Ólöf Nordal segist ekki eiga eða hafa átt hlut í aflandsfélögum í skattaskjólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2016 20:50 Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08