Lifandi stjórnarskrá Árni Páll Árnason skrifar 1. mars 2016 10:00 Nú hefur verið kynnt niðurstaða stjórnarskrárnefndar um þrjú ný ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnarskrá. Henni getum við líklega flest svarað játandi. Stóra spurningin er frekar hvort þessi þrjú ákvæði sem nú standa til boða, séu til góðs eða til tjóns. Ég tel hafið yfir vafa að þau séu til góðs og marki stærstu skrefin í lýðræðisumbótum í rúmlega 70 ára sögu lýðveldis á Íslandi.Náttúruvernd Það skiptir miklu að fá í stjórnarskrá ákvæði um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og sú vernd grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Á mörg þessi atriði hefur reynt, þegar farið hefur verið af stað með stórkarlaleg atvinnuuppbyggingaráform á undanförnum áratugum og náttúruverndarsjónarmið of oft farið halloka vegna þess að áherslan hefur öll verið í hina áttina. Það verða tímamót þegar ágreiningur rís í framtíðinni að geta vísað í að varúðarsjónarmið og rök sjálfbærrar þróunar liggi til grundvallar náttúruverndarákvæði í stjórnarskrá. Það hefði þótt kraftaverki líkast fyrir fáeinum árum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Það skiptir lykilmáli að 15% landsmanna geti fengið að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu (og sumar þingsályktanir) og fengið þannig úrslitavald um ákvarðanir, án þess að eiga það undir mati forseta á hverjum tíma hvort þjóðin fái að fara með þetta vald. Þetta hlutfall, 15%, er mjög eðlilegt í ljósi nýlegrar reynslu af undirskriftarsöfnunum. Þá er gert ráð fyrir því að 25% kosningabærra manna þurfi til að snúa við ákvörðun Alþingis. Almennt eru þátttökuþröskuldar af þeim toga ekki góðir og rétt að hafa þá sem lægsta. Í ljósi þess að þingræði er grunnþáttur í stjórnskipaninni er hins vegar hægt að færa ágætis rök fyrir þessum þröskuldi við því að þjóðaratkvæðagreiðsla geti snúið við ákvörðun þjóðkjörins þings, þótt hann mætti sannarlega ekki hærri vera. Þetta ákvæði mun hvetja stjórnvöld á hverjum tíma til að fara vel með meirihlutavald sitt og leita víðtækari samstöðu um umdeild mál. Það er gott fyrir lýðræðið og tiltrú á stjórnmálin.Þjóðareign á auðlindum Þá verður mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Með ákvæðinu verður til þjóðareignarréttur sem er ekki undirsettur einkaeignarrétti, heldur hliðsettur. Vöntun á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign hefur staðið umbótum í auðlindanýtingu fyrir þrifum um áratugi. Eigendur fiskveiðikvóta hafa haldið fram sjónarmiðum um eignarrétt á þeim kvóta sem þeir hafa fengið og þegar gerðar hafa verið tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu hafa þær þurft að taka mið af réttaróvissu um eignarréttarlegt tilkall kvótaeigenda. Ef nýja þjóðareignargreinin verður að veruleika verður þeirri spurningu svarað í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin á fiskveiðiauðlindina. Sama mun eiga við um öll önnur takmörkuð gæði, sem ekki eru þegar háð einkaeignarrétti, allt frá auðlindum í jörðu til fjarskiptatíðni. Kerfisbreytingar, eins og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verða þá þeim mun auðveldari í framtíðinni.Mikilvægar breytingar Þau þrjú nýju ákvæði sem hér hafa verið rakin munu öll fela í sér breytingar, þótt í þeim felist ekki heildstæð endurskoðun stjórnarskrár. Við höfum mörg bundið vonir við slíka endurskoðun og þjóðin hefur samþykkt að frumvarp byggt á tillögum stjórnlagaráðs skuli lagt fyrir Alþingi. Það er verkefni stjórnmálaflokka að skapa trúverðugan ramma um efndir á þeirri samþykkt og mikilvægt að skýr fyrirheit verði gefin um áframhald vinnu við endurskoðun stjórnarskrár í aðdraganda næstu þingkosninga. Það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrárumbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga varða veginn og senda skýrt þau skilaboð að stjórnarskrá landsins er lifandi plagg sem tekur reglulegum breytingum í samræmi við nýjar þarfir. Þess vegna eigum við að nýta þetta sögulega tækifæri sem nú gefst til stjórnarskrárbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið kynnt niðurstaða stjórnarskrárnefndar um þrjú ný ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnarskrá. Henni getum við líklega flest svarað játandi. Stóra spurningin er frekar hvort þessi þrjú ákvæði sem nú standa til boða, séu til góðs eða til tjóns. Ég tel hafið yfir vafa að þau séu til góðs og marki stærstu skrefin í lýðræðisumbótum í rúmlega 70 ára sögu lýðveldis á Íslandi.Náttúruvernd Það skiptir miklu að fá í stjórnarskrá ákvæði um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og sú vernd grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings. Á mörg þessi atriði hefur reynt, þegar farið hefur verið af stað með stórkarlaleg atvinnuuppbyggingaráform á undanförnum áratugum og náttúruverndarsjónarmið of oft farið halloka vegna þess að áherslan hefur öll verið í hina áttina. Það verða tímamót þegar ágreiningur rís í framtíðinni að geta vísað í að varúðarsjónarmið og rök sjálfbærrar þróunar liggi til grundvallar náttúruverndarákvæði í stjórnarskrá. Það hefði þótt kraftaverki líkast fyrir fáeinum árum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Það skiptir lykilmáli að 15% landsmanna geti fengið að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu (og sumar þingsályktanir) og fengið þannig úrslitavald um ákvarðanir, án þess að eiga það undir mati forseta á hverjum tíma hvort þjóðin fái að fara með þetta vald. Þetta hlutfall, 15%, er mjög eðlilegt í ljósi nýlegrar reynslu af undirskriftarsöfnunum. Þá er gert ráð fyrir því að 25% kosningabærra manna þurfi til að snúa við ákvörðun Alþingis. Almennt eru þátttökuþröskuldar af þeim toga ekki góðir og rétt að hafa þá sem lægsta. Í ljósi þess að þingræði er grunnþáttur í stjórnskipaninni er hins vegar hægt að færa ágætis rök fyrir þessum þröskuldi við því að þjóðaratkvæðagreiðsla geti snúið við ákvörðun þjóðkjörins þings, þótt hann mætti sannarlega ekki hærri vera. Þetta ákvæði mun hvetja stjórnvöld á hverjum tíma til að fara vel með meirihlutavald sitt og leita víðtækari samstöðu um umdeild mál. Það er gott fyrir lýðræðið og tiltrú á stjórnmálin.Þjóðareign á auðlindum Þá verður mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Með ákvæðinu verður til þjóðareignarréttur sem er ekki undirsettur einkaeignarrétti, heldur hliðsettur. Vöntun á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign hefur staðið umbótum í auðlindanýtingu fyrir þrifum um áratugi. Eigendur fiskveiðikvóta hafa haldið fram sjónarmiðum um eignarrétt á þeim kvóta sem þeir hafa fengið og þegar gerðar hafa verið tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu hafa þær þurft að taka mið af réttaróvissu um eignarréttarlegt tilkall kvótaeigenda. Ef nýja þjóðareignargreinin verður að veruleika verður þeirri spurningu svarað í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin á fiskveiðiauðlindina. Sama mun eiga við um öll önnur takmörkuð gæði, sem ekki eru þegar háð einkaeignarrétti, allt frá auðlindum í jörðu til fjarskiptatíðni. Kerfisbreytingar, eins og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verða þá þeim mun auðveldari í framtíðinni.Mikilvægar breytingar Þau þrjú nýju ákvæði sem hér hafa verið rakin munu öll fela í sér breytingar, þótt í þeim felist ekki heildstæð endurskoðun stjórnarskrár. Við höfum mörg bundið vonir við slíka endurskoðun og þjóðin hefur samþykkt að frumvarp byggt á tillögum stjórnlagaráðs skuli lagt fyrir Alþingi. Það er verkefni stjórnmálaflokka að skapa trúverðugan ramma um efndir á þeirri samþykkt og mikilvægt að skýr fyrirheit verði gefin um áframhald vinnu við endurskoðun stjórnarskrár í aðdraganda næstu þingkosninga. Það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrárumbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga varða veginn og senda skýrt þau skilaboð að stjórnarskrá landsins er lifandi plagg sem tekur reglulegum breytingum í samræmi við nýjar þarfir. Þess vegna eigum við að nýta þetta sögulega tækifæri sem nú gefst til stjórnarskrárbreytingar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar