Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. febrúar 2016 20:55 Frá einni af fyrstu aðgerðunum þegar gervibarki var græddur í manneskju. vísir/epa/epa Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hefur verið talsvert til umræðu undanfarin ár. Fyrst fyrir það sem virtust vera læknisfræðileg afrek en síðustu á fyrir að hafa falsað niðurstöður og undirskriftir í tengslum við rannsóknir sínar og aðgerðir. Nú er útlit fyrir að læknirinn hafi í raun lifað ævintýralegu tvöföldu lífi sem hljómar nánast eins og atriði úr bíómynd. Fjallað er um málið í Vanity Fair. Macchiarini komst í heimsfréttirnar þegar hann græddi plastbarka, sem hafði legið í stofnfrumum, í Ertitreumanninn Andemariam Beyene en Beyene stundaði á þeim tíma nám við Háskóla Íslands. Áður hafði hann komist í fréttirnar þegar hann var fyrsti læknirinn í heiminum til að græða barka, úr líffæragjafa, sem legið hafði í stofnfrumum úr beinmerg í mann. Tveir íslenskir læknar voru meðhöfundar greinar sem birt var í The Lancet um aðgerðina. Aðgerðunum fylgdi talsverð frægð og frami og vildu fjölmiðlar um víða veröld fjalla um afrek Ítalans. Þeirra á meðal var NBC sjónvarpsstöðin en stöðin gerði heimildarmynd um störf Macchiarini sem kom út árið 2014 og nefndist A Leap of Faith. Hjá NBC starfaði Benita Alexander sem pródúser en hún hlaut meðal annars Emmy verðlaun árið 2009, ásamt öðrum, fyrir myndina Inside the Obama White House. Alexander starfaði við gerð myndarinnar um Macchiarini og felldu þau hugi saman.Sjá einnig:Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Samband þeirra hófst árið 2009 meðal annars með rómantískri ferð til Feneyja og heimsókn hennar til Stokkhólms þar sem Macchiarini starfaði. Á þessum tíma var Macchiarini giftur en sagði Alexander að hann stæði í skilnaði. Raunin var hins vegar sú að samhliða sambandi þeirra átti hann enn konu og tvö börn. Á jóladag árið 2013 bað Macchiarini Alexander um að giftast sér og árið eftir ferðuðust þau víðsvegar um heiminn. Brúðkaupið átti að fara fram sumarið 2015 og sparaði Macchiarini ekki stóru orðin í aðdraganda þess. Bæði áttu þau það sameiginlegt að vera fráskilin, sem er illa liðið innan kaþólsku kirkjunnar, en Macchiarini sagði að hann myndi laga það þar sem hann væri „persónulegur einkalæknir páfans“.Sjá einnig:Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Í október 2014 tjáði hann Alexander að páfinn hefði lagt blessun sína á hjónabandið og rúmlega það. „Hann [Macchiarini] sagði mér að páfinn hefði boðið okkur að brúðkaupið myndi fara fram í Gandolfo kastala [sumarhúsi páfans] og að páfinn sjálfur myndi gefa þau saman,“ sagði Alexander við Vanity Fair. Meðal gesta sem von var á í brúðkaupið má nefna Barack og Michelle Obama, Bill og Hillary Clinton, Vladimir Pútín og Nicolas Sarkozy. Engin annar en Andrea Boccelli átti að syngja við athöfnina. Nokkrum mánuðum áður en brúðkaupið átti að fara fram fékk Alexander tölvupóst frá félaga sínum. Þar mátti finna ferðaáætlun páfans fyrir sumarið 2015 en um það leyti sem hann átti að gefa þau saman var hann bókaður í ferð um Suður-Ameríku. Trúlofuninni var slitið þegar í stað. Í ljós kom að samhliða því að eiga í sambandi við Alexander bjó Macchiarini einnig með konu sinni og tveimur börnum. „Þetta var ekki einhver gaur sem ég pikkaði upp á bar,“ sagði Alexander aðspurð um hvort hún hefði aldrei efast um sögu unnusta síns. „Þetta var rómaður og farsæll skurðlæknir sem við höfðum elt um veröldina í tengslum við heimildarmyndina. Sú hugsun, að hann væri að ljúga þessu öllu saman, var í raun súrrealísk. Sagan var of fáránleg til að geta verið lygi.“ Umfjöllunina í heild sinni má lesa inn á vef Vanity Fair en þar er einnig komið inn á það hvernig Macchiarini virðist hafa falsað ferilskrá sína. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ "Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ 28. maí 2015 13:58 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hefur verið talsvert til umræðu undanfarin ár. Fyrst fyrir það sem virtust vera læknisfræðileg afrek en síðustu á fyrir að hafa falsað niðurstöður og undirskriftir í tengslum við rannsóknir sínar og aðgerðir. Nú er útlit fyrir að læknirinn hafi í raun lifað ævintýralegu tvöföldu lífi sem hljómar nánast eins og atriði úr bíómynd. Fjallað er um málið í Vanity Fair. Macchiarini komst í heimsfréttirnar þegar hann græddi plastbarka, sem hafði legið í stofnfrumum, í Ertitreumanninn Andemariam Beyene en Beyene stundaði á þeim tíma nám við Háskóla Íslands. Áður hafði hann komist í fréttirnar þegar hann var fyrsti læknirinn í heiminum til að græða barka, úr líffæragjafa, sem legið hafði í stofnfrumum úr beinmerg í mann. Tveir íslenskir læknar voru meðhöfundar greinar sem birt var í The Lancet um aðgerðina. Aðgerðunum fylgdi talsverð frægð og frami og vildu fjölmiðlar um víða veröld fjalla um afrek Ítalans. Þeirra á meðal var NBC sjónvarpsstöðin en stöðin gerði heimildarmynd um störf Macchiarini sem kom út árið 2014 og nefndist A Leap of Faith. Hjá NBC starfaði Benita Alexander sem pródúser en hún hlaut meðal annars Emmy verðlaun árið 2009, ásamt öðrum, fyrir myndina Inside the Obama White House. Alexander starfaði við gerð myndarinnar um Macchiarini og felldu þau hugi saman.Sjá einnig:Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Samband þeirra hófst árið 2009 meðal annars með rómantískri ferð til Feneyja og heimsókn hennar til Stokkhólms þar sem Macchiarini starfaði. Á þessum tíma var Macchiarini giftur en sagði Alexander að hann stæði í skilnaði. Raunin var hins vegar sú að samhliða sambandi þeirra átti hann enn konu og tvö börn. Á jóladag árið 2013 bað Macchiarini Alexander um að giftast sér og árið eftir ferðuðust þau víðsvegar um heiminn. Brúðkaupið átti að fara fram sumarið 2015 og sparaði Macchiarini ekki stóru orðin í aðdraganda þess. Bæði áttu þau það sameiginlegt að vera fráskilin, sem er illa liðið innan kaþólsku kirkjunnar, en Macchiarini sagði að hann myndi laga það þar sem hann væri „persónulegur einkalæknir páfans“.Sjá einnig:Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Í október 2014 tjáði hann Alexander að páfinn hefði lagt blessun sína á hjónabandið og rúmlega það. „Hann [Macchiarini] sagði mér að páfinn hefði boðið okkur að brúðkaupið myndi fara fram í Gandolfo kastala [sumarhúsi páfans] og að páfinn sjálfur myndi gefa þau saman,“ sagði Alexander við Vanity Fair. Meðal gesta sem von var á í brúðkaupið má nefna Barack og Michelle Obama, Bill og Hillary Clinton, Vladimir Pútín og Nicolas Sarkozy. Engin annar en Andrea Boccelli átti að syngja við athöfnina. Nokkrum mánuðum áður en brúðkaupið átti að fara fram fékk Alexander tölvupóst frá félaga sínum. Þar mátti finna ferðaáætlun páfans fyrir sumarið 2015 en um það leyti sem hann átti að gefa þau saman var hann bókaður í ferð um Suður-Ameríku. Trúlofuninni var slitið þegar í stað. Í ljós kom að samhliða því að eiga í sambandi við Alexander bjó Macchiarini einnig með konu sinni og tveimur börnum. „Þetta var ekki einhver gaur sem ég pikkaði upp á bar,“ sagði Alexander aðspurð um hvort hún hefði aldrei efast um sögu unnusta síns. „Þetta var rómaður og farsæll skurðlæknir sem við höfðum elt um veröldina í tengslum við heimildarmyndina. Sú hugsun, að hann væri að ljúga þessu öllu saman, var í raun súrrealísk. Sagan var of fáránleg til að geta verið lygi.“ Umfjöllunina í heild sinni má lesa inn á vef Vanity Fair en þar er einnig komið inn á það hvernig Macchiarini virðist hafa falsað ferilskrá sína.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ "Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ 28. maí 2015 13:58 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13
Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59
Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ "Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ 28. maí 2015 13:58
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið