Matur

Páskaterta að hætti Evu Laufeyjar

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir.is/evalaufey
Súkkulaðidraumur

Súkkulaðibotnar

3 bollar hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl)

2 bollar sykur

3 egg

2 bollar AB mjólk

1 bolli bragðdauf olía

5 msk kakó

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 tsk vanilludropar eða sykur

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Hellið deiginu í smurð bökunarform og bakið við 180°C í 25 - 30 mínútur. Það er gott ráð að stinga hníf í kökuna eftir 25 mínútur og ef hnífurinn kemur hreinn upp úr er kakan klár en annars þarf hún lengri tíma. Ofnar eru auðvitað eins misjafnir eins og þeir eru margir.

Það er mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg áður en hún er skreytt með kreminu.

Vanillu Frosting
 
4 eggjahvítur
2 1/2 dl sykur
1 tsk vanillusykur
 
Aðferð: Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til froða fer að myndast. Færið skálina, setjið yfir sjóðandi vatn og hrærið þar til blandan byrjar að þykkna og hitna. Takið þá skálina frá vatninu og hrærið áfram í hrærivélinni, bætið vanillu saman við á því stigi. Hrærið áfram þar til kremið kólnar og verður orðið stíft. (Alveg eins og með marengs, þið eigið að geta hvolft skálinni án þess að kremið hreyfist) Ég setti nokkra dropa af gulum matarlit út í kremið í lokin, mér finnst gel matarlitirnir frá Wilton lang bestir. Mæli með þeim. 
 
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2.







×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.