Þetta var brjáluð vinna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 09:15 "Það þarf bara góðar myndavélar,“ segir Svanhildur. Vísir/Stefán „Sem líffræðingur hef ég unnið hjá Hafrannsóknastofnun í 23 ár, meðal annars við botnþörungarannsóknir. Þar var fleygt myndavél í fangið á mér en ég kunni lítið með hana að fara. Mig langaði hins vegar alltaf að fara í mastersnám og datt í hug að sérhæfa mig í líffræðiljósmyndun. Ég fann einn skóla sem bauð upp á slíkan kúrs, það var Nottingham-háskóli.“ Þannig útskýrir Svanhildur Egilsdóttir líffræðingur hvernig það kom til að hún bætti ljósmyndun í menntun sína.Djúpsjávar ígulker, Gracelichinus alexandri, sem veiddist við Reykjaneshrygg í haustleiðangri á Árna Friðrikssyni 2015. Mynd/Svanhildur EgilsdóttirSvanhildur segir einungis góðar myndavélar duga í líffræðiljósmyndun og að í skólanum hafi hún fengið þjálfun í notkun smásjármyndavéla, víðsjár og rafeindasmásjár. Námið var býsna strangt, að hennar sögn. „Þetta var brjáluð vinna. Ég þurfti að gefa út bæði bók og tímarit og svo var ég í þriggja manna hópi sem gerði saman stuttmynd, fyrir utan auðvitað að læra undirstöðuatriði ljósmyndunar og notkun helstu myndvinnsluforrita. Sem líffræðiljósmyndari þarf maður líka að kunna skil á kvörðum og ýmsum greiningaratriðum í hverri myndatöku fyrir sig.“Þessi mynd var tekin á nýafstöðnum aðalfundi Ljósmyndarafélagsins. Á henni eru Lýður Geir Guðmundsson og Guðmundur Skúli Viðarsson úr sveinsprófsnefnd, Gabriel Rutenberg, Sigurgeir Sigurðsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Jón Lindsay, nýútskrifaðir sveinar, Svanhildur Egilsdóttir og Lárus Karl Ingason formaður.Mynd/Ljósmyndarafélag ÍslandsSvanhildur er á fimmtugsaldri, hún á eiginmann og fjögur börn og tók manninn og yngsta barnið, fjórtán ára strák, með til Englands. „Við vorum úti í eitt ár og það var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Maðurinn minn gat tekið vinnuna með sér og ég var svo heppin að fá leyfi úr mínu starfi til að fara í þetta nám,“ segir Svanhildur sem kveðst nýta hina nýju kunnáttu í vinnunni. „Ég fór til dæmis nýlega í leiðangur þar sem ég var eingöngu að taka myndir af skeljum og kuðungum. Þær eru sendar út til greiningar. Sú aðferð verður ábyggilega notuð sífellt meira í stað þess að hafa sérfræðinga með um borð. Krafan eykst um að stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun sýni frá leiðöngrum sínum á myndböndum jafnóðum. Mitt nám fólst, að hluta til, í því að gera fólk hæfara til að miðla slíkum upplýsingum á glöggan hátt.“ Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Sem líffræðingur hef ég unnið hjá Hafrannsóknastofnun í 23 ár, meðal annars við botnþörungarannsóknir. Þar var fleygt myndavél í fangið á mér en ég kunni lítið með hana að fara. Mig langaði hins vegar alltaf að fara í mastersnám og datt í hug að sérhæfa mig í líffræðiljósmyndun. Ég fann einn skóla sem bauð upp á slíkan kúrs, það var Nottingham-háskóli.“ Þannig útskýrir Svanhildur Egilsdóttir líffræðingur hvernig það kom til að hún bætti ljósmyndun í menntun sína.Djúpsjávar ígulker, Gracelichinus alexandri, sem veiddist við Reykjaneshrygg í haustleiðangri á Árna Friðrikssyni 2015. Mynd/Svanhildur EgilsdóttirSvanhildur segir einungis góðar myndavélar duga í líffræðiljósmyndun og að í skólanum hafi hún fengið þjálfun í notkun smásjármyndavéla, víðsjár og rafeindasmásjár. Námið var býsna strangt, að hennar sögn. „Þetta var brjáluð vinna. Ég þurfti að gefa út bæði bók og tímarit og svo var ég í þriggja manna hópi sem gerði saman stuttmynd, fyrir utan auðvitað að læra undirstöðuatriði ljósmyndunar og notkun helstu myndvinnsluforrita. Sem líffræðiljósmyndari þarf maður líka að kunna skil á kvörðum og ýmsum greiningaratriðum í hverri myndatöku fyrir sig.“Þessi mynd var tekin á nýafstöðnum aðalfundi Ljósmyndarafélagsins. Á henni eru Lýður Geir Guðmundsson og Guðmundur Skúli Viðarsson úr sveinsprófsnefnd, Gabriel Rutenberg, Sigurgeir Sigurðsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Jón Lindsay, nýútskrifaðir sveinar, Svanhildur Egilsdóttir og Lárus Karl Ingason formaður.Mynd/Ljósmyndarafélag ÍslandsSvanhildur er á fimmtugsaldri, hún á eiginmann og fjögur börn og tók manninn og yngsta barnið, fjórtán ára strák, með til Englands. „Við vorum úti í eitt ár og það var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Maðurinn minn gat tekið vinnuna með sér og ég var svo heppin að fá leyfi úr mínu starfi til að fara í þetta nám,“ segir Svanhildur sem kveðst nýta hina nýju kunnáttu í vinnunni. „Ég fór til dæmis nýlega í leiðangur þar sem ég var eingöngu að taka myndir af skeljum og kuðungum. Þær eru sendar út til greiningar. Sú aðferð verður ábyggilega notuð sífellt meira í stað þess að hafa sérfræðinga með um borð. Krafan eykst um að stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun sýni frá leiðöngrum sínum á myndböndum jafnóðum. Mitt nám fólst, að hluta til, í því að gera fólk hæfara til að miðla slíkum upplýsingum á glöggan hátt.“
Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira