Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. febrúar 2016 15:13 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún. Stjórnmálavísir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Við erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í morgun og vísaði til frétta af Borgunarmálinu og fréttar DV frá því í morgun um milljarðabónsugreiðslur til starfsmanna ALMC, gamla Straums-Burðaráss. DV greindi í morgun frá því að eignaumsýslufélagið ALMC hefði greitt 20-30 núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins bónusa upp á jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna í desember síðastliðnum, samkvæmt ónafngreindum heimildum. Bjarkey sagði að dag eftir dag væri boðið upp á farsa í boði Landsbankans og Borgunar. „Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðildar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins,“ sagði hún. Þingkonan sagði að vel gæti verið að engin lög hefðu verið brotin en að gjörningurinn, salan á Borgun, væri algerlega siðlaus gagnvart íslensku þjóðinni sem hún teldi hafa orðið af miklum fjármunum í sameiginlega sjóði. „Það er enginn lærdómur, virðulegi forseti. Finnst okkur eitthvað skrýtið að stórum hluta landsmanna blöskri hvernig þetta er og hafi enga tiltrú á fjármálakerfinu?“ spurði þingkonan en bætti við að svona þyrfti þetta ekki að vera. „Við þurfum að byrja á því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarbanka til að lágmarka áhættu þjóðarbúsins.“ Bjarkey kallaði líka eftir því sem hún kallaði lesstund á Alþingi og þá sérstaklega fyrir ríkisstjórnarflokkana. „Þar ætti helst að lesa um einkavinavæðingu bankanna upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En fyrir það fyrsta þurfum við að koma þessari einkavinavæðingarvildarvinahægriríkisstjórn frá,“ sagði hún.
Stjórnmálavísir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira