Týnt veski í auga hvirfilbyls María Elísabet Bragadóttir skrifar 20. janúar 2016 07:00 Lýsi eftir forljótu peningaveski. Án þess tóri ég við illan leik. Subbulega gráhvítt með appelsínugulum doppum og svörtum rennilás. Inniheldur sund- og greiðslukort. Nemendafélagsskírteini og vitaskuld slatta af inneignarnótum. Á alltaf yfrið nóg af þvældum inneignarnótum. Velti því fyrir mér hvort það að sanka þeim að sér séu leifar þess að hafa verið kreppuunglingur. Þá átti ég ekki peningaveski enda átti ég ekki pening en stundum inneignarnótur. Árið 2008 var ég fimmtán ára og leit efnahagshrunið alvarlegum augum. Horfði fýld í kámuga spegilmynd og tók mig hátíðlega. Með fitugt hár og hnausþykk gleraugu. Kveið skólasundi og því að vaxa úr grasi og eiga ekki til hnífs og skeiðar. Arkaði á hælaskökkum kuldaskóm út í næsta útibú Íslandsbanka og tók út pening sem ég hugðist geyma í gömlum sokk. Hengdi upp atvinnuauglýsingu í Kjötborg: Ábyrg ung kona tekur að sér að passa börn fyrir dálitla þóknun sem hún mun leggja til hliðar og borga þannig háskólanám fyrir framtíðarbörn sín sem verða sennilega vannærð og skinhoruð. Það var stemning að vera kreppuunglingur. Samkvæmt lífsstílsblöðum voru fokdýr second hand föt krepputíska ásamt lopapeysum, hraunmolaarmböndum og handtöskum úr þæfðri ull. Fullorðnir fjárfestu í frystikistum og barmafylltu þær af alls konar óþverra. Vandræðaunglingur í götunni minni lyklaði Range Rover föður síns. Það var logandi gaman og æsilegt að vera til. Með öðrum orðum var ég ofurseld hugmyndinni um kreppuna sem lífsstíl. Núna er öldin önnur. Þar sem ég er stödd í miðju auga hvirfilbylsins kem ég ekki auga á neysluviðmiðin sem stýra mér. Veit bara að ég safna ekki pening í sokk og ímynda mér nú framtíðarbörnin þybbin og stríðalin. Þau fúlsi jafnvel við útréttri og sinaberri hjálparhendi móður sinnar. En eins og fyrr kom fram: Ég lýsi eftir týndu peningaveski. Svona þegar ég spái í það má finnandinn eiga veskið. Ég kaupi mér bara nýtt. Mínímalískara í útliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Lýsi eftir forljótu peningaveski. Án þess tóri ég við illan leik. Subbulega gráhvítt með appelsínugulum doppum og svörtum rennilás. Inniheldur sund- og greiðslukort. Nemendafélagsskírteini og vitaskuld slatta af inneignarnótum. Á alltaf yfrið nóg af þvældum inneignarnótum. Velti því fyrir mér hvort það að sanka þeim að sér séu leifar þess að hafa verið kreppuunglingur. Þá átti ég ekki peningaveski enda átti ég ekki pening en stundum inneignarnótur. Árið 2008 var ég fimmtán ára og leit efnahagshrunið alvarlegum augum. Horfði fýld í kámuga spegilmynd og tók mig hátíðlega. Með fitugt hár og hnausþykk gleraugu. Kveið skólasundi og því að vaxa úr grasi og eiga ekki til hnífs og skeiðar. Arkaði á hælaskökkum kuldaskóm út í næsta útibú Íslandsbanka og tók út pening sem ég hugðist geyma í gömlum sokk. Hengdi upp atvinnuauglýsingu í Kjötborg: Ábyrg ung kona tekur að sér að passa börn fyrir dálitla þóknun sem hún mun leggja til hliðar og borga þannig háskólanám fyrir framtíðarbörn sín sem verða sennilega vannærð og skinhoruð. Það var stemning að vera kreppuunglingur. Samkvæmt lífsstílsblöðum voru fokdýr second hand föt krepputíska ásamt lopapeysum, hraunmolaarmböndum og handtöskum úr þæfðri ull. Fullorðnir fjárfestu í frystikistum og barmafylltu þær af alls konar óþverra. Vandræðaunglingur í götunni minni lyklaði Range Rover föður síns. Það var logandi gaman og æsilegt að vera til. Með öðrum orðum var ég ofurseld hugmyndinni um kreppuna sem lífsstíl. Núna er öldin önnur. Þar sem ég er stödd í miðju auga hvirfilbylsins kem ég ekki auga á neysluviðmiðin sem stýra mér. Veit bara að ég safna ekki pening í sokk og ímynda mér nú framtíðarbörnin þybbin og stríðalin. Þau fúlsi jafnvel við útréttri og sinaberri hjálparhendi móður sinnar. En eins og fyrr kom fram: Ég lýsi eftir týndu peningaveski. Svona þegar ég spái í það má finnandinn eiga veskið. Ég kaupi mér bara nýtt. Mínímalískara í útliti.