Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2016 18:36 Atvinnuvegaráðherra segir augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Umræðan um eignarhaldsfélög ráðherra og maka þeirra í útlöndum hafi ekki veikt ríkisstjórnina. Heilbrigðisráðherra segir umræðuna hins vegar hafa augljós áhrif og nauðsynlegt sé að ræða málin í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin afgreiddi nokkur mál frá borði sínu í dag en aflandsmál ráðherranna voru ekki rædd. Hvorki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra né Ólöf Nordal innanríkisráðherra voru á fundinum; fjármálaráðherra í útlöndum og innanríkisráðherra í veikindaleyfi. Eignarhaldsfélög í eigu ráðherra og maka þeirra í Luxemburg og á aflandseyjum hafa heltekið pólitíska umræðu í landinu undanfarna daga, en bæði Bjarni og Ólöf birtu í gær útskýringar á félögum í þeirra eigu á Facebook. Bjarni taldi félag sem hann átti hlut í reyndar vera í Luxemburg en ekki Seychelles-eyjum eins og raunin er en félagið hafi verið lagt niður árið 2009 án þess að hafa sinnt nokkrum viðskiptum. Þá segir Ólöf að félag sem Landsbankinn stofnaði fyrir eiginmann hennar í Luxemburg aldrei hafa komist í eigu hans og verið úr sögunni áður en hún var kosin á þing. Ráðherrarnir voru mismikið að flýta sér eftir ríkisstjórnarfund í dag. Þannig gaf Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ekki kost á viðtali og sagðist vera orðin sein á fund. En Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnar fundinum að málin yrðu rædd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna sem hófst klukkan sex í dag. Heldur þú að þetta hafi eitthvað veikt ríkisstjórnina, þessar upplýsingar? „Það held ég ekki,“ sagði Kristján Þór Og þú trúir því að þetta séu allt eðlilegar skýringar sem hafa komið fram? „Ég hef engar forsendur til annars en taka þær eins og þær eru settar fram.“ Þér finnst að þetta ætti ekkert að trufla ríkisstjórnina né traust á henni? „Auðvitað hefur öll þessi umræða einhver áhrif. Við þurfum að taka þá umræðu innan okkar raða og hef engar ástæður til að ætla annað en við vinnum okkur út í gegnum það,“ sagði Kristján Þór. „Einhvers staðar verða peningarnir að vera“ Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þessa umræðu orðna langa. „Og talsverður misskilningur að um sé að ræða skattaskjól eða aflandsfélög eins og menn hafa greint frá. Þannig að ég tel stöðu ríkisstjórnarinnar býsna sterka og met það út frá því hvernig staða mála er hér í landinu á flestum sviðum,“ sagði Sigurður Ingi.Þeir staðir sem nefndir hefðu verið væru hins vegar eðlilega ekki í hávegum hafðir hjá almenningi en engin lög hafi verið brotin í málum ráðherranna og allir skattar greiddir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og kona hans hafi greint mjög vel frá sínum málum með skýrum greinargerðum og yfirlýsingum. Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola? „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi,“ segir Sigurður. En að eiga peninga á Tortola? „Einhvers staðar verða peningarnir að vera. Ég er ekki viss um að umræðan ef forsætisráðherrafrúin hefði verið í miklum fjárfestingum á Íslandi væri í meira jafnvægi.“ En þetta eru stórar fjárhæðir og þetta er eitthvað sem almenningi býðst ekki að hafa fjármuni þarna. Það er dálítill aðstöðumunur? „Fólk hefur misjafnar aðstæður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra segir augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Umræðan um eignarhaldsfélög ráðherra og maka þeirra í útlöndum hafi ekki veikt ríkisstjórnina. Heilbrigðisráðherra segir umræðuna hins vegar hafa augljós áhrif og nauðsynlegt sé að ræða málin í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin afgreiddi nokkur mál frá borði sínu í dag en aflandsmál ráðherranna voru ekki rædd. Hvorki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra né Ólöf Nordal innanríkisráðherra voru á fundinum; fjármálaráðherra í útlöndum og innanríkisráðherra í veikindaleyfi. Eignarhaldsfélög í eigu ráðherra og maka þeirra í Luxemburg og á aflandseyjum hafa heltekið pólitíska umræðu í landinu undanfarna daga, en bæði Bjarni og Ólöf birtu í gær útskýringar á félögum í þeirra eigu á Facebook. Bjarni taldi félag sem hann átti hlut í reyndar vera í Luxemburg en ekki Seychelles-eyjum eins og raunin er en félagið hafi verið lagt niður árið 2009 án þess að hafa sinnt nokkrum viðskiptum. Þá segir Ólöf að félag sem Landsbankinn stofnaði fyrir eiginmann hennar í Luxemburg aldrei hafa komist í eigu hans og verið úr sögunni áður en hún var kosin á þing. Ráðherrarnir voru mismikið að flýta sér eftir ríkisstjórnarfund í dag. Þannig gaf Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ekki kost á viðtali og sagðist vera orðin sein á fund. En Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnar fundinum að málin yrðu rædd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna sem hófst klukkan sex í dag. Heldur þú að þetta hafi eitthvað veikt ríkisstjórnina, þessar upplýsingar? „Það held ég ekki,“ sagði Kristján Þór Og þú trúir því að þetta séu allt eðlilegar skýringar sem hafa komið fram? „Ég hef engar forsendur til annars en taka þær eins og þær eru settar fram.“ Þér finnst að þetta ætti ekkert að trufla ríkisstjórnina né traust á henni? „Auðvitað hefur öll þessi umræða einhver áhrif. Við þurfum að taka þá umræðu innan okkar raða og hef engar ástæður til að ætla annað en við vinnum okkur út í gegnum það,“ sagði Kristján Þór. „Einhvers staðar verða peningarnir að vera“ Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þessa umræðu orðna langa. „Og talsverður misskilningur að um sé að ræða skattaskjól eða aflandsfélög eins og menn hafa greint frá. Þannig að ég tel stöðu ríkisstjórnarinnar býsna sterka og met það út frá því hvernig staða mála er hér í landinu á flestum sviðum,“ sagði Sigurður Ingi.Þeir staðir sem nefndir hefðu verið væru hins vegar eðlilega ekki í hávegum hafðir hjá almenningi en engin lög hafi verið brotin í málum ráðherranna og allir skattar greiddir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og kona hans hafi greint mjög vel frá sínum málum með skýrum greinargerðum og yfirlýsingum. Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola? „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi,“ segir Sigurður. En að eiga peninga á Tortola? „Einhvers staðar verða peningarnir að vera. Ég er ekki viss um að umræðan ef forsætisráðherrafrúin hefði verið í miklum fjárfestingum á Íslandi væri í meira jafnvægi.“ En þetta eru stórar fjárhæðir og þetta er eitthvað sem almenningi býðst ekki að hafa fjármuni þarna. Það er dálítill aðstöðumunur? „Fólk hefur misjafnar aðstæður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06
Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46