Staðráðin í að koma leikritinu til Íslands Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 10:30 Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir vinna að nýju leikverki saman, Andaðu. vísir/Villhelm „Samstarfið hófst þegar mamma mín, hún Þórey, stakk leikritinu að mér fyrir nokkru og bað mig að lesa það. Ég tók við því og las það í flugvél á leiðinni til Íslands, þar sem ég átti í miklu basli við að halda andliti í þeim tilfinningarússíbana sem sagan fór með mig í. Frá þeim tímapunkti vorum við staðráðnar í að koma leikritinu til Íslands. Ég vann þýðinguna og svo kom Þorvaldur Davíð til leiks sem þriðja manneskjan í uppsetningunni,“ segir Hera Hilmarsdóttir leikkona. Leikfélagið Fljúgandi fiskar ásamt þeim Þorvaldi og Heru undirbúa nú að koma leikverkinu Andaðu á svið og hefur sú ákvörðun verið tekin að hefja ferlið á opnum leiklestri í Iðnó mánudaginn 22. febrúar. Verkinu er leikstýrt af Þóreyju Sigþórsdóttur og unnið í samvinnu við Sviðslistakonur 50 plús og styrkt af Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar. „Leikritið Andaðu er að mörgu leyti mjög áhugavert verk. Flæðir skemmtilega og talsmátinn einkar nútímalegur og afslappaður án þess þó að vera afstöðulaus. Það eru líka margir flottir þræðir í gegnum verkið. Samband manns og konu, samband manns við sjálfan sig og umheiminn. Verkið veltir upp mörgum spurningum sem ungt fólk í dag stendur frammi fyrir. Það snertir á alvarleika lífsins en er um leið fullt af húmor fyrir því hversdagslega í samskiptum fólks,“ segir Þorvaldur Davíð aðspurður um innihald verksins. Þorvaldur Davíð og Hera léku síðast saman í kvikmyndinni Vonarstræti, sem sló öll aðsóknarmet þegar hún var sýnd og hreppti Hera meðal annars Edduna sem besta leikkona í aðalhlutverki. „Við Þorvaldur höfðum unnið náið saman áður og þekkjumst því vel sem er sérlega gott fyrir þessa vinnu og persónurnar í verkinu,“ segir Hera. „Já, við höfum þekkst frá því við lékum saman í kvikmyndinni Vonarstræti. Hera hafði svo samband við mig og kynnti mig fyrir verkinu, ég varð strax hrifin af verkinu,“ bætir Þorvaldur við. Leikritið var tilnefnt til bresku leiklistarverðlaunanna sem besta nýja leikritið árið 2012. Ásamt því að vinna til verðlauna á The Ofies, verðlaunum sjálfstæðu leikhúsanna í London sem besta nýja leikritið sama ár. „Verkið hefur vakið mikla athygli fyrir snarpan, vel skrifaðan texta og djarfan stíl. Við Þorvaldur erum núna í fyrsta hluta ferlisins af æfingum og líkamlegri vinnu saman. Samstarfið gengur mjög vel og leiklesturinn verður í rauninni smá innlit í þann vinnuleiðangur sem við stöndum í og eigum fyrir höndum þangað til verkið verður fullklárað,“ segir Hera Hilmarsdóttir. Það er sérstakt tækifæri að sjá Heru og Þorvald saman á sviði hér á Íslandi en bæði eiga það sameiginlegt að vinna mikið erlendis. Hera lék síðast á móti breska leikaranum Ben Kingsley í kvikmyndinni An Ordinary Man og þar á undan í Mountains and Stones á móti áðurnefndum Kingsley ásamt Josh Hartnett og Michiel Huisman, og verða þær báðar frumsýndar á þessu ári. Um þessar mundir er Hera stödd hér á landi við tökur á kvikmyndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasar Kormáks. „Tökur ganga vel í kvikmyndinni Eiðnum, sem er annað spennandi verkefni og leik ég þar á móti Baltasari sjálfum, Gísla Erni Garðarssyni ásamt Margréti Bjarnadóttur, og klára ég þær tökur í lok mánaðarins. Svo held ég bara aftur út til London og Los Angeles í vinnuleiðangur. Næstu verkefni eru ekki enn komin á þau stig að geta sagt frá þeim en flott verkefni og fjölbreytt svo ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Hera Hilmarsdóttir bjartsýn fyrir næstu verkefnum. Þá hefur Þorvaldur nýlokið tökum á kvikmyndinni Ég man þig sem byggð er á bók Yrsu Sigurðardóttir en myndin er í leikstjórn Óskars Þór Axelssonar en Þorvaldur fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. "Ég var að ljúka tökum á Hesteyrar hlutanum í Ég man þig og er þessa daganna að sinna verkefnum í framleiðslufyrirtækinu mínu Ísaland Pictures. En þar erum við að fara í gang með mjög spennandi heimildarmynd. Virkilega spenntur fyrir því verkefni." segir Þorvaldur Davíð aðspurður um komandi verkefni.Leikritið Andaðu eftir Duncan Macmillan var tilnefnt til bresku leiklistarverðlaunanna sem besta nýja leikritið árið 2012, ásamt því að vinna til verðlauna á The Ofies, verðlaunum sjálfstæðu leikhúsanna í London sem besta nýja leikritið sama ár. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Samstarfið hófst þegar mamma mín, hún Þórey, stakk leikritinu að mér fyrir nokkru og bað mig að lesa það. Ég tók við því og las það í flugvél á leiðinni til Íslands, þar sem ég átti í miklu basli við að halda andliti í þeim tilfinningarússíbana sem sagan fór með mig í. Frá þeim tímapunkti vorum við staðráðnar í að koma leikritinu til Íslands. Ég vann þýðinguna og svo kom Þorvaldur Davíð til leiks sem þriðja manneskjan í uppsetningunni,“ segir Hera Hilmarsdóttir leikkona. Leikfélagið Fljúgandi fiskar ásamt þeim Þorvaldi og Heru undirbúa nú að koma leikverkinu Andaðu á svið og hefur sú ákvörðun verið tekin að hefja ferlið á opnum leiklestri í Iðnó mánudaginn 22. febrúar. Verkinu er leikstýrt af Þóreyju Sigþórsdóttur og unnið í samvinnu við Sviðslistakonur 50 plús og styrkt af Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar. „Leikritið Andaðu er að mörgu leyti mjög áhugavert verk. Flæðir skemmtilega og talsmátinn einkar nútímalegur og afslappaður án þess þó að vera afstöðulaus. Það eru líka margir flottir þræðir í gegnum verkið. Samband manns og konu, samband manns við sjálfan sig og umheiminn. Verkið veltir upp mörgum spurningum sem ungt fólk í dag stendur frammi fyrir. Það snertir á alvarleika lífsins en er um leið fullt af húmor fyrir því hversdagslega í samskiptum fólks,“ segir Þorvaldur Davíð aðspurður um innihald verksins. Þorvaldur Davíð og Hera léku síðast saman í kvikmyndinni Vonarstræti, sem sló öll aðsóknarmet þegar hún var sýnd og hreppti Hera meðal annars Edduna sem besta leikkona í aðalhlutverki. „Við Þorvaldur höfðum unnið náið saman áður og þekkjumst því vel sem er sérlega gott fyrir þessa vinnu og persónurnar í verkinu,“ segir Hera. „Já, við höfum þekkst frá því við lékum saman í kvikmyndinni Vonarstræti. Hera hafði svo samband við mig og kynnti mig fyrir verkinu, ég varð strax hrifin af verkinu,“ bætir Þorvaldur við. Leikritið var tilnefnt til bresku leiklistarverðlaunanna sem besta nýja leikritið árið 2012. Ásamt því að vinna til verðlauna á The Ofies, verðlaunum sjálfstæðu leikhúsanna í London sem besta nýja leikritið sama ár. „Verkið hefur vakið mikla athygli fyrir snarpan, vel skrifaðan texta og djarfan stíl. Við Þorvaldur erum núna í fyrsta hluta ferlisins af æfingum og líkamlegri vinnu saman. Samstarfið gengur mjög vel og leiklesturinn verður í rauninni smá innlit í þann vinnuleiðangur sem við stöndum í og eigum fyrir höndum þangað til verkið verður fullklárað,“ segir Hera Hilmarsdóttir. Það er sérstakt tækifæri að sjá Heru og Þorvald saman á sviði hér á Íslandi en bæði eiga það sameiginlegt að vinna mikið erlendis. Hera lék síðast á móti breska leikaranum Ben Kingsley í kvikmyndinni An Ordinary Man og þar á undan í Mountains and Stones á móti áðurnefndum Kingsley ásamt Josh Hartnett og Michiel Huisman, og verða þær báðar frumsýndar á þessu ári. Um þessar mundir er Hera stödd hér á landi við tökur á kvikmyndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasar Kormáks. „Tökur ganga vel í kvikmyndinni Eiðnum, sem er annað spennandi verkefni og leik ég þar á móti Baltasari sjálfum, Gísla Erni Garðarssyni ásamt Margréti Bjarnadóttur, og klára ég þær tökur í lok mánaðarins. Svo held ég bara aftur út til London og Los Angeles í vinnuleiðangur. Næstu verkefni eru ekki enn komin á þau stig að geta sagt frá þeim en flott verkefni og fjölbreytt svo ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Hera Hilmarsdóttir bjartsýn fyrir næstu verkefnum. Þá hefur Þorvaldur nýlokið tökum á kvikmyndinni Ég man þig sem byggð er á bók Yrsu Sigurðardóttir en myndin er í leikstjórn Óskars Þór Axelssonar en Þorvaldur fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. "Ég var að ljúka tökum á Hesteyrar hlutanum í Ég man þig og er þessa daganna að sinna verkefnum í framleiðslufyrirtækinu mínu Ísaland Pictures. En þar erum við að fara í gang með mjög spennandi heimildarmynd. Virkilega spenntur fyrir því verkefni." segir Þorvaldur Davíð aðspurður um komandi verkefni.Leikritið Andaðu eftir Duncan Macmillan var tilnefnt til bresku leiklistarverðlaunanna sem besta nýja leikritið árið 2012, ásamt því að vinna til verðlauna á The Ofies, verðlaunum sjálfstæðu leikhúsanna í London sem besta nýja leikritið sama ár.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira