Elías og Svana Katla vörðu Íslandsmeistaratitla sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 10:45 Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki. Mynd/Karatesamband Ísland Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki urðu í gær Íslandsmeistarar í kata fullorðinna í karate en Íslandsmeistaramótið fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón karatefélagsins Þórshamars. Elías og Svana Katla voru bæði að verja titlana sína frá því í fyrra en Svana Katla gerði betur en að vinna einstaklingskeppnina því hún hjálpaði einnig Breiðabliki að vinna liðakeppnina og vann því tvöfalt í gær. Elías Snorrason vann Bogi Benediktsson úr Þórshamri í úrslitum karla. Báðir höfðu sýnt frábært kata í undankeppninni og unnið alla sína andstæðinga svo ljóst var að það stefndi í spennandi og harðri keppni á milli þeirra. Elías hafði betur og er þetta ekki aðeins annað árið í röð sem Elías vinnur titilinn því hann hefur nú fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Hópkatalið Þórshamar var mætt til að verja titil sinn síðan í fyrra og unnu þeir Bogi Benediktsson, Sæmundur Ragnarsson og Ásmundur Ísak Jónsson félaga sína í Þórshamri í úrslitum. Í úrslitum kvenna áttust við sömu landsliðskonurnar og síðustu 3 ár eða þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik. Báðar tvær sýndu frábæra útfærsla á þessum kata og stóð Svana Katla uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Svana Katla og Kristín ásamt Örnu Katrínu Kristinsdóttur unnu svo hópkata kvenna og vörðu þar með titil sinn síðan í fyrra, er þetta fimmta árið í röð sem sveit Breiðabliks með þeim Kristínu og Svönu vinnur hópkata kvenna. Svana Katla er því tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Þegar öll stigin voru tekin saman stóð karatefélagið Þórshamar uppi sem sigurvegari með 19 stig og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna. Mótsstjóri var Valgerður H. Sigurðardóttir og yfirdómari Helgi Jóhannesson. Næstu verkefni landsliðsfólks okkar í kata er sterkt sænskt katamót 12.mars og Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Danmörku 9.apríl næstkomandi.Allir Íslandsmeistarar dagsins, frá vinstri Bogi, Ásmundur Ísak, Sæmundur, Arna Katrín, Kristín, Svana og Elías.Mynd/Karatesamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira
Elías Snorrason úr KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki urðu í gær Íslandsmeistarar í kata fullorðinna í karate en Íslandsmeistaramótið fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í umsjón karatefélagsins Þórshamars. Elías og Svana Katla voru bæði að verja titlana sína frá því í fyrra en Svana Katla gerði betur en að vinna einstaklingskeppnina því hún hjálpaði einnig Breiðabliki að vinna liðakeppnina og vann því tvöfalt í gær. Elías Snorrason vann Bogi Benediktsson úr Þórshamri í úrslitum karla. Báðir höfðu sýnt frábært kata í undankeppninni og unnið alla sína andstæðinga svo ljóst var að það stefndi í spennandi og harðri keppni á milli þeirra. Elías hafði betur og er þetta ekki aðeins annað árið í röð sem Elías vinnur titilinn því hann hefur nú fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari. Hópkatalið Þórshamar var mætt til að verja titil sinn síðan í fyrra og unnu þeir Bogi Benediktsson, Sæmundur Ragnarsson og Ásmundur Ísak Jónsson félaga sína í Þórshamri í úrslitum. Í úrslitum kvenna áttust við sömu landsliðskonurnar og síðustu 3 ár eða þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik. Báðar tvær sýndu frábæra útfærsla á þessum kata og stóð Svana Katla uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Svana Katla og Kristín ásamt Örnu Katrínu Kristinsdóttur unnu svo hópkata kvenna og vörðu þar með titil sinn síðan í fyrra, er þetta fimmta árið í röð sem sveit Breiðabliks með þeim Kristínu og Svönu vinnur hópkata kvenna. Svana Katla er því tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Þegar öll stigin voru tekin saman stóð karatefélagið Þórshamar uppi sem sigurvegari með 19 stig og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna. Mótsstjóri var Valgerður H. Sigurðardóttir og yfirdómari Helgi Jóhannesson. Næstu verkefni landsliðsfólks okkar í kata er sterkt sænskt katamót 12.mars og Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Danmörku 9.apríl næstkomandi.Allir Íslandsmeistarar dagsins, frá vinstri Bogi, Ásmundur Ísak, Sæmundur, Arna Katrín, Kristín, Svana og Elías.Mynd/Karatesamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira