Fjárpökkun eða verðmætasköpun? Árni Páll Árnason skrifar 20. apríl 2016 07:00 Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar