Rangir leikir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar