Strákarnir vildu sanna að þeir væru sigurvegarar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til um helgina. Vísir/Getty Valur varð bikarmeistari karla um helgina og árangurinn var sögulegur fyrir þjálfarann Óskar Bjarna Óskarsson. Hann vann þar með sinn fjórða titil sem þjálfari karlaliðsins og varð um leið sigursælasti þjálfari bikarkeppninnar frá upphafi. „Það er alltaf gaman að geta slegið met eins og þetta og það gefur þessu smá lit,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Fréttablaðið. „Það er heiður að ná að vinna fjóra titla. Bara að komast einu sinni í úrslitaleikinn þykir mörgum gott.“ Valur hafði betur gegn Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag, 25-23, þar sem góð byrjun í síðari hálfleik réð miklu. Valsmenn höfðu betur í hörkuleik gegn Haukum í undanúrslitunum á föstudagskvöld, þar sem tvö efstu lið Olísdeildarinnar mættust.Sjá einnig: Valur bikarmeistari í níunda sinn Óskar Bjarni segir að sér líði vel í leikjum þar sem allt er undir og hann njóti spennunnar. Valur tapaði fyrir Haukum í tvíframlengdum undanúrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra en Óskar Bjarni segir að það sé í fyrsta skiptið sem hann tapi í framlengingu sem þjálfari, svo hann muni eftir. „Þegar maður kemst aftur og aftur í svona aðstæður þá fer manni að líða vel í þeim. Manni finnst til dæmis orðið gaman að fara í framlengingu,“ segir hann og bætir við að þessi titill sé afar sætur. „Sá nýjasti er alltaf sá sætasti en það var skemmtilegt að vinna þennan, bæði fyrir strákana og mig. Við höfum verið að spila illa á móti Haukum, bæði í úrslitakeppninni í fyrra og í deildinni í vetur. Því var það sérstaklega gaman að vinna þá í undanúrslitunum.“Valur, bikarmeistari karla 2016.Vísir/Andri MarinóEkkert truflaði okkur Hann segir að það hafi ekki orðið spennufall hjá hans mönnum eftir sigurinn á Haukum. Það hafi einfaldlega ekki verið tími til þess enda innan við sólarhringur í úrslitaleikinn. „Gróttumenn eru með afar skemmtilegt lið og þá ber að varast. En okkar verkefni snerist um að vinna Hauka og mæta svo á fullu í næsta leik, sama hver andstæðingurinn yrði. Við ætluðum ekki að láta neitt trufla okkur,“ segir Óskar Bjarni. Valur er fjórum stigum á eftir toppliði Hauka þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þessi tvö lið eru langefst í deildinni en í fyrra náðu Haukar að slá Val úr leik í úrslitakeppninni, 3-0, eftir að Valur varð deildarmeistari. „Við lögðum mikið upp úr því að verða deildarmeistarar, enda erfiðast að vinna þann titil. En svo mættum við hnjaskaðir til leiks gegn Haukum sem voru á flottum stað þá og fóru alla leið,“ segir þjálfarinn. „Strákarnir fóru mjög svekktir inn í sumarfríið í fyrra og við ætlum að gera betur núna. Þeir vildu líka sanna fyrir sjálfum sér um helgina að þeir væru sigurvegarar – að þeir myndu ekki bregðast þegar á reynir. Það tókst. Við fórum erfiða leið að titlinum – til Eyja í 8-liða úrslitum og gegn Haukum í undanúrslitum – og strákarnir trúa því nú að þeir séu sigurvegarar.“Flestir bikarmeistaratitlar þjálfara í karlaflokki 4 Óskar Bjarni Óskarsson (Valur 2008, 2009, 2011, 2016) 3 Bogdan Kowalczyk (Víkingur 1979, 1983, 1985) 3 Reynir Ólafsson (Valur 1974, FH 1977, 1978) 2 Karl Benediktsson (Víkingur 1978, Víkingur 1984) 2 Þorbjörn Jensson (Valur 1990, 1993) 2 Kristján Arason (FH 1992, 1994) 2 Sigurður Gunnarsson (ÍBV 1991, Haukar 1997) 2 Alfreð Gíslason (KA 1995, 1996) 2 Viggó Sigurðsson (Haukar 2001, 2002) 2 Aron Kristjánsson (Haukar 2010, 2012) Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Geir Guðmundsson fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í dag þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í Laugardalshöll. 27. febrúar 2016 18:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Valur varð bikarmeistari karla um helgina og árangurinn var sögulegur fyrir þjálfarann Óskar Bjarna Óskarsson. Hann vann þar með sinn fjórða titil sem þjálfari karlaliðsins og varð um leið sigursælasti þjálfari bikarkeppninnar frá upphafi. „Það er alltaf gaman að geta slegið met eins og þetta og það gefur þessu smá lit,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Fréttablaðið. „Það er heiður að ná að vinna fjóra titla. Bara að komast einu sinni í úrslitaleikinn þykir mörgum gott.“ Valur hafði betur gegn Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag, 25-23, þar sem góð byrjun í síðari hálfleik réð miklu. Valsmenn höfðu betur í hörkuleik gegn Haukum í undanúrslitunum á föstudagskvöld, þar sem tvö efstu lið Olísdeildarinnar mættust.Sjá einnig: Valur bikarmeistari í níunda sinn Óskar Bjarni segir að sér líði vel í leikjum þar sem allt er undir og hann njóti spennunnar. Valur tapaði fyrir Haukum í tvíframlengdum undanúrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra en Óskar Bjarni segir að það sé í fyrsta skiptið sem hann tapi í framlengingu sem þjálfari, svo hann muni eftir. „Þegar maður kemst aftur og aftur í svona aðstæður þá fer manni að líða vel í þeim. Manni finnst til dæmis orðið gaman að fara í framlengingu,“ segir hann og bætir við að þessi titill sé afar sætur. „Sá nýjasti er alltaf sá sætasti en það var skemmtilegt að vinna þennan, bæði fyrir strákana og mig. Við höfum verið að spila illa á móti Haukum, bæði í úrslitakeppninni í fyrra og í deildinni í vetur. Því var það sérstaklega gaman að vinna þá í undanúrslitunum.“Valur, bikarmeistari karla 2016.Vísir/Andri MarinóEkkert truflaði okkur Hann segir að það hafi ekki orðið spennufall hjá hans mönnum eftir sigurinn á Haukum. Það hafi einfaldlega ekki verið tími til þess enda innan við sólarhringur í úrslitaleikinn. „Gróttumenn eru með afar skemmtilegt lið og þá ber að varast. En okkar verkefni snerist um að vinna Hauka og mæta svo á fullu í næsta leik, sama hver andstæðingurinn yrði. Við ætluðum ekki að láta neitt trufla okkur,“ segir Óskar Bjarni. Valur er fjórum stigum á eftir toppliði Hauka þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þessi tvö lið eru langefst í deildinni en í fyrra náðu Haukar að slá Val úr leik í úrslitakeppninni, 3-0, eftir að Valur varð deildarmeistari. „Við lögðum mikið upp úr því að verða deildarmeistarar, enda erfiðast að vinna þann titil. En svo mættum við hnjaskaðir til leiks gegn Haukum sem voru á flottum stað þá og fóru alla leið,“ segir þjálfarinn. „Strákarnir fóru mjög svekktir inn í sumarfríið í fyrra og við ætlum að gera betur núna. Þeir vildu líka sanna fyrir sjálfum sér um helgina að þeir væru sigurvegarar – að þeir myndu ekki bregðast þegar á reynir. Það tókst. Við fórum erfiða leið að titlinum – til Eyja í 8-liða úrslitum og gegn Haukum í undanúrslitum – og strákarnir trúa því nú að þeir séu sigurvegarar.“Flestir bikarmeistaratitlar þjálfara í karlaflokki 4 Óskar Bjarni Óskarsson (Valur 2008, 2009, 2011, 2016) 3 Bogdan Kowalczyk (Víkingur 1979, 1983, 1985) 3 Reynir Ólafsson (Valur 1974, FH 1977, 1978) 2 Karl Benediktsson (Víkingur 1978, Víkingur 1984) 2 Þorbjörn Jensson (Valur 1990, 1993) 2 Kristján Arason (FH 1992, 1994) 2 Sigurður Gunnarsson (ÍBV 1991, Haukar 1997) 2 Alfreð Gíslason (KA 1995, 1996) 2 Viggó Sigurðsson (Haukar 2001, 2002) 2 Aron Kristjánsson (Haukar 2010, 2012)
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Geir Guðmundsson fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í dag þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í Laugardalshöll. 27. febrúar 2016 18:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Geir Guðmundsson fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í dag þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í Laugardalshöll. 27. febrúar 2016 18:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45
Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55