South Park myndin hét líka Trufluð tilvera? Ég vil fá þetta aftur. Ég er til í þetta. Hvar sækir maður um? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Er of seint að sækja um að vera forseti? Hér er það sem ég ætla að gera þegar ég verð forseti. Ég ætla að breyta Bessastöðum í boltaland. Það er óréttlátt að bara börn mega leika sér í boltalandinu í Ikea. Boltalandið í Bessastöðum verður fyrir fullorðna. Eða réttara sagt fullorðinn. Sumsé bara mig. Ég ætla ekki að hitta aðra þjóðarleiðtoga. Ég hef ekkert að segja við þá. Þetta eru oftast einhverjir karlar í jakkafötum sem vilja bara tala um samskipti þjóða og svoleiðis. Svo er alltaf svo vandræðalegt þegar maður þarf að taka í höndina á þeim fyrir framan her af ljósmyndurum. Maður þarf að halda í höndina á þeim ónáttúrulega lengi svo að allir nái örugglega góðri mynd. Með stirð bros og sveitta lófa. En ef þeir nenna að kíkja í boltaland með mér þá skal ég gera undantekningu á bara-ég-má-vera-í-boltalandi-reglunni. Þú veist, til að styrkja samskipti þjóða. Svo eru þetta of há laun. 1,3 milljónir samkvæmt Google. Ég skal taka 300 þúsund sem mér finnst réttlát greiðsla fyrir að þurfa að tala við aðra þjóðarleiðtoga (án boltalands myndi ég smyrja nokkrum hundraðþúsundköllum oná). Svo gef ég milljónina sem er eftir í einhvern góðgerðasjóð. Hlýt að fá einhver læk fyrir það. Einn mánuðinn milljón í Kattholt og næsta mánuð milljón í… ég veit það ekki. Nýsköpunarsjóð töframanna eða eitthvað. Að lokum ætla ég að láta endurvekja eitt helsta menningarverðmæti íslendinga. Þýðingar á bíómyndatitlum. Muniði þegar Lethal Weapon hét Tveir á toppnum? Eða þegar Loaded Weapon (sem var svona grín af Lethal Weapon) hét Tveir ýktir? Muniði þegar allir sögðu „ýkt“? Og þegar Trainspotting hét Trufluð tilvera? Og þegar South Park myndin hét líka Trufluð tilvera? Ég vil fá þetta aftur. Ég er til í þetta. Hvar sækir maður um?