Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2016 18:55 Hlynur Morthens með bikarinn í dag. vísir/andri marinó Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. "Þegar það er bikar í húfi þá verður maður að gefa sig allan í þetta," sagði Hlynur hress og kátur við Vísi eftir leikinn í dag. "Það er enginn morgundagur í þessu. Ef maður klikkar í svona leik er maður bara grenjandi í viku og ég nenni því ekki." Hlynur varði tólf skot í leiknum og var með 34 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann var frábær framan af í seinni hálfleik þar sem Valur náði fimm marka forskoti sem lagði grunninn að sigrinum. "Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel. Bæði lið voru samt þreytt. En við náðum fimm marka forskoti. Þeir samt hættu aldrei enda er þetta drullu gott lið," sagði Hlynur um Gróttuna. "Ég veit ekki hvernig við fórum að því að klára þetta. Markvarslan hjá mér var ekki góð síðasta korterið, en þetta dugði og ég er ánægður með það." Varnarleikur Valsliðsins var frábær alla helgina, en liðið komst í úrslitin með því að leggja topplið Hauka í undanúrslitum þökk sé sterkum varnarleik. "Varnarleikurinn var frábær í báðum leikjum. Orkan sem fór í leikinn í gær var lygileg en menn náðu að rífa sig upp í dag. Það var bara ótrúlegt að sjá þetta. Ég er svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg," sagði Hlynur. Markvörðurinn þrautreyndi var með Hámark og epli í viðtölum eftir leikinn í gær en verður fagnað með einhverju öðru í kvöld? "Það verður kók og banani," sagði Hlynur Morthens léttur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. "Þegar það er bikar í húfi þá verður maður að gefa sig allan í þetta," sagði Hlynur hress og kátur við Vísi eftir leikinn í dag. "Það er enginn morgundagur í þessu. Ef maður klikkar í svona leik er maður bara grenjandi í viku og ég nenni því ekki." Hlynur varði tólf skot í leiknum og var með 34 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann var frábær framan af í seinni hálfleik þar sem Valur náði fimm marka forskoti sem lagði grunninn að sigrinum. "Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel. Bæði lið voru samt þreytt. En við náðum fimm marka forskoti. Þeir samt hættu aldrei enda er þetta drullu gott lið," sagði Hlynur um Gróttuna. "Ég veit ekki hvernig við fórum að því að klára þetta. Markvarslan hjá mér var ekki góð síðasta korterið, en þetta dugði og ég er ánægður með það." Varnarleikur Valsliðsins var frábær alla helgina, en liðið komst í úrslitin með því að leggja topplið Hauka í undanúrslitum þökk sé sterkum varnarleik. "Varnarleikurinn var frábær í báðum leikjum. Orkan sem fór í leikinn í gær var lygileg en menn náðu að rífa sig upp í dag. Það var bara ótrúlegt að sjá þetta. Ég er svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg," sagði Hlynur. Markvörðurinn þrautreyndi var með Hámark og epli í viðtölum eftir leikinn í gær en verður fagnað með einhverju öðru í kvöld? "Það verður kók og banani," sagði Hlynur Morthens léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira