Fólk þekkir mig enn úti á götu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 2. apríl 2016 10:00 Agla Bríet Einarsdóttir mun frumflytja nýtt lag í úrslitaþættinum á morgun. Vísir/anton Ég ákvað að taka þátt í Ísland Got Talent því mér fannst þetta vera alveg rosalega skemmtilegt tækifæri, og svo finnst mér svo gaman að koma fram. Allt ferlið var frábær reynsla og ég er ótrúlega ánægð með að hafa slegið til,“ segir Agla Bríet söngkona, en hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í keppninni í fyrra þegar hún tók lagið Girl on fire með Alicia Keys. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Öglu, en hún hefur bæði verið að leika í Borgarleikhúsinu og auglýsingum ásamt því að koma fram við ýmis tækifæri. „Það var rosalega gaman að taka þátt í Ísland Got Talent, ég lærði alveg ótrúlega mikið enda mikil reynsla að koma fram á svona stóru sviði. Árið er búið að vera alveg einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég hef verið að leika mikið bæði í Borgarleikhúsinu og í auglýsingum og svo tók ég þátt í söngvakeppni Samfés þar sem ég lenti í þriðja sæti. Ég mundi klárlega segja að Ísland Got Talent hafi haft rosalega góð áhrif á mig sem söngkonu og hjálpað mér mikið að koma mér áfram í því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Agla Bríet.Vísir/AntonÁ morgun fer fram úrslitakvöld Ísland Got Talent, og spennan er í hámarki, sex keppendur koma fram og aðeins einn keppandi kemur til með að vinna sér inn tíu miljónir króna. Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en Agla Bríet kemur fram með frumsamið lag. Sylvía Melsteð söngkona flytur einnig nýtt lag og Hildur Kristín kemur til með að syngja nýjasta smellinn sinn, I'll walk with you, sem hefur fengið frábær viðbrögð. „Ég ætla að syngja frumsamið lag eftir Mána Svavarsson, en textann gerðum við í sameiningu. Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir að koma fram aftur og leyfa fólki að heyra lagið,“ segir Agla Bríet. Framtíðin er björt hjá þessari ungu og efnilegu söngkonu og segist hún staðráðin í að halda áfram að koma sér á framfæri enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að syngja og koma fram. „Fljótlega eftir Ísland Got Talent var ég mikið bókuð og hef komið fram við ýmis tækifæri, eins og til dæmis í afmælum, á 17. júní skemmtunum og fleira. Ég er alveg ákveðin í því að fara lengra með sönginn, fólk þekkir mig enn úti götu. Ég er í hljómsveit og æfi dans í Dansskóla Birnu Björns, fram undan er nemendasýning í Borgarleikhúsinu þar sem ég verð líka með tónlistaratriði og svo er ég líka í hljómsveit og við spilum við ýmis tækifæri,“ segir Agla Bríet ánægð. Ísland Got Talent Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Ég ákvað að taka þátt í Ísland Got Talent því mér fannst þetta vera alveg rosalega skemmtilegt tækifæri, og svo finnst mér svo gaman að koma fram. Allt ferlið var frábær reynsla og ég er ótrúlega ánægð með að hafa slegið til,“ segir Agla Bríet söngkona, en hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í keppninni í fyrra þegar hún tók lagið Girl on fire með Alicia Keys. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Öglu, en hún hefur bæði verið að leika í Borgarleikhúsinu og auglýsingum ásamt því að koma fram við ýmis tækifæri. „Það var rosalega gaman að taka þátt í Ísland Got Talent, ég lærði alveg ótrúlega mikið enda mikil reynsla að koma fram á svona stóru sviði. Árið er búið að vera alveg einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég hef verið að leika mikið bæði í Borgarleikhúsinu og í auglýsingum og svo tók ég þátt í söngvakeppni Samfés þar sem ég lenti í þriðja sæti. Ég mundi klárlega segja að Ísland Got Talent hafi haft rosalega góð áhrif á mig sem söngkonu og hjálpað mér mikið að koma mér áfram í því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Agla Bríet.Vísir/AntonÁ morgun fer fram úrslitakvöld Ísland Got Talent, og spennan er í hámarki, sex keppendur koma fram og aðeins einn keppandi kemur til með að vinna sér inn tíu miljónir króna. Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en Agla Bríet kemur fram með frumsamið lag. Sylvía Melsteð söngkona flytur einnig nýtt lag og Hildur Kristín kemur til með að syngja nýjasta smellinn sinn, I'll walk with you, sem hefur fengið frábær viðbrögð. „Ég ætla að syngja frumsamið lag eftir Mána Svavarsson, en textann gerðum við í sameiningu. Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir að koma fram aftur og leyfa fólki að heyra lagið,“ segir Agla Bríet. Framtíðin er björt hjá þessari ungu og efnilegu söngkonu og segist hún staðráðin í að halda áfram að koma sér á framfæri enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að syngja og koma fram. „Fljótlega eftir Ísland Got Talent var ég mikið bókuð og hef komið fram við ýmis tækifæri, eins og til dæmis í afmælum, á 17. júní skemmtunum og fleira. Ég er alveg ákveðin í því að fara lengra með sönginn, fólk þekkir mig enn úti götu. Ég er í hljómsveit og æfi dans í Dansskóla Birnu Björns, fram undan er nemendasýning í Borgarleikhúsinu þar sem ég verð líka með tónlistaratriði og svo er ég líka í hljómsveit og við spilum við ýmis tækifæri,“ segir Agla Bríet ánægð.
Ísland Got Talent Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira