Eiginkona forstjóra Tesla óskar skilnaðar Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 16:23 Talulah Riley og Elon Musk á góðri stundu. Talulah Riley, leikkona og eiginkona Elon Musk hefur óskað eftir skilnaði en á ýmsu hefur gengið í sambandi þeirra hjónakorna. Þau hafa áður skilið en tóku aftur saman fyrir tveimur og hálfu ári síðan og giftust þá öðru sinni. Riley óskaði einnig eftir skilnaði á gamlársdag árið 2014, eða fyrir ríflega ári síðan, en dró það svo til baka. Síðustu 6 mánuði hafa þau ekki búið saman og nú vill Riley fá lögformlegan skilnað þó svo að hún hafi lýst því yfir að þau verði áfram góðir vinir. Í beiðni sinni um skilnað segir Riley að ósamrýmanlegur skoðanamunur sé á milli þeirra hjóna. Það kann að eiga sínar skýringar. Þegar þau Elon Musk og Talulah Riley kynntust árið 2008 var Musk 36 ára en Riley 22 ára og því umtalsverður aldursmunur þeirra á milli. Musk hafði áður verið giftur kanadíska rithöfundinum Justine Wilson og áttu þau saman 6 syni, en sá fyrsti þeirra lést aðeins 10 vikna gamall. Talulah Riley fer fram á í skilnaðarbeiðni sinni að Elon Musk tryggi henni makalífeyri, en ekki kemur fram hversu hár hann yrði. Elon Musk er ekki einhamur er kemur að viðskiptahugmyndum og stofnun nýsköpunarfyrirtækja. Hann stofnaði greiðslumiðlunarþjónustuna PayPal, rafbílaframleiðandann Tesla, geimferðafyrirtækið SpaceX og á hugmyndina að Hyperloop háhraðalestunum. Talulah Riley er þekktust fyrir leik sinn í “Pride & Prejudice” og “Inception” og hún skrifaði og leikstýrði myndinni “Scottish Mussel” árið 2014. Hún er nú 30 ára gömul. Musk og Riley eignuðust engin börn. Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent
Talulah Riley, leikkona og eiginkona Elon Musk hefur óskað eftir skilnaði en á ýmsu hefur gengið í sambandi þeirra hjónakorna. Þau hafa áður skilið en tóku aftur saman fyrir tveimur og hálfu ári síðan og giftust þá öðru sinni. Riley óskaði einnig eftir skilnaði á gamlársdag árið 2014, eða fyrir ríflega ári síðan, en dró það svo til baka. Síðustu 6 mánuði hafa þau ekki búið saman og nú vill Riley fá lögformlegan skilnað þó svo að hún hafi lýst því yfir að þau verði áfram góðir vinir. Í beiðni sinni um skilnað segir Riley að ósamrýmanlegur skoðanamunur sé á milli þeirra hjóna. Það kann að eiga sínar skýringar. Þegar þau Elon Musk og Talulah Riley kynntust árið 2008 var Musk 36 ára en Riley 22 ára og því umtalsverður aldursmunur þeirra á milli. Musk hafði áður verið giftur kanadíska rithöfundinum Justine Wilson og áttu þau saman 6 syni, en sá fyrsti þeirra lést aðeins 10 vikna gamall. Talulah Riley fer fram á í skilnaðarbeiðni sinni að Elon Musk tryggi henni makalífeyri, en ekki kemur fram hversu hár hann yrði. Elon Musk er ekki einhamur er kemur að viðskiptahugmyndum og stofnun nýsköpunarfyrirtækja. Hann stofnaði greiðslumiðlunarþjónustuna PayPal, rafbílaframleiðandann Tesla, geimferðafyrirtækið SpaceX og á hugmyndina að Hyperloop háhraðalestunum. Talulah Riley er þekktust fyrir leik sinn í “Pride & Prejudice” og “Inception” og hún skrifaði og leikstýrði myndinni “Scottish Mussel” árið 2014. Hún er nú 30 ára gömul. Musk og Riley eignuðust engin börn.
Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent