A,B, C, D og framhaldsskólinn Bryndís Jónsdóttir skrifar 30. mars 2016 15:09 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verið er að gera umtalsverðar breytingar á námsmati og taka í notkun nýtt einkunnakerfi í bókstöfum sem notað verður í vor við útskrift úr 10. bekk grunnskóla. Sitt sýnist hverjum um þessar breytingar, margir eru jákvæðir og spenntir, aðrir áhyggjufullir og enn aðrir verulega ósáttir. Staðan er sú að frá þessum breytingum verður ekki horfið, nemendur munu útskrifast úr grunnskólum landsins með einkunnir í bókstöfum. Staðan er líka sú að þrátt fyrir að talið sé að námsmat út frá hæfniviðmiðum muni leiða til meira samræmis í einkunnagjöf en áður þá verður þetta alls konar í vor, það verður ekki samræmi og það þarf að viðurkenna það. Á sama tíma og framhaldsskólarnir standa frammi fyrir því að velja milli nemenda út frá nýju námsmati og einkunnakerfi, sem enn er ekki fullmótað alls staðar, eru þeir flestir að takast á við það stóra verkefni að stytta námstímann í þrjú ár. En hvernig tökumst við á við þessa stöðu? Hvernig getum við útskýrt fyrir nemendum að þótt námsmatið sé alls konar muni þeir ekki gjalda þess og getum við verið þess fullviss að þannig verði það? Nemendur vita að það komast ekki allir inn í þá skóla sem þeir helst vilja en þeir eiga ekki að þurfa að kvíða því að þeir njóti ekki sanngirni þegar þeir sækja um í sínum draumaskóla. Tölur undanfarinna ára sýna að allflestir grunnskólanemar fá inni í þeim skólum sem þeir setja í 1. eða 2. sæti. Það er óskandi að þannig verði það einnig í haust en stóra viðfangsefnið er að sjá til þess að nemendur upplifi að þeir hafi verið metnir á sanngjarnan og réttmætan hátt. SAMFOK býður til opins fundar fimmtudaginn 31. mars kl. 19.30-22.00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á fundinum munu þrír nemendur úr 10. bekk Laugalækjarskóla, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík og sérfræðingur á Menntamálastofnun flytja stutt erindi. Að því loknu verða pallborðsumræður og hafa fulltrúar allra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu boðað þátttöku sína. Á fundinum gefst því einstakt tækifæri til að spyrja spurninganna sem brenna á nemendum og foreldrum þeirra, koma á framfæri ábendingum og einnig til að ræða í sameiningu hvaða leiðir er hægt að fara til þess að sem flestir geti sætt sig við niðurstöðurnar. Við hvetjum nemendur í 10. bekk og foreldra þeirra til að koma á fundinn og taka virkan þátt í umræðum. Bryndís Jónsdóttir Framkvæmdastjóri SAMFOK Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verið er að gera umtalsverðar breytingar á námsmati og taka í notkun nýtt einkunnakerfi í bókstöfum sem notað verður í vor við útskrift úr 10. bekk grunnskóla. Sitt sýnist hverjum um þessar breytingar, margir eru jákvæðir og spenntir, aðrir áhyggjufullir og enn aðrir verulega ósáttir. Staðan er sú að frá þessum breytingum verður ekki horfið, nemendur munu útskrifast úr grunnskólum landsins með einkunnir í bókstöfum. Staðan er líka sú að þrátt fyrir að talið sé að námsmat út frá hæfniviðmiðum muni leiða til meira samræmis í einkunnagjöf en áður þá verður þetta alls konar í vor, það verður ekki samræmi og það þarf að viðurkenna það. Á sama tíma og framhaldsskólarnir standa frammi fyrir því að velja milli nemenda út frá nýju námsmati og einkunnakerfi, sem enn er ekki fullmótað alls staðar, eru þeir flestir að takast á við það stóra verkefni að stytta námstímann í þrjú ár. En hvernig tökumst við á við þessa stöðu? Hvernig getum við útskýrt fyrir nemendum að þótt námsmatið sé alls konar muni þeir ekki gjalda þess og getum við verið þess fullviss að þannig verði það? Nemendur vita að það komast ekki allir inn í þá skóla sem þeir helst vilja en þeir eiga ekki að þurfa að kvíða því að þeir njóti ekki sanngirni þegar þeir sækja um í sínum draumaskóla. Tölur undanfarinna ára sýna að allflestir grunnskólanemar fá inni í þeim skólum sem þeir setja í 1. eða 2. sæti. Það er óskandi að þannig verði það einnig í haust en stóra viðfangsefnið er að sjá til þess að nemendur upplifi að þeir hafi verið metnir á sanngjarnan og réttmætan hátt. SAMFOK býður til opins fundar fimmtudaginn 31. mars kl. 19.30-22.00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á fundinum munu þrír nemendur úr 10. bekk Laugalækjarskóla, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík og sérfræðingur á Menntamálastofnun flytja stutt erindi. Að því loknu verða pallborðsumræður og hafa fulltrúar allra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu boðað þátttöku sína. Á fundinum gefst því einstakt tækifæri til að spyrja spurninganna sem brenna á nemendum og foreldrum þeirra, koma á framfæri ábendingum og einnig til að ræða í sameiningu hvaða leiðir er hægt að fara til þess að sem flestir geti sætt sig við niðurstöðurnar. Við hvetjum nemendur í 10. bekk og foreldra þeirra til að koma á fundinn og taka virkan þátt í umræðum. Bryndís Jónsdóttir Framkvæmdastjóri SAMFOK
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar