Forsetinn á að sinna kokteilboðum Ólöf Skaftadóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 29. apríl 2016 07:00 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður „Pírataspjallið er „out of control“, það er engin spurning. Það er löngu hætt að vera raunhæfur stefnumótunarvettvangur og var aldrei slíkur,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Píratar mælast með ríflega 36 prósenta fylgi samkvæmt skoðanakönnunum og hafa verið með yfir þrjátíu prósenta fylgi síðan í apríl í fyrra. Það bendir allt til þess að Píratar fari með stjórnarmyndunarumboðið eftir næstu kosningar. „Því meira sem ég pæli í því, því meira verð ég á móti svona meirihlutastjórnum. Það er alls ekki óumdeild skoðun. Ég er ekki að segja að meirihlutinn eigi ekki að ráða, því hann á að ráða, en af hverju þarf ríkisstjórnin að vera með meirihluta þingsins? Það er bara til að verja hana falli.“ Helgi hefur þá skoðun að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi. „Það er ekki stefna okkar að ráðherrar megi ekki vera úr hópi þingmanna. Þeir þurfa bara að hætta að vera þingmenn á meðan. Það felast ákveðnar vinsældir í hugmyndinni að fá einhvern utan stjórnmálanna í ráðherrastól en ég held ekki endilega að það sé góð hugmynd. Vegna þess að annars vegar þarf að vera lýðræðislegt umboð til staðar og svo er fólk úti í bæ ekkert minna pólitískt en stjórnmálamenn. Það er bara ekki búið að fara í kosningabaráttu og tala um skoðanir sínar og rökstyðja þær og verða fyrir öllum þessum viðbjóði sem er í pólitíkinni. Ég held að fólk hafi tilhneigingu til að halda, vegna þess að því er illa við stjórnmálamenn, að ef það eru einhverjir aðrir en stjórnmálamenn sem fari með völdin verði allt miklu betra.“En hvernig ræður maður fagráðherra? „Við höfum ekkert ákveðið þetta. Það er ekkert augljóst hvernig maður fer að þessu. Mér finnst alveg eðlilegt að velja ráðherra úr hópi þingmanna. Það sem skiptir bara máli er að framkvæmdarvaldið verði aðskilið löggjafarvaldinu.“Breytt vald forsetaForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði þegar hann tilkynnti um framboð sitt á ný að búast mætti við að stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið erfiðar. Því hefur verið fleygt að þessum ummælum hafi að einhverju leyti verið beint að Pírötum. „Á einn hátt finnst mér ekki að stjórnmálaflokkur eigi að vera með skoðun á því hver sé forseti. Á móti kemur að við þurfum að geta rætt eðli forsetaembættisins. Embættið, eins og margt á Íslandi, á rætur sínar að rekja til danska konungsveldisins. Stjórnarskráin sem við erum með í dag og forsetaembættið grundvallast á konunglegri arfleifð. Í raun átti þetta að vera bráðabirgðastjórnarskrá,“ segir Helgi.Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður PÃrata, FöstudagsviðtalHann segir hugmyndir um forsetaembættið ekki samrýmast lýðræðishugmyndum sínum. „Við tölum um lýðræði og þingræði og það er góðra gjalda vert en ég held að grunninntakið sé það sama og í konungsveldi. Þessu fylgir að valdið komi að ofan og renni niður á við og sé veitt fólki. En lýðveldishugsjónin eins og ég skil og aðhyllist hana, er að valdið eigi að koma frá fólkinu og renna upp á við. Ekki öfugt.“Ertu að tala fyrir því að leggja forsetaembættið niður? „Ekki strax. En ég myndi vilja breytt hlutverk. Fyrst og fremst athafnahlutverk. Það þarf einhver að fara í fín kokteilboð. Ólafur hefur gert góða hluti en eðli embættisins á ekki að þróast í þá átt að líkjast konungsveldi. Þarna er komið vald til eins manns og það er komið þangað vegna konunglegrar arfleifðar. Mér finnst það vandamál.“Dópið vannHelgi Hrafn hefur vakið mikla athygli sem þingmaður, hann nýtur mikillar persónuhylli og hefur á köflum sett fram umdeildar hugmyndir, til að mynda hvað varðar vímuefnaneyslu. „Vímuefnaneysla og fíkn er heilbrigðismál, ekki lögreglumál. Og nota bene, ef þú skoðar áhrif áfengis og berð saman við áhrif annarra vímuefna á sama við. Það veldur líkamlegum og andlegum kvillum, fíkn, ofbeldi, geðveiki, heimsku og dauða. Það er ekkert við áfengi sem gerir það að minna vímuefni en þau sem eru ólögleg en það hefur annað hlutverk og sögu í okkar samfélagi. Sérstaklega eftir að kannabis og LSD fóru að verða vinsæl á síðustu öld brást samfélagið við með óðagoti og stríðshugarfari. Það var beinlínis kallað dópstríðið. Maður gantast stundum með það að dópstríðinu sé lokið og dópið vann. Tilfellið er það að maður segir ekki fullorðnu fólki og unglingum upp að vissu marki hvað það má gera við sinn skrokk,“ útskýrir Helgi og segir að hvort sem okkur líki betur eða verr muni fólk áfram neyta vímuefna. „Skynsamlega og óskynsamlega. Það þýðir ekkert að nálgast það með stríðsmentalíteti. Þá spyrjum við okkur hvað við ætlum að gera því vímuefni geta valdið miklum erfiðleikum eins og frægt er orðið. Það á að nálgast þetta sem heilbrigðisvandamál. Ég er ekki að tala um sölu, dreifingu og framleiðslu. Það er annar pakki. En neyslan sem slík á ekki að vera refsiverð að okkar mati. Í því felst engin vörn fyrir vímuefni.“Hefur þú notað ólögleg vímuefni? Já.Var það vesen? Eftir á að hyggja, já.Var það þá kannabis? Ertu hættur því í dag? Já. Helgi segist hafa fengið meðbyr með þessum skoðunum sínum. „Fólki er samt oft illa við þetta fyrst um sinn vegna þess að það óttast að þetta gefi þau skilaboð að vímuefni séu í lagi. Það eru ekki skilaboðin. Ástæða þessarar stefnu er að vímuefni eru hættuleg. Það er þess vegna sem við eigum ekki að refsa fyrir þau. Alveg eins og við refsum ekki fólki með aðra sjúkdóma.“Jakkafötin gjörsigruðÞað verður ekki komist hjá því að spyrja, hvernig var á þingi í Wintris-vikunni? „Rosalegt. Maður var einhvern veginn hissa en samt ekki. Ég var alltaf meira hissa á því að það hefði komist upp um þetta en á því að þetta hefði átt sér stað. Maður er kannski orðinn dimmsýnn en ég held að Ísland sé svolítið blint á fjármálasiðferði. Hrunið var hluti af alþjóðlegu hruni en mér fannst það sýna vel hvað við vorum barnaleg þegar kemur að öllu sem varðar fjármál. Ég á erfitt með að undanskilja nokkurn frá þeim dómi. Mér finnst það einkenni íslensks hugarfars og íslenskrar vanþekkingar á fjármálum. Við erum mjög ung þegar kemur að þessum fjármálapælingum. Það eru Evrópuþjóðir sem eiga mörg hundruð ára bankasögu á meðan við vorum frumstæð fram á tuttugustu öld.“ Helgi telur að hrunið hafi dregið úr trúverðugleika stjórnmála. „Ég hef stundum sagt að fólk hafi misst trúna á jakkafötunum. Það var ekki lengur nóg að koma fram í jakkafötum og þylja upp fín orð. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk segi af sér þegar stór álitamál koma upp. Það ríkir dæmigerður afneitunarkúltúr í pólitíkinni. Þegar eitthvað kemur upp og menn greinir á hvort það sé siðlegt eða ekki, þá er mikilvægt að halda trúverðugleika og hafa umræðuna yfirvegaða og málefnalega. Það er eiginlega ekki hægt þegar við erum t.d. með forsætisráðherra sem heldur dauðahaldi í sætið sitt þegar eitthvað gengur á.“ Hann segir lekamálið skýrt dæmi. „Hanna Birna hélt í ráðherrastólinn þar til aðstoðarmaðurinn var búinn að játa. Þegar allt var komið í rjúkandi rúst. Ef hún hefði sagt af sér þegar lögreglurannsókn hófst hefði hún hugsanlega getað staðið uppi sigurvegari. Hún hefði öðlast trúverðugleika sem hún glataði gjörsamlega með þrásetunni.“Haust er teygjanlegt hugtakHvers vegna er ekki komin dagsetning á kjördag? „Það er hluti af þessum trúverðugleikavanda. Ég hef heyrt 22. október en það er óstaðfest enn þá, eftir því sem ég best veit.Menn segja að haustið sé teygjanlegt hugtak? „Já. Meðan þetta er ekki á hreinu þá verð ég að segja að ég á bágt með að sjá að þetta verði. Líka að fenginni reynslu. Menn ætluðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá meðfram forsetakosningum, svo þegar dró nær, þá var það ómögulegt. Menn ætluðu í þjóðaratkvæði um ESB, og svo gerðist það ekki. Það er reynslan sem við höfum, plús þessi afneitunarkúltúr og því miður kæmi það mér ekkert á óvart þó að í haust yrði einhver ástæða fyrir því að það væri ekki ,,hægt að halda kosningar núna“.“VaxtarverkirnirÞið Ólöf Nordal eruð náin, ekki satt? „Í þingsal hugsa ég að við séum eins náin og pólitískir andstæðingar verða. Ég get ekki leynt því að ég hef miklar mætur á henni.“Finnst þér vera hroki í samstarfsmönnum þínum? „Sumum. Þetta er auðvitað misjafnt. En það er ekki hægt að láta eins og það sé í lagi hvernig Sigmundur Davíð lét alltaf. Það er ekki í lagi. Birgitta orðaði það vel [í fyrirspurnartíma Alþingis]. Hann greinir spurninguna, útskýrir fyrir áhorfendum hvað var verið að spyrja um og svo kemur skætingur.“ Það var kallaður inn vinnustaðasálfræðingur í ykkar þingflokk út af innbyrðisdeilum. Hvernig gekk það?„Mjög vel. Ég mæli með þessu fyrir hvern sem er. Það er svo margt í mannlegum samskiptum sem er þess virði að hugsa um. Það er ekkert borðleggjandi hvernig mannleg samskipti eru sem uppbyggilegust og sérstaklega ekki undir miklu álagi, í pínulitlum þingflokki með brjálað fylgi og endalausa aðsókn og enga burði til að díla við það. Það væri skrýtið ef allt væri alltaf á lygnum sjó.“ Alþingi Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
„Pírataspjallið er „out of control“, það er engin spurning. Það er löngu hætt að vera raunhæfur stefnumótunarvettvangur og var aldrei slíkur,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Píratar mælast með ríflega 36 prósenta fylgi samkvæmt skoðanakönnunum og hafa verið með yfir þrjátíu prósenta fylgi síðan í apríl í fyrra. Það bendir allt til þess að Píratar fari með stjórnarmyndunarumboðið eftir næstu kosningar. „Því meira sem ég pæli í því, því meira verð ég á móti svona meirihlutastjórnum. Það er alls ekki óumdeild skoðun. Ég er ekki að segja að meirihlutinn eigi ekki að ráða, því hann á að ráða, en af hverju þarf ríkisstjórnin að vera með meirihluta þingsins? Það er bara til að verja hana falli.“ Helgi hefur þá skoðun að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi. „Það er ekki stefna okkar að ráðherrar megi ekki vera úr hópi þingmanna. Þeir þurfa bara að hætta að vera þingmenn á meðan. Það felast ákveðnar vinsældir í hugmyndinni að fá einhvern utan stjórnmálanna í ráðherrastól en ég held ekki endilega að það sé góð hugmynd. Vegna þess að annars vegar þarf að vera lýðræðislegt umboð til staðar og svo er fólk úti í bæ ekkert minna pólitískt en stjórnmálamenn. Það er bara ekki búið að fara í kosningabaráttu og tala um skoðanir sínar og rökstyðja þær og verða fyrir öllum þessum viðbjóði sem er í pólitíkinni. Ég held að fólk hafi tilhneigingu til að halda, vegna þess að því er illa við stjórnmálamenn, að ef það eru einhverjir aðrir en stjórnmálamenn sem fari með völdin verði allt miklu betra.“En hvernig ræður maður fagráðherra? „Við höfum ekkert ákveðið þetta. Það er ekkert augljóst hvernig maður fer að þessu. Mér finnst alveg eðlilegt að velja ráðherra úr hópi þingmanna. Það sem skiptir bara máli er að framkvæmdarvaldið verði aðskilið löggjafarvaldinu.“Breytt vald forsetaForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði þegar hann tilkynnti um framboð sitt á ný að búast mætti við að stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið erfiðar. Því hefur verið fleygt að þessum ummælum hafi að einhverju leyti verið beint að Pírötum. „Á einn hátt finnst mér ekki að stjórnmálaflokkur eigi að vera með skoðun á því hver sé forseti. Á móti kemur að við þurfum að geta rætt eðli forsetaembættisins. Embættið, eins og margt á Íslandi, á rætur sínar að rekja til danska konungsveldisins. Stjórnarskráin sem við erum með í dag og forsetaembættið grundvallast á konunglegri arfleifð. Í raun átti þetta að vera bráðabirgðastjórnarskrá,“ segir Helgi.Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður PÃrata, FöstudagsviðtalHann segir hugmyndir um forsetaembættið ekki samrýmast lýðræðishugmyndum sínum. „Við tölum um lýðræði og þingræði og það er góðra gjalda vert en ég held að grunninntakið sé það sama og í konungsveldi. Þessu fylgir að valdið komi að ofan og renni niður á við og sé veitt fólki. En lýðveldishugsjónin eins og ég skil og aðhyllist hana, er að valdið eigi að koma frá fólkinu og renna upp á við. Ekki öfugt.“Ertu að tala fyrir því að leggja forsetaembættið niður? „Ekki strax. En ég myndi vilja breytt hlutverk. Fyrst og fremst athafnahlutverk. Það þarf einhver að fara í fín kokteilboð. Ólafur hefur gert góða hluti en eðli embættisins á ekki að þróast í þá átt að líkjast konungsveldi. Þarna er komið vald til eins manns og það er komið þangað vegna konunglegrar arfleifðar. Mér finnst það vandamál.“Dópið vannHelgi Hrafn hefur vakið mikla athygli sem þingmaður, hann nýtur mikillar persónuhylli og hefur á köflum sett fram umdeildar hugmyndir, til að mynda hvað varðar vímuefnaneyslu. „Vímuefnaneysla og fíkn er heilbrigðismál, ekki lögreglumál. Og nota bene, ef þú skoðar áhrif áfengis og berð saman við áhrif annarra vímuefna á sama við. Það veldur líkamlegum og andlegum kvillum, fíkn, ofbeldi, geðveiki, heimsku og dauða. Það er ekkert við áfengi sem gerir það að minna vímuefni en þau sem eru ólögleg en það hefur annað hlutverk og sögu í okkar samfélagi. Sérstaklega eftir að kannabis og LSD fóru að verða vinsæl á síðustu öld brást samfélagið við með óðagoti og stríðshugarfari. Það var beinlínis kallað dópstríðið. Maður gantast stundum með það að dópstríðinu sé lokið og dópið vann. Tilfellið er það að maður segir ekki fullorðnu fólki og unglingum upp að vissu marki hvað það má gera við sinn skrokk,“ útskýrir Helgi og segir að hvort sem okkur líki betur eða verr muni fólk áfram neyta vímuefna. „Skynsamlega og óskynsamlega. Það þýðir ekkert að nálgast það með stríðsmentalíteti. Þá spyrjum við okkur hvað við ætlum að gera því vímuefni geta valdið miklum erfiðleikum eins og frægt er orðið. Það á að nálgast þetta sem heilbrigðisvandamál. Ég er ekki að tala um sölu, dreifingu og framleiðslu. Það er annar pakki. En neyslan sem slík á ekki að vera refsiverð að okkar mati. Í því felst engin vörn fyrir vímuefni.“Hefur þú notað ólögleg vímuefni? Já.Var það vesen? Eftir á að hyggja, já.Var það þá kannabis? Ertu hættur því í dag? Já. Helgi segist hafa fengið meðbyr með þessum skoðunum sínum. „Fólki er samt oft illa við þetta fyrst um sinn vegna þess að það óttast að þetta gefi þau skilaboð að vímuefni séu í lagi. Það eru ekki skilaboðin. Ástæða þessarar stefnu er að vímuefni eru hættuleg. Það er þess vegna sem við eigum ekki að refsa fyrir þau. Alveg eins og við refsum ekki fólki með aðra sjúkdóma.“Jakkafötin gjörsigruðÞað verður ekki komist hjá því að spyrja, hvernig var á þingi í Wintris-vikunni? „Rosalegt. Maður var einhvern veginn hissa en samt ekki. Ég var alltaf meira hissa á því að það hefði komist upp um þetta en á því að þetta hefði átt sér stað. Maður er kannski orðinn dimmsýnn en ég held að Ísland sé svolítið blint á fjármálasiðferði. Hrunið var hluti af alþjóðlegu hruni en mér fannst það sýna vel hvað við vorum barnaleg þegar kemur að öllu sem varðar fjármál. Ég á erfitt með að undanskilja nokkurn frá þeim dómi. Mér finnst það einkenni íslensks hugarfars og íslenskrar vanþekkingar á fjármálum. Við erum mjög ung þegar kemur að þessum fjármálapælingum. Það eru Evrópuþjóðir sem eiga mörg hundruð ára bankasögu á meðan við vorum frumstæð fram á tuttugustu öld.“ Helgi telur að hrunið hafi dregið úr trúverðugleika stjórnmála. „Ég hef stundum sagt að fólk hafi misst trúna á jakkafötunum. Það var ekki lengur nóg að koma fram í jakkafötum og þylja upp fín orð. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk segi af sér þegar stór álitamál koma upp. Það ríkir dæmigerður afneitunarkúltúr í pólitíkinni. Þegar eitthvað kemur upp og menn greinir á hvort það sé siðlegt eða ekki, þá er mikilvægt að halda trúverðugleika og hafa umræðuna yfirvegaða og málefnalega. Það er eiginlega ekki hægt þegar við erum t.d. með forsætisráðherra sem heldur dauðahaldi í sætið sitt þegar eitthvað gengur á.“ Hann segir lekamálið skýrt dæmi. „Hanna Birna hélt í ráðherrastólinn þar til aðstoðarmaðurinn var búinn að játa. Þegar allt var komið í rjúkandi rúst. Ef hún hefði sagt af sér þegar lögreglurannsókn hófst hefði hún hugsanlega getað staðið uppi sigurvegari. Hún hefði öðlast trúverðugleika sem hún glataði gjörsamlega með þrásetunni.“Haust er teygjanlegt hugtakHvers vegna er ekki komin dagsetning á kjördag? „Það er hluti af þessum trúverðugleikavanda. Ég hef heyrt 22. október en það er óstaðfest enn þá, eftir því sem ég best veit.Menn segja að haustið sé teygjanlegt hugtak? „Já. Meðan þetta er ekki á hreinu þá verð ég að segja að ég á bágt með að sjá að þetta verði. Líka að fenginni reynslu. Menn ætluðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá meðfram forsetakosningum, svo þegar dró nær, þá var það ómögulegt. Menn ætluðu í þjóðaratkvæði um ESB, og svo gerðist það ekki. Það er reynslan sem við höfum, plús þessi afneitunarkúltúr og því miður kæmi það mér ekkert á óvart þó að í haust yrði einhver ástæða fyrir því að það væri ekki ,,hægt að halda kosningar núna“.“VaxtarverkirnirÞið Ólöf Nordal eruð náin, ekki satt? „Í þingsal hugsa ég að við séum eins náin og pólitískir andstæðingar verða. Ég get ekki leynt því að ég hef miklar mætur á henni.“Finnst þér vera hroki í samstarfsmönnum þínum? „Sumum. Þetta er auðvitað misjafnt. En það er ekki hægt að láta eins og það sé í lagi hvernig Sigmundur Davíð lét alltaf. Það er ekki í lagi. Birgitta orðaði það vel [í fyrirspurnartíma Alþingis]. Hann greinir spurninguna, útskýrir fyrir áhorfendum hvað var verið að spyrja um og svo kemur skætingur.“ Það var kallaður inn vinnustaðasálfræðingur í ykkar þingflokk út af innbyrðisdeilum. Hvernig gekk það?„Mjög vel. Ég mæli með þessu fyrir hvern sem er. Það er svo margt í mannlegum samskiptum sem er þess virði að hugsa um. Það er ekkert borðleggjandi hvernig mannleg samskipti eru sem uppbyggilegust og sérstaklega ekki undir miklu álagi, í pínulitlum þingflokki með brjálað fylgi og endalausa aðsókn og enga burði til að díla við það. Það væri skrýtið ef allt væri alltaf á lygnum sjó.“
Alþingi Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira