Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2016 21:00 Vísir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“ MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“
MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira