Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 12:17 Gylfi sakar Rio Tinto um lögbrot. vísir Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir það ráðast á næstu dögum til hvaða aðgerða verði gripið í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. Yfirvinnu- og úflutningsbann komi til greina, sem og allsherjarverkfall. Hann sakar stjórn Rio Tinto um brot á lögum. Deiluaðilar settust við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var stuttur og árangurslaus, að sögn Gylfa. Bundnar voru vonir við að frekari svör fengjust um hvort fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna næði fram að ganga hér á landi, en Gylfi segir þá skipun á skjön við íslensk lög. „Það er gefin út þessi yfirlýsing af aðalforstjóra samsteypunnar. En svo skrítið sem það er þá er ÍSAL hér undir íslenskum lögum og er skráð sem hlutafélag á Íslandi með stjórn og það virðist ekkert fara í gegnum stjórn fyrirtækisins heldur kemur bara boðskapur að utan og ég skil ekki hvernig Samtök atvinnulífsins, sem ÍSAL er aðili að, getur sætt sig við svona vinnubrögð vegna þess að þetta er á skjön við allt. Við íslensk lög og við íslenska launastefnu,” segir Gylfi. Hann segir eina kostinn í stöðunni að skapa aukinn þrýsting á fyrirtækið. Fundað verði með starfsfólki á næstu dögum og í kjölfarið tekin ákvörðun um aðgerðir. „Þegar staðan er svona þá þarf að skapa aukinn þrýsting til að fá menn að borðinu og ræða málin í fúlustu alvöru. Það er verið að móta samræmda launastefnu og það er útilokað að aðalforstjóri segi til hvernig leikreglur eigi að vera á Íslandi.”Hvers eðlis yrðu þessar aðgerðir? „Það er hægt að vera með staðbundnar aðgerðir á ýmsum deildum, útflutningsbann, yfirvinnubann, og hægt að grípa til þess að fara í allsherjar verkfall. Það verið að skooða það sem hrífur best. Við erum í þessum aðgerðum til að skapa þrýsting til að ná sambærilegum samningum og á almennum markaði.“ Þá segir hann mikilvægt að lausn finnist sem fyrst, starfsandinn innan fyrirtækisins sé afleitur eins og staðan sé nú. „Það segir sig sjálft þegar stjórnendur hafa ekkert umboð til að taka á málum sem skipta máli eins og kjaramálum þá er fyrirtækið bara étið innan frá. Fjöldinn allur af starfsmönnum, lykilmönnum og stjórnendumm, hefur hætt að undanförnu,“ segir Gylfi. Álverskosningar Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. 7. janúar 2016 10:42 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir það ráðast á næstu dögum til hvaða aðgerða verði gripið í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. Yfirvinnu- og úflutningsbann komi til greina, sem og allsherjarverkfall. Hann sakar stjórn Rio Tinto um brot á lögum. Deiluaðilar settust við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var stuttur og árangurslaus, að sögn Gylfa. Bundnar voru vonir við að frekari svör fengjust um hvort fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna næði fram að ganga hér á landi, en Gylfi segir þá skipun á skjön við íslensk lög. „Það er gefin út þessi yfirlýsing af aðalforstjóra samsteypunnar. En svo skrítið sem það er þá er ÍSAL hér undir íslenskum lögum og er skráð sem hlutafélag á Íslandi með stjórn og það virðist ekkert fara í gegnum stjórn fyrirtækisins heldur kemur bara boðskapur að utan og ég skil ekki hvernig Samtök atvinnulífsins, sem ÍSAL er aðili að, getur sætt sig við svona vinnubrögð vegna þess að þetta er á skjön við allt. Við íslensk lög og við íslenska launastefnu,” segir Gylfi. Hann segir eina kostinn í stöðunni að skapa aukinn þrýsting á fyrirtækið. Fundað verði með starfsfólki á næstu dögum og í kjölfarið tekin ákvörðun um aðgerðir. „Þegar staðan er svona þá þarf að skapa aukinn þrýsting til að fá menn að borðinu og ræða málin í fúlustu alvöru. Það er verið að móta samræmda launastefnu og það er útilokað að aðalforstjóri segi til hvernig leikreglur eigi að vera á Íslandi.”Hvers eðlis yrðu þessar aðgerðir? „Það er hægt að vera með staðbundnar aðgerðir á ýmsum deildum, útflutningsbann, yfirvinnubann, og hægt að grípa til þess að fara í allsherjar verkfall. Það verið að skooða það sem hrífur best. Við erum í þessum aðgerðum til að skapa þrýsting til að ná sambærilegum samningum og á almennum markaði.“ Þá segir hann mikilvægt að lausn finnist sem fyrst, starfsandinn innan fyrirtækisins sé afleitur eins og staðan sé nú. „Það segir sig sjálft þegar stjórnendur hafa ekkert umboð til að taka á málum sem skipta máli eins og kjaramálum þá er fyrirtækið bara étið innan frá. Fjöldinn allur af starfsmönnum, lykilmönnum og stjórnendumm, hefur hætt að undanförnu,“ segir Gylfi.
Álverskosningar Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. 7. janúar 2016 10:42 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. 7. janúar 2016 10:42
Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35