Í stuttbuxum með glas í hönd Elín Albertsdóttir skrifar 30. janúar 2016 11:00 Halldór á von á skemmtilegum vetri enda hlakkar hann til sýninga á Mamma Mia þar sem hann leikur Bill. MYND/STEFÁN Halldór Gylfason leikari æfir sporin í söngleiknum Mamma Mia um þessar mundir en frumsýning verður í mars. Söngleikurinn hefur slegið í gegn um allan heim eins og bíómyndin. Rífandi fjörug tónlist ABBA nær að hugfanga fólk á öllum aldri. Halldór fer með hlutverk Bills. Hann er einn þeirra karla sem gætu verið faðir aðalsöguhetjunnar, Sophie, og kemur til grísku eyjunnar til að vera viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar. „Þetta er kall sem kann að njóta lífsins, mátulega frjáls og kærulaus. Við erum þessa dagana að læra sporin, dansana, lögin og textana. Maður mætir í vinnuna og það eru allir glaðir og í svaka stuði, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Halldór. „Við erum á stuttbuxum í einhverri draumaveröld sem er grísk eyja. Við fáum meira að segja flotta drykki og hittum flottar píur. Þetta er draumhlutverk,“ segir hann. „Verkið fjallar bara um að vera hress og í stuði. Óður til lífsins. Íslendingar eiga eftir að falla fyrir þessu, enda ekki annað hægt. Lögin eru grípandi og allir þekkja þau,“ segir Halldór.Fegurð í fjölbreytni Hann segist aldrei hafa verið sjúkur ABBA-aðdáandi en viðurkennir að þetta séu flott og vel samin lög. Þórarinn Eldjárn hefur þýtt verkið á frábæran hátt. „Honum hefur tekist að gera þetta lipurlega og með hnyttni. Það er auðvelt að syngja textana,“ segir Halldór og bætir við að um tuttugu manns komi að sýningunni. Halldór hefur starfað við Borgarleikhúsið í sautján ár. Billy Elliot og Lína Langsokkur hafa tekið allan hans tíma síðasta árið og búast má við að Mamma Mia taki síðan við. „Ég er einmitt að leika í eitt hundruðustu sýningunni á Línu um helgina og hundruðustu sýningunni á Billy Elliot. Þetta eru frábærar sýningar svo maður fær aldrei leiða á þeim. Áhorfendur hrífast með og maður finnur þennan góða anda á sýningunum. Fólk gengur út með bros á vör en þá er einmitt gaman að vinna í leikhúsi. Það er helst að maður verði leiður á rútínunni baksvið, maður labbar út af leiksviðinu og þá eru alltaf sömu manneskjur á sama stað sem mæta manni. Baksviðs er þetta líklega svolítið „Groundhog Day“. Maður kemur sér upp ákveðnum venjum, kíkir á símann, fær sér vatn og þess háttar. Fegurðin í starfinu felst í fjölbreytninni. Nýtt hlutverk, nýtt ævintýri.“ Á milli þess sem Halldór spriklar á sviðinu les hann inn á teiknimyndir. Hann var til dæmis í stóru hlutverki í bíómyndinni Turbo. Einnig var hann rödd í Lego-bíómyndinni. Á tímabili las hann inn á allnokkrar teiknimyndir fyrir sjónvarp.Unnið allar helgar Halldór er kvæntur og á tvö börn, 18 ára son og 14 ára dóttur. „Þau eru orðin vön þessum skrítna vinnutíma hjá mér. Ég er að vinna allar helgar. Stundum eru frístundirnar ekki margar. Plúsinn er þó sá að oft er ég heima á virkum dögum þegar engar æfingar eru. Þá get ég verið heima þegar þau koma heim úr skólanum. Það er lítið um djamm hjá mér sem er fúlt þar sem ég er svo mikill partíkarl, ég vil taka upp gítarinn og syngja. Mér finnst líka rosagaman að fara í matarboð. Ég nota sumarið vel til að fara í sumarbústað eða til útlanda með fjölskyldunni. Leikaralífið er öðruvísi en hjá þeim sem vinna frá 9-5. Annars er ég í fríi á sunnudagskvöldið og ætla að bjóða fólki í mat. Mér finnst mjög gaman að elda og hugsa lengi um hvað ég ætla að matreiða. Við hjónin skiptumst á að elda. Hún er reyndar betri kokkur, en ég hef gaman af að prófa eitthvað nýtt, hún er hefðbundnari.“Halldór á mörg áhugamál fyrir utan leikhúsið. Leiklistin hefur þó tekið flestan hans tíma undanfarið, enda hefur hann verið í stærstu sýningum Borgarleikhússins.MYND/STEFÁNGeirfuglar og veiði Halldór á mörg áhugamál. Eitt þeirra er fluguveiði sem hann reynir að stunda á sumrin. Síðan er hann forfallinn fótboltaaðdáandi. Hann lék með Þrótti á yngri árum og hefur fylgst með liðinu í blíðu og stríðu. „Ég stundaði hestamennsku á mínum yngri árum en pabbi og bróðir minn eru með hesta. Ég hef góðan aðgang að hestum og skrepp oft í hesthúsin,“ segir hann. Stærsta áhugamál Halldórs er tónlistin. Hann hefur leikið með hljómsveitinni Geirfuglunum í mörg ár. „Við höfum ekki leikið mikið undanfarið,“ viðurkennir hann. Halldór hefur samið mikið af lögum og var með einkatónleika á Kexi á síðasta ári sem tókust mjög vel. „Ég hef samið lög og texta frá því ég var 18 ára. Svo spái ég mikið í tónlist annarra. Þessa dagana hlusta ég mikið á Júníus Meyvant og Teit Magnússon. Svo er ég alltaf Zappa-aðdáandi. Ég er líka klassíkunnandi. Þegar ég er einn heima hef ég góða tónlist í kringum mig,“ segir Halldór sem er sömuleiðis öflugur bridsspilari. Hann keppti í íþróttinni á unglingsárum. Núna finnst mér ágætt að spila brids og skrafla á netinu. Stundum er hringt í mig þegar vantar mann á bridsspilaborð. Svo reyni ég að komast reglulega í ræktina með félaga mínum. Það er mjög gaman. Mér finnst nauðsynlegt að hreyfa mig og enn skemmtilegra að hafa félagsskap. Líkaminn er mitt hljóðfæri sem þarf að hlúa vel að,“ útskýrir hann. Í þeim leikritum sem Halldór hefur tekið þátt í undanfarið er talsverð mikil líkamsrækt og það heldur áfram í Mamma Mia svo eins gott að vera í góðu formi.Geirfuglarnir hafa ekki komið saman lengi en vonandi rætist úr því með vorinu.Syngjandi gleði Halldór segist vera bjartsýnn á veturinn. „Ég verð voða mikið á stuttbuxum, heltanaður, með glas í hendi uppi á leiksviði út þennan vetur. Ég sé sæng mína upp reidda með syngjandi gleði. Ég hlakka líka mikið til að fylgjast með mínum mönnum í Þrótti í efstu deild í sumar,“ segir hann. Góður leikarahópur er með Halldóri í Mamma Mia og má þarf meðal annars nefna Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, Esther Taliu Casey, Arnar Dan Kristjánsson, Helga Björnsson, Eystein Sigurðarson og Brynhildi Guðjónsdóttur. Eins og flestir muna var úrvals leikaralið í bíómyndinni sem allir dáðu með Meryl Street í fararbroddi. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Halldór Gylfason leikari æfir sporin í söngleiknum Mamma Mia um þessar mundir en frumsýning verður í mars. Söngleikurinn hefur slegið í gegn um allan heim eins og bíómyndin. Rífandi fjörug tónlist ABBA nær að hugfanga fólk á öllum aldri. Halldór fer með hlutverk Bills. Hann er einn þeirra karla sem gætu verið faðir aðalsöguhetjunnar, Sophie, og kemur til grísku eyjunnar til að vera viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar. „Þetta er kall sem kann að njóta lífsins, mátulega frjáls og kærulaus. Við erum þessa dagana að læra sporin, dansana, lögin og textana. Maður mætir í vinnuna og það eru allir glaðir og í svaka stuði, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Halldór. „Við erum á stuttbuxum í einhverri draumaveröld sem er grísk eyja. Við fáum meira að segja flotta drykki og hittum flottar píur. Þetta er draumhlutverk,“ segir hann. „Verkið fjallar bara um að vera hress og í stuði. Óður til lífsins. Íslendingar eiga eftir að falla fyrir þessu, enda ekki annað hægt. Lögin eru grípandi og allir þekkja þau,“ segir Halldór.Fegurð í fjölbreytni Hann segist aldrei hafa verið sjúkur ABBA-aðdáandi en viðurkennir að þetta séu flott og vel samin lög. Þórarinn Eldjárn hefur þýtt verkið á frábæran hátt. „Honum hefur tekist að gera þetta lipurlega og með hnyttni. Það er auðvelt að syngja textana,“ segir Halldór og bætir við að um tuttugu manns komi að sýningunni. Halldór hefur starfað við Borgarleikhúsið í sautján ár. Billy Elliot og Lína Langsokkur hafa tekið allan hans tíma síðasta árið og búast má við að Mamma Mia taki síðan við. „Ég er einmitt að leika í eitt hundruðustu sýningunni á Línu um helgina og hundruðustu sýningunni á Billy Elliot. Þetta eru frábærar sýningar svo maður fær aldrei leiða á þeim. Áhorfendur hrífast með og maður finnur þennan góða anda á sýningunum. Fólk gengur út með bros á vör en þá er einmitt gaman að vinna í leikhúsi. Það er helst að maður verði leiður á rútínunni baksvið, maður labbar út af leiksviðinu og þá eru alltaf sömu manneskjur á sama stað sem mæta manni. Baksviðs er þetta líklega svolítið „Groundhog Day“. Maður kemur sér upp ákveðnum venjum, kíkir á símann, fær sér vatn og þess háttar. Fegurðin í starfinu felst í fjölbreytninni. Nýtt hlutverk, nýtt ævintýri.“ Á milli þess sem Halldór spriklar á sviðinu les hann inn á teiknimyndir. Hann var til dæmis í stóru hlutverki í bíómyndinni Turbo. Einnig var hann rödd í Lego-bíómyndinni. Á tímabili las hann inn á allnokkrar teiknimyndir fyrir sjónvarp.Unnið allar helgar Halldór er kvæntur og á tvö börn, 18 ára son og 14 ára dóttur. „Þau eru orðin vön þessum skrítna vinnutíma hjá mér. Ég er að vinna allar helgar. Stundum eru frístundirnar ekki margar. Plúsinn er þó sá að oft er ég heima á virkum dögum þegar engar æfingar eru. Þá get ég verið heima þegar þau koma heim úr skólanum. Það er lítið um djamm hjá mér sem er fúlt þar sem ég er svo mikill partíkarl, ég vil taka upp gítarinn og syngja. Mér finnst líka rosagaman að fara í matarboð. Ég nota sumarið vel til að fara í sumarbústað eða til útlanda með fjölskyldunni. Leikaralífið er öðruvísi en hjá þeim sem vinna frá 9-5. Annars er ég í fríi á sunnudagskvöldið og ætla að bjóða fólki í mat. Mér finnst mjög gaman að elda og hugsa lengi um hvað ég ætla að matreiða. Við hjónin skiptumst á að elda. Hún er reyndar betri kokkur, en ég hef gaman af að prófa eitthvað nýtt, hún er hefðbundnari.“Halldór á mörg áhugamál fyrir utan leikhúsið. Leiklistin hefur þó tekið flestan hans tíma undanfarið, enda hefur hann verið í stærstu sýningum Borgarleikhússins.MYND/STEFÁNGeirfuglar og veiði Halldór á mörg áhugamál. Eitt þeirra er fluguveiði sem hann reynir að stunda á sumrin. Síðan er hann forfallinn fótboltaaðdáandi. Hann lék með Þrótti á yngri árum og hefur fylgst með liðinu í blíðu og stríðu. „Ég stundaði hestamennsku á mínum yngri árum en pabbi og bróðir minn eru með hesta. Ég hef góðan aðgang að hestum og skrepp oft í hesthúsin,“ segir hann. Stærsta áhugamál Halldórs er tónlistin. Hann hefur leikið með hljómsveitinni Geirfuglunum í mörg ár. „Við höfum ekki leikið mikið undanfarið,“ viðurkennir hann. Halldór hefur samið mikið af lögum og var með einkatónleika á Kexi á síðasta ári sem tókust mjög vel. „Ég hef samið lög og texta frá því ég var 18 ára. Svo spái ég mikið í tónlist annarra. Þessa dagana hlusta ég mikið á Júníus Meyvant og Teit Magnússon. Svo er ég alltaf Zappa-aðdáandi. Ég er líka klassíkunnandi. Þegar ég er einn heima hef ég góða tónlist í kringum mig,“ segir Halldór sem er sömuleiðis öflugur bridsspilari. Hann keppti í íþróttinni á unglingsárum. Núna finnst mér ágætt að spila brids og skrafla á netinu. Stundum er hringt í mig þegar vantar mann á bridsspilaborð. Svo reyni ég að komast reglulega í ræktina með félaga mínum. Það er mjög gaman. Mér finnst nauðsynlegt að hreyfa mig og enn skemmtilegra að hafa félagsskap. Líkaminn er mitt hljóðfæri sem þarf að hlúa vel að,“ útskýrir hann. Í þeim leikritum sem Halldór hefur tekið þátt í undanfarið er talsverð mikil líkamsrækt og það heldur áfram í Mamma Mia svo eins gott að vera í góðu formi.Geirfuglarnir hafa ekki komið saman lengi en vonandi rætist úr því með vorinu.Syngjandi gleði Halldór segist vera bjartsýnn á veturinn. „Ég verð voða mikið á stuttbuxum, heltanaður, með glas í hendi uppi á leiksviði út þennan vetur. Ég sé sæng mína upp reidda með syngjandi gleði. Ég hlakka líka mikið til að fylgjast með mínum mönnum í Þrótti í efstu deild í sumar,“ segir hann. Góður leikarahópur er með Halldóri í Mamma Mia og má þarf meðal annars nefna Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, Esther Taliu Casey, Arnar Dan Kristjánsson, Helga Björnsson, Eystein Sigurðarson og Brynhildi Guðjónsdóttur. Eins og flestir muna var úrvals leikaralið í bíómyndinni sem allir dáðu með Meryl Street í fararbroddi.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira