Vegna þess að út úr öllu þessu spretta þúsund blóm Magnús Guðmundsson skrifar 3. mars 2016 11:00 Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur sem hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis. Visir/GVA Viðurkenning Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær og féllu Páli Baldvini Baldvinssyni í skaut fyrir rit hans Stríðsárin 1938–1945 í útgáfu JPV útgáfu. Viðurkenning Hagþenkis hefur verið veitt árlega síðan 1987 en öll fræðarit sem koma út á íslensku á liðnu ári koma til greina og er verðlaunaupphæðin ein milljón króna. Páll Baldvin var að vonum kátur með viðurkenninguna sem hann sagði svo sannarlega gleðiefni og að peningarnir komi sér vel. „Þetta eru önnur af þessum tvennum verðlaunum þar sem einhver sjóður fylgir og það er líka ánægjulegt að í bæði Íslensku bókmenntaverðlaununum og Menningarverðlaunum DV er farið að taka sérstaklega til fræðirita. Það er ánægjuleg framför. Íslenskir fræðimenn sem standa í útgáfu eru ekkert of vel haldnir og þetta er í rauninni gjafavinna fyrir samfélagið. Þetta er unnið meira og minna án nokkurra launa nema þú sért tengdur einhverri menntastofnun, sem gerir ráð fyrir því að þú sért að skila einhverri rannsóknarvinnu, eins og t.d. háskólunum. Þannig að það er gaman að vera partur af því og þetta bætist við þá almennu viðurkenningu sem verkið hefur fengið og þær góðu viðtökur sem það hefur hlotið hjá lesendum sem er auðvitað ágætis umbun fyrir þessi þrjú ár sem fóru í þetta. Það verður kannski ekki í askana látið en þó eru margir sem fljóta á því. Hin jákvæða styrking er uppbyggjandi.“Fræðirit við alþýðuskap Fjölmörg glæsileg rit voru tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis í ár en eins og Páll Baldvin kom m.a. inn á í þakkarræðu sinni þá skera Hagþenkisverðlaunin sig úr öðrum verðlaunum að því leyti að margra mánaða starf liggur að baki bæði tilnefningunum og valinu. „Það er stór nefnd sem að þessu stendur og mikill metnaður settur í þessa vinnu þar sem fólk þarf að vera mjög verserað á mörgum sviðum og klárt á þeim grundvallaratriðum sem liggja að baki valinu. Á sama tíma er einnig verið að skoða hvaða verk það eru sem íslenskur almenningur hefur aðgang að en það hefur löngum verið kostur við íslenska fræðimenn að þeir hafa reynt að skila verkum sínum þannig að þau væru við alþýðuskap. Það er hluti af íslenskri fræðahefð og það er um að gera að reyna að halda í það að reyna að skrifa á skiljanlegu máli og hafa hlutina sæmilega skýra svo allir geti notið þeirra.“ Páll Baldvin bendir einnig á hversu mjög vanmetið og vanþakklátt starf valnefndanna er og hefur verið lengi. „Þetta kemur hvað skýrast fram í kvikmynda-, leiklistar- og skáldskaparverðlaunum. Þá eru menn mjög fljótir að hlaupa til þess að það sé einhver græska sem búi að baki. En mín reynsla er sú af starfi í valnefndum, bæði fyrir Edduna og Menningarverðlaun DV, að fólk sem gefur sig á annað borð í þetta reyni ávallt að vera sæmilega heiðarlegt bæði gagnvart sjálfu sér og viðfangsefninu og vinna hlutina eins málefnalega og hægt er.“Sýnir lélegt viðskiptavit Eins og kemur fram í titli bókar Páls Baldvins er þar fjallað um ákveðinn tíma í sögu þjóðarinnar en að undanförnu hefur einmitt verið talsverð umræða í samfélaginu um hvernig málefni er varða sögu og menningu þjóðarinnar hafa verið að þróast. Meðal annars má nefna mikinn áhuga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á málaflokknum og Páll Baldvin segir þetta vissulega vera athyglisverða þróun. „Áhugi forsætisráðherra kemur náttúrutlega til vegna hans menntunar en er athyglisverður vegna þess að hann verður til í ákveðnu tómarúmi. Það tómarúm ræðst mikið til af því að menntamálaráðuneytið, eins og það hét áður en það tók upp titilinn menningarmálaráðuneyti, hefur einkum beint sínum áhuga að skólakerfinu og menntun enda næg og ærin viðfangsefnin þar. Minna hefur farið fyrir áhuganum á þessu svokallaða menningarlífi nema á hátíðarstundum. Það er einfaldlega tilkomið vegna aldagamalla fordóma um að slíkar athafnir mannanna séu arðlitlar og gefi ekki af sér. En núna þegar það streyma milljónir manna inn um hlið landsins og vilja skoða það sem hér er að sjá þá sitja menn allt í einu uppi með að það vantar sýningarsali fyrir stærstu og elstu menningargripi þjóðarinnar. Hin fræga forgangsröð stjórnmálamannanna er að það eigi ekki að leggja pening í þetta sem er náttúrulega ótrúleg heimska og sýnir fyrst og fremst mjög lélegt viðskiptavit. Það er því ekki hægt að líta á þennan tilflutning á ákveðnum málaflokkum úr menntamálaráðuneytinu og yfir í forsætisráðuneytið öðruvísi en að menntamálaráðuneytinu hafi mistekist að sinna þessum málaflokkum með þeim hætti sem forsætisráðherra telur þörf á.“Visir/GVASköpunin lifir Aðspurður hvort við sem þjóð séum með þessum gamaldags hugsunarhætti að varpa frá okkur góðum fjárfestingartækifærum segir Páll Baldvin að við séum einfaldlega að varpa frá okkur lífskostum fyrst og fremst. „Við sjáum að þrátt fyrir aðstöðuleysið og fjármagnsleysið og að sumu leyti vegna þess þá bjarga menn sér. Það er þess vegna sem menn hafa látið það óáreitt t.d. að setja of litla peninga í almenna leiklistarstarfsemi fólks út um allt land. Að vanfjármagna vitandi vits bókmenntastarf. Að láta það vera að halda sæmilega utan um fræðasamfélagið þó að Rannís sé vissulega merkilegt fyrirbæri og að styrking þar sé tvímælalaust til bóta. Vegna þess að út úr öllu þessu starfi, út úr hugsuninni þá spretta þúsund blóm. Þó að við vitum að landbúnaður, iðnaður og sjávarútvegur séu merkilegar starfsgreinar þá er fólk ekki að koma hingað til þess að horfa á fiskiðjuver og álverksmiðjur og það er ekki það sem lifir af í sögunni. Það er hitt að einhver gaf sér tíma til þess að setjast niður og skapa tónverk, myndverk eða ritverk.“ Eins og áður kom fram var bók Páls Baldvins ein þrjú ár í smíðum og því forvitnilegt að vita hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur í framhaldinu? „Ég er nú þessar vikurnar bara að taka aðeins til í hausnum á mér og jafnframt að kynna þetta verk og hitta lesendur hér og þar um landið og ræða við þá. Það er margt skemmtilegt sem kemur fram í því spjalli því þessi tími er ljóslifandi í hugum þeirra sem eldri eru og maður fær í fangið furðu marga fróðleiksmola sem hafa ekki verið færðir til bókar. Mér finnst það merkilegt hvað það er margt sem lifir ennþá í munnlegri geymd og ég held því til haga. Hvað ég geri svo, það veit maður ekki. Látum sumarið koma.“ Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Viðurkenning Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær og féllu Páli Baldvini Baldvinssyni í skaut fyrir rit hans Stríðsárin 1938–1945 í útgáfu JPV útgáfu. Viðurkenning Hagþenkis hefur verið veitt árlega síðan 1987 en öll fræðarit sem koma út á íslensku á liðnu ári koma til greina og er verðlaunaupphæðin ein milljón króna. Páll Baldvin var að vonum kátur með viðurkenninguna sem hann sagði svo sannarlega gleðiefni og að peningarnir komi sér vel. „Þetta eru önnur af þessum tvennum verðlaunum þar sem einhver sjóður fylgir og það er líka ánægjulegt að í bæði Íslensku bókmenntaverðlaununum og Menningarverðlaunum DV er farið að taka sérstaklega til fræðirita. Það er ánægjuleg framför. Íslenskir fræðimenn sem standa í útgáfu eru ekkert of vel haldnir og þetta er í rauninni gjafavinna fyrir samfélagið. Þetta er unnið meira og minna án nokkurra launa nema þú sért tengdur einhverri menntastofnun, sem gerir ráð fyrir því að þú sért að skila einhverri rannsóknarvinnu, eins og t.d. háskólunum. Þannig að það er gaman að vera partur af því og þetta bætist við þá almennu viðurkenningu sem verkið hefur fengið og þær góðu viðtökur sem það hefur hlotið hjá lesendum sem er auðvitað ágætis umbun fyrir þessi þrjú ár sem fóru í þetta. Það verður kannski ekki í askana látið en þó eru margir sem fljóta á því. Hin jákvæða styrking er uppbyggjandi.“Fræðirit við alþýðuskap Fjölmörg glæsileg rit voru tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis í ár en eins og Páll Baldvin kom m.a. inn á í þakkarræðu sinni þá skera Hagþenkisverðlaunin sig úr öðrum verðlaunum að því leyti að margra mánaða starf liggur að baki bæði tilnefningunum og valinu. „Það er stór nefnd sem að þessu stendur og mikill metnaður settur í þessa vinnu þar sem fólk þarf að vera mjög verserað á mörgum sviðum og klárt á þeim grundvallaratriðum sem liggja að baki valinu. Á sama tíma er einnig verið að skoða hvaða verk það eru sem íslenskur almenningur hefur aðgang að en það hefur löngum verið kostur við íslenska fræðimenn að þeir hafa reynt að skila verkum sínum þannig að þau væru við alþýðuskap. Það er hluti af íslenskri fræðahefð og það er um að gera að reyna að halda í það að reyna að skrifa á skiljanlegu máli og hafa hlutina sæmilega skýra svo allir geti notið þeirra.“ Páll Baldvin bendir einnig á hversu mjög vanmetið og vanþakklátt starf valnefndanna er og hefur verið lengi. „Þetta kemur hvað skýrast fram í kvikmynda-, leiklistar- og skáldskaparverðlaunum. Þá eru menn mjög fljótir að hlaupa til þess að það sé einhver græska sem búi að baki. En mín reynsla er sú af starfi í valnefndum, bæði fyrir Edduna og Menningarverðlaun DV, að fólk sem gefur sig á annað borð í þetta reyni ávallt að vera sæmilega heiðarlegt bæði gagnvart sjálfu sér og viðfangsefninu og vinna hlutina eins málefnalega og hægt er.“Sýnir lélegt viðskiptavit Eins og kemur fram í titli bókar Páls Baldvins er þar fjallað um ákveðinn tíma í sögu þjóðarinnar en að undanförnu hefur einmitt verið talsverð umræða í samfélaginu um hvernig málefni er varða sögu og menningu þjóðarinnar hafa verið að þróast. Meðal annars má nefna mikinn áhuga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á málaflokknum og Páll Baldvin segir þetta vissulega vera athyglisverða þróun. „Áhugi forsætisráðherra kemur náttúrutlega til vegna hans menntunar en er athyglisverður vegna þess að hann verður til í ákveðnu tómarúmi. Það tómarúm ræðst mikið til af því að menntamálaráðuneytið, eins og það hét áður en það tók upp titilinn menningarmálaráðuneyti, hefur einkum beint sínum áhuga að skólakerfinu og menntun enda næg og ærin viðfangsefnin þar. Minna hefur farið fyrir áhuganum á þessu svokallaða menningarlífi nema á hátíðarstundum. Það er einfaldlega tilkomið vegna aldagamalla fordóma um að slíkar athafnir mannanna séu arðlitlar og gefi ekki af sér. En núna þegar það streyma milljónir manna inn um hlið landsins og vilja skoða það sem hér er að sjá þá sitja menn allt í einu uppi með að það vantar sýningarsali fyrir stærstu og elstu menningargripi þjóðarinnar. Hin fræga forgangsröð stjórnmálamannanna er að það eigi ekki að leggja pening í þetta sem er náttúrulega ótrúleg heimska og sýnir fyrst og fremst mjög lélegt viðskiptavit. Það er því ekki hægt að líta á þennan tilflutning á ákveðnum málaflokkum úr menntamálaráðuneytinu og yfir í forsætisráðuneytið öðruvísi en að menntamálaráðuneytinu hafi mistekist að sinna þessum málaflokkum með þeim hætti sem forsætisráðherra telur þörf á.“Visir/GVASköpunin lifir Aðspurður hvort við sem þjóð séum með þessum gamaldags hugsunarhætti að varpa frá okkur góðum fjárfestingartækifærum segir Páll Baldvin að við séum einfaldlega að varpa frá okkur lífskostum fyrst og fremst. „Við sjáum að þrátt fyrir aðstöðuleysið og fjármagnsleysið og að sumu leyti vegna þess þá bjarga menn sér. Það er þess vegna sem menn hafa látið það óáreitt t.d. að setja of litla peninga í almenna leiklistarstarfsemi fólks út um allt land. Að vanfjármagna vitandi vits bókmenntastarf. Að láta það vera að halda sæmilega utan um fræðasamfélagið þó að Rannís sé vissulega merkilegt fyrirbæri og að styrking þar sé tvímælalaust til bóta. Vegna þess að út úr öllu þessu starfi, út úr hugsuninni þá spretta þúsund blóm. Þó að við vitum að landbúnaður, iðnaður og sjávarútvegur séu merkilegar starfsgreinar þá er fólk ekki að koma hingað til þess að horfa á fiskiðjuver og álverksmiðjur og það er ekki það sem lifir af í sögunni. Það er hitt að einhver gaf sér tíma til þess að setjast niður og skapa tónverk, myndverk eða ritverk.“ Eins og áður kom fram var bók Páls Baldvins ein þrjú ár í smíðum og því forvitnilegt að vita hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur í framhaldinu? „Ég er nú þessar vikurnar bara að taka aðeins til í hausnum á mér og jafnframt að kynna þetta verk og hitta lesendur hér og þar um landið og ræða við þá. Það er margt skemmtilegt sem kemur fram í því spjalli því þessi tími er ljóslifandi í hugum þeirra sem eldri eru og maður fær í fangið furðu marga fróðleiksmola sem hafa ekki verið færðir til bókar. Mér finnst það merkilegt hvað það er margt sem lifir ennþá í munnlegri geymd og ég held því til haga. Hvað ég geri svo, það veit maður ekki. Látum sumarið koma.“
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira