Audi SQ7 er öflugasti dísiljeppi heims Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 11:19 Nýverið kynnti Audi nýja kynslóð Q7 jeppa síns og nú er komið að S-gerð hans með mjög öflugri dísilvél. Fer þar endurhönnuð 4,0 lítra V8 TDI dísilvélin sem skilar nú 435 hestöflum og 900 Nm togi. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir þessi stóri bíll aðeins 7,4 lítrum á hverja 100 km og er sú eyðsla fremur í takti við 6 strokka dísilvélar. Audi hefur áður kynnt SQ5 bílinn með dísilvél og fer því Audi þá leið að vopna öflugustu jepplinga og jeppa sína með dísilvélum. Tvær rafdrifnar forþjöppur eru tengdar við V8 TDI vélina og vinna þær á mismunandi snúningssviði, önnur á lágum snúningi og hin á háum. Fyrir vikið gætir einskis forþjöppuhiks og bíllinn snöggur úr sporunum. Auk þess er keflablásari líka til staðar til að auka enn við aflið. SQ7 jeppinn er hrikalega snöggur með þessa öflugu vél og fer sprettinn í hundrað á 4,8 sekúndum líkt og öflugur sportbíll. Átta gíra endurhönnuð Tiptronic sjálfskipting er tengd við vélina og er hún með tveimur kúplingum. Loftpúðafjöðrun bílsins er allur úr áli og Audi hefur kappkostað við að halda niður þyngd bílsins með léttum efnum og segir Audi að þar fari léttasti jeppi sem kaupa má og að auki með afar lágan þyngdarpunkt. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum og val er um 22 tommu felgur. Bíllinn er fjórhjólastýrður eins og hefðbundinn Audi Q7 og hefur beygjuradíus á við fólksbíl enda beygja afturhjólin allt að 5 gráðum. Loftmótsstaða hans er afar lág fyrir jeppa, eða 0,34. Bíllinn er 5,07 metra langur eins og grunngerðin en nokkrar útlitsbreytingar á ytra byrði hans greina hann frá grunngerð Q7. Fá má Audi SQ7 bæði 5 manna og 7 manna og þriðju sætaröðina má fella niður rafrænt. Bíllinn mun fást í 12 mismunandi litum. Kaupa má Bang & Olufsen hljókerfi í bílinn með 23 hátölurum eða Bose kerfi með 19 hátölurum. Bang & Olufsen kerfið er 1.920 wött. Verð bílsins verður 89.900 evrur í Þýskalandi, eða 12,7 milljónir króna. Eldsneytistankur bílsins er 85 lítrar og stærri en í grunngerðinni og því ætti að vera hægt að aka honum 1.150 km á milli eldsneytisfyllinga. Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent
Nýverið kynnti Audi nýja kynslóð Q7 jeppa síns og nú er komið að S-gerð hans með mjög öflugri dísilvél. Fer þar endurhönnuð 4,0 lítra V8 TDI dísilvélin sem skilar nú 435 hestöflum og 900 Nm togi. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir þessi stóri bíll aðeins 7,4 lítrum á hverja 100 km og er sú eyðsla fremur í takti við 6 strokka dísilvélar. Audi hefur áður kynnt SQ5 bílinn með dísilvél og fer því Audi þá leið að vopna öflugustu jepplinga og jeppa sína með dísilvélum. Tvær rafdrifnar forþjöppur eru tengdar við V8 TDI vélina og vinna þær á mismunandi snúningssviði, önnur á lágum snúningi og hin á háum. Fyrir vikið gætir einskis forþjöppuhiks og bíllinn snöggur úr sporunum. Auk þess er keflablásari líka til staðar til að auka enn við aflið. SQ7 jeppinn er hrikalega snöggur með þessa öflugu vél og fer sprettinn í hundrað á 4,8 sekúndum líkt og öflugur sportbíll. Átta gíra endurhönnuð Tiptronic sjálfskipting er tengd við vélina og er hún með tveimur kúplingum. Loftpúðafjöðrun bílsins er allur úr áli og Audi hefur kappkostað við að halda niður þyngd bílsins með léttum efnum og segir Audi að þar fari léttasti jeppi sem kaupa má og að auki með afar lágan þyngdarpunkt. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum og val er um 22 tommu felgur. Bíllinn er fjórhjólastýrður eins og hefðbundinn Audi Q7 og hefur beygjuradíus á við fólksbíl enda beygja afturhjólin allt að 5 gráðum. Loftmótsstaða hans er afar lág fyrir jeppa, eða 0,34. Bíllinn er 5,07 metra langur eins og grunngerðin en nokkrar útlitsbreytingar á ytra byrði hans greina hann frá grunngerð Q7. Fá má Audi SQ7 bæði 5 manna og 7 manna og þriðju sætaröðina má fella niður rafrænt. Bíllinn mun fást í 12 mismunandi litum. Kaupa má Bang & Olufsen hljókerfi í bílinn með 23 hátölurum eða Bose kerfi með 19 hátölurum. Bang & Olufsen kerfið er 1.920 wött. Verð bílsins verður 89.900 evrur í Þýskalandi, eða 12,7 milljónir króna. Eldsneytistankur bílsins er 85 lítrar og stærri en í grunngerðinni og því ætti að vera hægt að aka honum 1.150 km á milli eldsneytisfyllinga.
Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent