Gagnrýnir látalæti forsetans Birta Björnsdóttir skrifar 24. apríl 2016 19:30 Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira