Dagmundur og faldi fjársjóðurinn Ívar Halldórsson skrifar 7. apríl 2016 00:03 Dagmundur hét drengur einn sem bjó í Þingstræti. Hann fékk að passa sandkassa fyrir leikskólastýruna Lýðveldi á leikskólanum Í hverfinu. Þetta var mikill heiður fannst honum. Hann settist í sandkassann sposkur á svipinn og byrjaði að moka ofan í fötu. Lýðveldur hafði lánað honum fötu og skóflu. Það var samt alveg bannað að moka sandi út fyrir sandkassann, sagði Lýðveldur honum. Dagmundur sagði öllum krökkunum að hann væri að passa sandkassann fyrir Lýðveldi, og það væri bannað að taka sand úr sandkassann. Dagmundur fékk lánaða fötu og skóflu. Honum fannst gaman að moka ofan í fötuna með skóflunni sinni. En hann langaði til að geyma fötuna með flotta sandinum í fyrir utan sandkassann. Þannig ætti hann alltaf flottan sand til að leika sér með seinna. Ef sandurinn í sandkassanum myndi til dæmis klárast, eða ef einhver myndi pissa í hann, þá ætti hann þennan fína aukasand til að leika sér með. Vinur hans Gjaldur frá Eyri, sem bjó í Bankastrætinu, sagði að þetta væri góð hugmynd. Þegar enginn sá, laumaði Dagmundur fötunni yfir sandkassabrúnina, og geymdi hana í grasinu fyrir utan sandkassann. Hann gaf Skatthildi vinkonu sinni svo karamellu fyrir að fylgjast með fötunni. Skatthildur var sátt við sitt og tuggði karamelluna með bestu lyst. Hann var duglegur að láta hina krakkana vita að það borgaði sig alltaf að hafa allan sandinn í sandkassanum og ekki sniðugt að taka sand úr kassanum. Lýðveldur hafði sagt honum það. Ef allir myndu taka sand úr kassanum myndi enginn sandur verða eftir til að leika sér með. Og ef hundur myndi koma og skíta í sandinn þá væri bara hægt að nota vettlinga og halda áfram að moka. Krökkunum fannst þetta skynsamlegt. Einn daginn sá einn strákurinn úr hverfinu að Dagmundur var að geyma sand í fötu fyrir utan sandkassann. Strákurinn sem hét Almann Borgarr hafði alltaf fundist Dagmundur vera skemmtilegur strákur. Honum gramdist samt að Dagmundur bannaði honum að taka sand úr sandkassann, þegar hann gerði það svo sjálfur. Almann Borgarr sagði öllum krökkunum að Dagmundur væri plötuskjóða. Seinna um daginn þegar Dagmundur var að moka í sandkassanum komu krakkarnir úr hverfinu og sögðu honum að fara úr sandkassanum. „Af hverju?“, spurði Dagmundur. Af því að þú ert plötuskjóða! Dagmundur virtist mjög hissa og sagði: „En ég gaf Skatthildi karamellu fyrir að passa fötuna!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Dagmundur hét drengur einn sem bjó í Þingstræti. Hann fékk að passa sandkassa fyrir leikskólastýruna Lýðveldi á leikskólanum Í hverfinu. Þetta var mikill heiður fannst honum. Hann settist í sandkassann sposkur á svipinn og byrjaði að moka ofan í fötu. Lýðveldur hafði lánað honum fötu og skóflu. Það var samt alveg bannað að moka sandi út fyrir sandkassann, sagði Lýðveldur honum. Dagmundur sagði öllum krökkunum að hann væri að passa sandkassann fyrir Lýðveldi, og það væri bannað að taka sand úr sandkassann. Dagmundur fékk lánaða fötu og skóflu. Honum fannst gaman að moka ofan í fötuna með skóflunni sinni. En hann langaði til að geyma fötuna með flotta sandinum í fyrir utan sandkassann. Þannig ætti hann alltaf flottan sand til að leika sér með seinna. Ef sandurinn í sandkassanum myndi til dæmis klárast, eða ef einhver myndi pissa í hann, þá ætti hann þennan fína aukasand til að leika sér með. Vinur hans Gjaldur frá Eyri, sem bjó í Bankastrætinu, sagði að þetta væri góð hugmynd. Þegar enginn sá, laumaði Dagmundur fötunni yfir sandkassabrúnina, og geymdi hana í grasinu fyrir utan sandkassann. Hann gaf Skatthildi vinkonu sinni svo karamellu fyrir að fylgjast með fötunni. Skatthildur var sátt við sitt og tuggði karamelluna með bestu lyst. Hann var duglegur að láta hina krakkana vita að það borgaði sig alltaf að hafa allan sandinn í sandkassanum og ekki sniðugt að taka sand úr kassanum. Lýðveldur hafði sagt honum það. Ef allir myndu taka sand úr kassanum myndi enginn sandur verða eftir til að leika sér með. Og ef hundur myndi koma og skíta í sandinn þá væri bara hægt að nota vettlinga og halda áfram að moka. Krökkunum fannst þetta skynsamlegt. Einn daginn sá einn strákurinn úr hverfinu að Dagmundur var að geyma sand í fötu fyrir utan sandkassann. Strákurinn sem hét Almann Borgarr hafði alltaf fundist Dagmundur vera skemmtilegur strákur. Honum gramdist samt að Dagmundur bannaði honum að taka sand úr sandkassann, þegar hann gerði það svo sjálfur. Almann Borgarr sagði öllum krökkunum að Dagmundur væri plötuskjóða. Seinna um daginn þegar Dagmundur var að moka í sandkassanum komu krakkarnir úr hverfinu og sögðu honum að fara úr sandkassanum. „Af hverju?“, spurði Dagmundur. Af því að þú ert plötuskjóða! Dagmundur virtist mjög hissa og sagði: „En ég gaf Skatthildi karamellu fyrir að passa fötuna!“
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar