Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2016 09:45 Conor og Carvalho. vísir/getty & facebook Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho. MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira