Kvyat: Ég mun halda áfram að taka svona áhættur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. apríl 2016 11:00 Daniil Kvyat stóð fastur á sínu gagnvart fjórfalda heimsmeistaranum Sebastian Vettel eftir keppnina. Vísir/Getty Nico Rosberg var fyrstur í endamark í kínverska kappakstrinum. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og mikið var um framúrakstur og árekstra en allir luku keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? Rosberg vann sína sjöundu keppni í röð í Kína í dag. Í þau níu skipti sem ökumaður hefur unnið þrjár fyrstu keppnir ársins líkt og Rosberg hefur nú gert hefur sá ökumaður orðið heimsmeistari í lok tímabilsins. Þetta var aðeins í sjötta skipti í sögunni sem allir bílar klára Formúlu 1 keppni. „Við munum hafa gaman í bílskúrnum í dag. Ég naut akstursins í dag, ég hef aldrei átt svona jafna og góða keppni held ég,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum, sem var hæstánægður með dagsverkið. „Kvyat kom á mikilli ferð inn í bil sem var ekki stórt. Ég þurfti að forða mér til að forða árekstri og lenti þá á Kimi [Raikkonen] og það er ekki gott að lenda á liðsfélaga,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum eftir að hafa sagt nokkur vel valin orð við Daniil Kvyat rétt fyrir verðlaunaafhendinguna. Vettel fannst Kvyat hafa þröngvað sér inn í fyrstu beygju og valdið árekstri Vettel við Kimi Raikkonen. „Við hefðum geta lent í árekstri,“ sagði Vettel. „Við hefðum átt að ná báðum bílum á verðlaunapall. Ég er búinn að biðja Kimi afsökunar enda vissi hann ekkert afhverju ég keyrði á hann. Þetta var kappakstursóhapp en við (Vettel og Raikkonen) erum bara heppnir að við náðum að klára keppnina,“ sagði Vettel. Kvyat var ekki sammála,benti á að hann snerti Vettel ekki og sagði ræsinguna hafa verið góða og að hann hefði tekið áhættu sem hafi skilað verðlaunasætinu. „Ég mun halda áfram að taka svona áhættur. Það mega allir búast við því,“ sagði Kvyat léttur í bragði á verðlaunapallinum. „Fyrir mér var þetta rökrétt leið fram úr Sebastian. Ég get ekki séð neitt að þessu. Auðvitað er Sebastian ósáttur, hann tapaði á þessu en hann keyrði á Kimi. Við eigum von á góðum uppfærslum og vonandi verða þær til þess að við berjumst um fleiri verðlaunapalla,“ bætti Kvyat við.Lewis Hamilton með brotinn framvæng á fyrsta hring og kotrefjar á flugi.Vísir/Getty„Þetta var erfið keppni. Mér fannst ég stöðugt vera í baráttunni og það núlstillast þegar ég tók þjónustuhlé,“ sagði Lewis Hamilton, sem tók fimm þjónustuhlé í keppninni, ræsti aftastur og endaði í sjöunda sæti. „Nico ók án nokkurra mistaka. Það vantaði loftflæðisframmistöðu á bílinn hjá Lewis eftir að framvængurinn festist undir bílnum í upphafi. Hann átti því aðeins erfitt í dag. Það er gott að Red Bull er með í baráttunni. Ég hlakka til baráttunnar við þá,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Keppnin byrjaði rosavel, en fór fljótt niður á við með dekkinu sem sprakk. Ég þurfti svo að hafa mikið fyrir því að vinna mig upp. Ég held að seinni helmingur keppninnar hafi verið einhver besta keppni sem ég hef ekið,“ sagði Daniel Ricciardo, sem endaði fjórði í keppninni á Red Bull bílnum. „Því miður var Daniel Ricciardo 18. eftir að dekkið sprakk. Daniil Kvyat átti frábæran dag. Han hafði því miður ekki dekkin til að berjast við Sebastian undir lokin,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull. „Ef við gerðum ekki mistök við dekkjaval þá eru við einfaldlega ekki nógu snöggir til að vera í stigasæti. Ég vona að mistökum sé um að kenna,“ sagði Jenson Button sem varð 13. á McLaren bílnum. „Þetta var góð keppni fyrir mig, þrátt fyrir að vera ekki á verðlaunapallinum. Það var frábært að halda Lewis fyrir aftan mig. Keppnin var fullkomin og ég er afar ánægður,“ sagði Felipe Massa sem varð sjötti í dag á Williams bílnum. „Ég átti aðeins erfitt eftir ræsinguna og öryggisbíllinn hentaði okkur ekkert sérstaklega vel. Ég hefði viljað ná meiru út úr keppninni,“ sagi Valtteri Bottas sem var 10. á Williams bílnum. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10 Nico Rosberg vann í Kína Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. 17. apríl 2016 07:40 Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00 Horner: Ég veit ekki hvaðan þetta kom Nico Rosberg á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í ár í Kína í morgun. Tímatakan var full af atvikum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. apríl 2016 12:15 Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg var fyrstur í endamark í kínverska kappakstrinum. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og mikið var um framúrakstur og árekstra en allir luku keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? Rosberg vann sína sjöundu keppni í röð í Kína í dag. Í þau níu skipti sem ökumaður hefur unnið þrjár fyrstu keppnir ársins líkt og Rosberg hefur nú gert hefur sá ökumaður orðið heimsmeistari í lok tímabilsins. Þetta var aðeins í sjötta skipti í sögunni sem allir bílar klára Formúlu 1 keppni. „Við munum hafa gaman í bílskúrnum í dag. Ég naut akstursins í dag, ég hef aldrei átt svona jafna og góða keppni held ég,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum, sem var hæstánægður með dagsverkið. „Kvyat kom á mikilli ferð inn í bil sem var ekki stórt. Ég þurfti að forða mér til að forða árekstri og lenti þá á Kimi [Raikkonen] og það er ekki gott að lenda á liðsfélaga,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum eftir að hafa sagt nokkur vel valin orð við Daniil Kvyat rétt fyrir verðlaunaafhendinguna. Vettel fannst Kvyat hafa þröngvað sér inn í fyrstu beygju og valdið árekstri Vettel við Kimi Raikkonen. „Við hefðum geta lent í árekstri,“ sagði Vettel. „Við hefðum átt að ná báðum bílum á verðlaunapall. Ég er búinn að biðja Kimi afsökunar enda vissi hann ekkert afhverju ég keyrði á hann. Þetta var kappakstursóhapp en við (Vettel og Raikkonen) erum bara heppnir að við náðum að klára keppnina,“ sagði Vettel. Kvyat var ekki sammála,benti á að hann snerti Vettel ekki og sagði ræsinguna hafa verið góða og að hann hefði tekið áhættu sem hafi skilað verðlaunasætinu. „Ég mun halda áfram að taka svona áhættur. Það mega allir búast við því,“ sagði Kvyat léttur í bragði á verðlaunapallinum. „Fyrir mér var þetta rökrétt leið fram úr Sebastian. Ég get ekki séð neitt að þessu. Auðvitað er Sebastian ósáttur, hann tapaði á þessu en hann keyrði á Kimi. Við eigum von á góðum uppfærslum og vonandi verða þær til þess að við berjumst um fleiri verðlaunapalla,“ bætti Kvyat við.Lewis Hamilton með brotinn framvæng á fyrsta hring og kotrefjar á flugi.Vísir/Getty„Þetta var erfið keppni. Mér fannst ég stöðugt vera í baráttunni og það núlstillast þegar ég tók þjónustuhlé,“ sagði Lewis Hamilton, sem tók fimm þjónustuhlé í keppninni, ræsti aftastur og endaði í sjöunda sæti. „Nico ók án nokkurra mistaka. Það vantaði loftflæðisframmistöðu á bílinn hjá Lewis eftir að framvængurinn festist undir bílnum í upphafi. Hann átti því aðeins erfitt í dag. Það er gott að Red Bull er með í baráttunni. Ég hlakka til baráttunnar við þá,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Keppnin byrjaði rosavel, en fór fljótt niður á við með dekkinu sem sprakk. Ég þurfti svo að hafa mikið fyrir því að vinna mig upp. Ég held að seinni helmingur keppninnar hafi verið einhver besta keppni sem ég hef ekið,“ sagði Daniel Ricciardo, sem endaði fjórði í keppninni á Red Bull bílnum. „Því miður var Daniel Ricciardo 18. eftir að dekkið sprakk. Daniil Kvyat átti frábæran dag. Han hafði því miður ekki dekkin til að berjast við Sebastian undir lokin,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull. „Ef við gerðum ekki mistök við dekkjaval þá eru við einfaldlega ekki nógu snöggir til að vera í stigasæti. Ég vona að mistökum sé um að kenna,“ sagði Jenson Button sem varð 13. á McLaren bílnum. „Þetta var góð keppni fyrir mig, þrátt fyrir að vera ekki á verðlaunapallinum. Það var frábært að halda Lewis fyrir aftan mig. Keppnin var fullkomin og ég er afar ánægður,“ sagði Felipe Massa sem varð sjötti í dag á Williams bílnum. „Ég átti aðeins erfitt eftir ræsinguna og öryggisbíllinn hentaði okkur ekkert sérstaklega vel. Ég hefði viljað ná meiru út úr keppninni,“ sagi Valtteri Bottas sem var 10. á Williams bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10 Nico Rosberg vann í Kína Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. 17. apríl 2016 07:40 Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00 Horner: Ég veit ekki hvaðan þetta kom Nico Rosberg á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í ár í Kína í morgun. Tímatakan var full af atvikum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. apríl 2016 12:15 Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10
Nico Rosberg vann í Kína Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. 17. apríl 2016 07:40
Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00
Horner: Ég veit ekki hvaðan þetta kom Nico Rosberg á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í ár í Kína í morgun. Tímatakan var full af atvikum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. apríl 2016 12:15
Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30