Mikil lúxusbílasala í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2016 12:08 Bentley bíll í Rússlandi. theautochannel Þrátt fyrir að sala bíla í heild í Rússlandi hafi hrunið á allra síðustu árum á það ekki við sölu lúxusbíla þar eystra. Í fyrra minnkaði sala bíla í Rússlandi um 36% en sala lúxusbíla jókst. Þannig seldust bílar frá Porsche, Bentley og Rolls Royce mjög vel. Þetta sýnir ef til vill hversu misskipting auðæva í Rússlandi er mikil, en laun hafa lækkað í Rússlandi og almenningur hefur ekki lengur efni á að kaupa bíla, en þeir sem efnameiri eru halda áfram að græða og fjárfesta í dýrum lúxusvarningi. Það gera þeir nú fyrir lægra verð en áður þar sem rússneska rúblan hefur fallið ört, t.d. um 20% á síðasta ári gagnvart dollar. Því eru lúxusbílar fremur ódýrir núna í Rússlandi og sem dæmi kostar Porsche 911 Turbo S sem samsvarar 151.687 dollurum í Rússlandi en 200.400 dollara í Bandaríkjunum, en þar eru bílar samt yfirleitt ódýrir í samanburði við Evrópu. Einhver dæmi eru um lúxusbíla þar sem enn meira munar og allt að því að vera helmingi ódýrari í Rússlandi en í Bandaríkjunum og því hafa sumir efnaðir Rússar fjárfest í þeim í stað þess að eiga sífallandi rúblur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan á áttunda áratugnum í Moskvu er aðeins 3 Mercedes Benz bílar voru á götum borgarinnar, einn í eigu Leonid Brezhnev, annar í eigu Anatoly Karpov skákmanns og sá þriðji í eigu lagasmiðsins Vladimir Vysotsky. Sala Bentley jókst um 7% í Rússlandi í fyrra, 5% hjá Bentley, 12% hjá Porsche og 6% hjá Lexus. Reyndar eru Porsche og Lexus einu bílmerkin sem aukið hafa sölu bíla sinna ár hvert frá 2012, eða síðan bílasalan hrundi í Rússlandi. Verð á Lada Granta fólksbíl í Rússlandi er aðeins 4.694 dollarar, eða 610.000 kr. en samt gengur illa að selja svo ódýran bíl, en það skýrist ef til vill af því að meðaltalslaun almennings í Rússlandi er aðeins 70.600 krónur, svo það tæki hinn almenna borgara 8,6 mánuði að borga slíkan bíl með öllum sínum launum. Rolls Royce Ghost, sem selst bara býsna vel í Rússlandi í fyrra kostar hinsvegar þar 31,3 milljónir, eða 51 sinnum meira er Ladan. Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent
Þrátt fyrir að sala bíla í heild í Rússlandi hafi hrunið á allra síðustu árum á það ekki við sölu lúxusbíla þar eystra. Í fyrra minnkaði sala bíla í Rússlandi um 36% en sala lúxusbíla jókst. Þannig seldust bílar frá Porsche, Bentley og Rolls Royce mjög vel. Þetta sýnir ef til vill hversu misskipting auðæva í Rússlandi er mikil, en laun hafa lækkað í Rússlandi og almenningur hefur ekki lengur efni á að kaupa bíla, en þeir sem efnameiri eru halda áfram að græða og fjárfesta í dýrum lúxusvarningi. Það gera þeir nú fyrir lægra verð en áður þar sem rússneska rúblan hefur fallið ört, t.d. um 20% á síðasta ári gagnvart dollar. Því eru lúxusbílar fremur ódýrir núna í Rússlandi og sem dæmi kostar Porsche 911 Turbo S sem samsvarar 151.687 dollurum í Rússlandi en 200.400 dollara í Bandaríkjunum, en þar eru bílar samt yfirleitt ódýrir í samanburði við Evrópu. Einhver dæmi eru um lúxusbíla þar sem enn meira munar og allt að því að vera helmingi ódýrari í Rússlandi en í Bandaríkjunum og því hafa sumir efnaðir Rússar fjárfest í þeim í stað þess að eiga sífallandi rúblur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan á áttunda áratugnum í Moskvu er aðeins 3 Mercedes Benz bílar voru á götum borgarinnar, einn í eigu Leonid Brezhnev, annar í eigu Anatoly Karpov skákmanns og sá þriðji í eigu lagasmiðsins Vladimir Vysotsky. Sala Bentley jókst um 7% í Rússlandi í fyrra, 5% hjá Bentley, 12% hjá Porsche og 6% hjá Lexus. Reyndar eru Porsche og Lexus einu bílmerkin sem aukið hafa sölu bíla sinna ár hvert frá 2012, eða síðan bílasalan hrundi í Rússlandi. Verð á Lada Granta fólksbíl í Rússlandi er aðeins 4.694 dollarar, eða 610.000 kr. en samt gengur illa að selja svo ódýran bíl, en það skýrist ef til vill af því að meðaltalslaun almennings í Rússlandi er aðeins 70.600 krónur, svo það tæki hinn almenna borgara 8,6 mánuði að borga slíkan bíl með öllum sínum launum. Rolls Royce Ghost, sem selst bara býsna vel í Rússlandi í fyrra kostar hinsvegar þar 31,3 milljónir, eða 51 sinnum meira er Ladan.
Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent