Aðför að opinberum starfsmönnum Guðríður Arnardóttir skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun