Tveir strákar í spandex á ferðalagi um geiminn Magnús Guðmundsson skrifar 28. apríl 2016 12:30 Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson eru höfundar og leikarar sviðslistaverksins Könnunarleiðangursins til KOI sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói annað kvöld. Visir/Vilhelm Annað kvöld frumsýna sviðslistamennirnir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson leikverkið Könnunarleiðangurinn til KOI. Þeir félagar eru einnig höfundar verksins sem er sérstakt fyrir þær sakir að það er skrifað og æft upp til frumsýningar á aðeins einum mánuði og segir Hilmir að þetta sé í annað sinn sem þeir vinni verk með þessum hætti. „Við gerðum sýningu sem hét MP5 og fjallaði um hríðskotabyssurnar sem landhelgisgæslan ætlaði að eigna sér frá Noregi. Okkar pæling snýst um það hvað viðbragðstíminn í leikhúsi er langur og hversu seinlega það gengur hjá leikhúsunum að bregðast við þeim málum sem brenna á samfélaginu hverju sinni. Það er kannski raunhæft að sýning sem fjallar um ákveðið málefni eða atburð komi á fjalirnar um einu og hálfu ári eftir að atburðurinn átti sér stað eða að umræðan var í hámæli. Þannig að okkur langaði til þess að búa til form þar sem við gætum bara dúndrað þessu út og sagt það sem okkur langaði til þess að segja hverju sinni. Nálgunin er því að við gefum okkur svona um mánuð frá ákvörðuninni um að byrja að vinna fram að frumsýningu.“Ekki taka sig of hátíðlega Hilmir segir að þeir hafi þó ekki valið þá leið að vinna verkið í spuna heldur fremur á hefðbundnari máta. „Við hreinlega byrjum á því að setjast saman við tölvuna og skrifa. Í framhaldinu prófum við svo að fara út á gólf og prufa efnið sem við erum komnir með og þannig fram og til baka þangað til að við erum búnir að hamra saman handrit. Málið er að við Tryggvi erum búnir að vinna talvert saman áður og þekkjum hvor annan vel. Við höfum svipaðar hugmyndir um það hvað okkur finnst gera sig og vera skemmtilegt þannig að þetta hefur gengið mjög vel.“ Það er einnig nokkuð sérstakt við þessa sýningu að hún er án leikstjóra og annarra listrænna stjórnenda sem alla jafna er unnið með í leikhúsi í dag. „Já, þetta erum bara við tveir. Að vísu fengum við ljósamann til þess að hjálpa okkur við að setja upp ljósin en annað höfum við gert sjálfir svo þetta er mjög mínímalískt og hrátt. Fyrri sýningin okkar var í sjálfu sér tilraun til þess að láta á það reyna að fjarlægja yfirbyggingu leikhússins með þessum hætti og þar sem það gekk svona ljómandi vel þá ákváðum við að halda áfram. Mér finnst að leikhúsin mættu alveg gera meira af þessu og held að í raun taki leikhúsfólk sig á stundum helst til hátíðlega því það er líka hægt að gera þetta bara. Láta vaða.“Félagarnir í hlutverkum sínum í Könnunarleiðangrinum til KOI.Hugleiddu að henda öllu Leikverkinu Könnunarleiðangrinum til KOI sem félagarnir frumsýna annað kvöld er því ætlað að vera ákveðinn farvegur til samfélagslegrar umræðu og Hilmir segir að þá sá mikilvægt að halda sig við einfalda og skýra umgjörð. „Verkið fjallar um tvo geimfara sem eru á siglingu á leiðinni að skoða KOI 310 sem á að verða framtíðarheimili mannkyns af því að jörðin er að deyja af okkar völdum. Þá er bankað utan á geimskipið af veru sem þarfnast aðstoðar og er jafnframt fyrsta geimveran sem mannkynið rekst á. Þetta er ramminn um samtal um það hvort eigi að hleypa inn geimveru í neyð eða ekki. Þetta speglar flóttamannaástandið í Evrópu og víðar akkúrat núna. Ég játa að við hugleiddum að henda handritinu öllu og byrja upp á nýtt þann 4. apríl síðastliðinn þegar mótmælin voru á Austurvelli en svo sáum við að sá farsi væri einfaldlega tilbúinn og engu við það að bæta. Við getum ekki sagt eða gert neitt sem var búið að gerast á þeim vettvangi því atgangurinn var slíkur.Af öskurplaninu Þetta málefni var eitthvað sem brann á okkur og okkur fannst að þarna hefðum við eitthvað segja og vildum því koma því frá okkur. Það var ekki svo að við hefðum einhverja persónulega tengingu við þessi mál heldur var þetta bara það sem kallaði á okkur. Vonandi getur þetta hjálpað til þess að skapa umræðu og hjálpað til við þá umræðu. Það er svo sannarlega ekki vanþörf á. Málið er að það er svo gott að setja svona allegóríu út í geim því þá eru þetta bara tveir strákar í spandex-búningum á ferðalagi um víðáttur geimsins og við losnum við alla flokkadrætti og getum aðeins skoðað málið úr fjarlægð. Í samfélaginu sem við lifum í frá degi til dags erum við oft ansi fljót til að stökkva í skotgrafir, byrja að öskra hvert á annað og skrifa á Facebook í hástöfum og það kemur oft soldið í veg fyrir að við getum talað saman. Kemur í veg fyrir vitræna umræðu. Það breytir því ekki að fólk getur verið reitt og við erum það alveg sjálfir og erum ekkert að fela það. En það þarf að taka umræðuna af þessu öskurplani.“ Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Annað kvöld frumsýna sviðslistamennirnir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson leikverkið Könnunarleiðangurinn til KOI. Þeir félagar eru einnig höfundar verksins sem er sérstakt fyrir þær sakir að það er skrifað og æft upp til frumsýningar á aðeins einum mánuði og segir Hilmir að þetta sé í annað sinn sem þeir vinni verk með þessum hætti. „Við gerðum sýningu sem hét MP5 og fjallaði um hríðskotabyssurnar sem landhelgisgæslan ætlaði að eigna sér frá Noregi. Okkar pæling snýst um það hvað viðbragðstíminn í leikhúsi er langur og hversu seinlega það gengur hjá leikhúsunum að bregðast við þeim málum sem brenna á samfélaginu hverju sinni. Það er kannski raunhæft að sýning sem fjallar um ákveðið málefni eða atburð komi á fjalirnar um einu og hálfu ári eftir að atburðurinn átti sér stað eða að umræðan var í hámæli. Þannig að okkur langaði til þess að búa til form þar sem við gætum bara dúndrað þessu út og sagt það sem okkur langaði til þess að segja hverju sinni. Nálgunin er því að við gefum okkur svona um mánuð frá ákvörðuninni um að byrja að vinna fram að frumsýningu.“Ekki taka sig of hátíðlega Hilmir segir að þeir hafi þó ekki valið þá leið að vinna verkið í spuna heldur fremur á hefðbundnari máta. „Við hreinlega byrjum á því að setjast saman við tölvuna og skrifa. Í framhaldinu prófum við svo að fara út á gólf og prufa efnið sem við erum komnir með og þannig fram og til baka þangað til að við erum búnir að hamra saman handrit. Málið er að við Tryggvi erum búnir að vinna talvert saman áður og þekkjum hvor annan vel. Við höfum svipaðar hugmyndir um það hvað okkur finnst gera sig og vera skemmtilegt þannig að þetta hefur gengið mjög vel.“ Það er einnig nokkuð sérstakt við þessa sýningu að hún er án leikstjóra og annarra listrænna stjórnenda sem alla jafna er unnið með í leikhúsi í dag. „Já, þetta erum bara við tveir. Að vísu fengum við ljósamann til þess að hjálpa okkur við að setja upp ljósin en annað höfum við gert sjálfir svo þetta er mjög mínímalískt og hrátt. Fyrri sýningin okkar var í sjálfu sér tilraun til þess að láta á það reyna að fjarlægja yfirbyggingu leikhússins með þessum hætti og þar sem það gekk svona ljómandi vel þá ákváðum við að halda áfram. Mér finnst að leikhúsin mættu alveg gera meira af þessu og held að í raun taki leikhúsfólk sig á stundum helst til hátíðlega því það er líka hægt að gera þetta bara. Láta vaða.“Félagarnir í hlutverkum sínum í Könnunarleiðangrinum til KOI.Hugleiddu að henda öllu Leikverkinu Könnunarleiðangrinum til KOI sem félagarnir frumsýna annað kvöld er því ætlað að vera ákveðinn farvegur til samfélagslegrar umræðu og Hilmir segir að þá sá mikilvægt að halda sig við einfalda og skýra umgjörð. „Verkið fjallar um tvo geimfara sem eru á siglingu á leiðinni að skoða KOI 310 sem á að verða framtíðarheimili mannkyns af því að jörðin er að deyja af okkar völdum. Þá er bankað utan á geimskipið af veru sem þarfnast aðstoðar og er jafnframt fyrsta geimveran sem mannkynið rekst á. Þetta er ramminn um samtal um það hvort eigi að hleypa inn geimveru í neyð eða ekki. Þetta speglar flóttamannaástandið í Evrópu og víðar akkúrat núna. Ég játa að við hugleiddum að henda handritinu öllu og byrja upp á nýtt þann 4. apríl síðastliðinn þegar mótmælin voru á Austurvelli en svo sáum við að sá farsi væri einfaldlega tilbúinn og engu við það að bæta. Við getum ekki sagt eða gert neitt sem var búið að gerast á þeim vettvangi því atgangurinn var slíkur.Af öskurplaninu Þetta málefni var eitthvað sem brann á okkur og okkur fannst að þarna hefðum við eitthvað segja og vildum því koma því frá okkur. Það var ekki svo að við hefðum einhverja persónulega tengingu við þessi mál heldur var þetta bara það sem kallaði á okkur. Vonandi getur þetta hjálpað til þess að skapa umræðu og hjálpað til við þá umræðu. Það er svo sannarlega ekki vanþörf á. Málið er að það er svo gott að setja svona allegóríu út í geim því þá eru þetta bara tveir strákar í spandex-búningum á ferðalagi um víðáttur geimsins og við losnum við alla flokkadrætti og getum aðeins skoðað málið úr fjarlægð. Í samfélaginu sem við lifum í frá degi til dags erum við oft ansi fljót til að stökkva í skotgrafir, byrja að öskra hvert á annað og skrifa á Facebook í hástöfum og það kemur oft soldið í veg fyrir að við getum talað saman. Kemur í veg fyrir vitræna umræðu. Það breytir því ekki að fólk getur verið reitt og við erum það alveg sjálfir og erum ekkert að fela það. En það þarf að taka umræðuna af þessu öskurplani.“
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira