Heimsins besta humarsúpa Eva Laufey Kjaran skrifar 27. febrúar 2016 12:00 VISIR.IS/EVALAUFEY Lúxus humarsúpaHumarsoðSmjör600-700 g humarskeljar2 stilkar sellerí3 gulrætur1 laukur2-3 lárviðarlauf3-4 hvítlauksrif3-4 tímían greinar1 tsk eftirlæti hafmeyjunnar1 tsk Ítölsk sjávarréttakryddblanda1 l fiskisoð (soðið vatn + 2 fiskikraftsteningar)1 glas hvítvín (ca 3 dl)Salt og piparAðferð Skolið humarinn mjög vel og takið humarhalana upp úr skelinni. Leggið halana til hliðar. Skerið sellerí, gulrætur og lauk gróft. Steikið upp úr smjöri ásamt humarskeljum. Hellið fiskisoði og hvítvíni yfir, kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan. Leyfið soðinu að malla við vægan hita í rúmlega klukkstund, því lengur sem soðið fær að malla því betri verður súpan. Eftir þann tíma sigtið þá skeljarnar og grænmetið frá.Súpan2 msk hveiti2 msk smjörHumarsoðiðSmjörHumarhalar1 hvítlauksrif½ tsk eftirlæti hafmeyjunnar½ ítölsk sjávarréttarblanda500 ml rjómisalt og piparfersk steinselja Aðferð Búið þið til smjörbollu með því að bræða smjör og blanda hveiti saman við, hellið síðan soðinu út í pottinn og hrærið. Á annarri pönnu hitið smjör, steikið humarhala og kryddið til með eftirlæti hafmeyjunnar, sjávarréttakryddi, salti, pipar og hvítlauk. Steikið humarinn í 2 – 3 mínútur. Hellið rjómanum út á pönnuna og blandið öllu vel saman, hellið rjómablöndunni út í pottinn með soðinu og leyfið súpunni að malla í smá stund áður en þið berið hana fram. Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir rétt áður en þið berið súpuna fram. Njótið vel. Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. Eva Laufey Humar Súpur Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið
Lúxus humarsúpaHumarsoðSmjör600-700 g humarskeljar2 stilkar sellerí3 gulrætur1 laukur2-3 lárviðarlauf3-4 hvítlauksrif3-4 tímían greinar1 tsk eftirlæti hafmeyjunnar1 tsk Ítölsk sjávarréttakryddblanda1 l fiskisoð (soðið vatn + 2 fiskikraftsteningar)1 glas hvítvín (ca 3 dl)Salt og piparAðferð Skolið humarinn mjög vel og takið humarhalana upp úr skelinni. Leggið halana til hliðar. Skerið sellerí, gulrætur og lauk gróft. Steikið upp úr smjöri ásamt humarskeljum. Hellið fiskisoði og hvítvíni yfir, kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan. Leyfið soðinu að malla við vægan hita í rúmlega klukkstund, því lengur sem soðið fær að malla því betri verður súpan. Eftir þann tíma sigtið þá skeljarnar og grænmetið frá.Súpan2 msk hveiti2 msk smjörHumarsoðiðSmjörHumarhalar1 hvítlauksrif½ tsk eftirlæti hafmeyjunnar½ ítölsk sjávarréttarblanda500 ml rjómisalt og piparfersk steinselja Aðferð Búið þið til smjörbollu með því að bræða smjör og blanda hveiti saman við, hellið síðan soðinu út í pottinn og hrærið. Á annarri pönnu hitið smjör, steikið humarhala og kryddið til með eftirlæti hafmeyjunnar, sjávarréttakryddi, salti, pipar og hvítlauk. Steikið humarinn í 2 – 3 mínútur. Hellið rjómanum út á pönnuna og blandið öllu vel saman, hellið rjómablöndunni út í pottinn með soðinu og leyfið súpunni að malla í smá stund áður en þið berið hana fram. Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir rétt áður en þið berið súpuna fram. Njótið vel. Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
Eva Laufey Humar Súpur Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið