Bannlisti háskólanemans Kristófer Már Maronsson skrifar 15. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er ekki fyrir alla. Jafnt aðgengi að námi er ekki til staðar. Það geta að sjálfsögðu allir sótt um, þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur gætu svo fengið samþykki og hafið nám. Það þýðir ekki að HÍ sé fyrir þá einstaklinga. Það þýðir heldur ekki að HÍ vilji ekki vera fyrir alla, en vegna fjármagnsskorts og afstöðu sumra kennara til lausnarinnar þá er það ekki mögulegt. Margt innan háskólans þarfnast meira fjármagns, en að mínu mati er upptaka fyrirlestra eitt það allra brýnasta. Háskóli Íslands býður í flestum fögum upp á hið gamla góða fyrirlestraform þar sem nemendur sitja og hlusta á kennarann, með stuttum kaffipásum inn á milli. Til þess að njóta fræðslu kennara þarf því að mæta á fyrirfram ákveðinn stað, sitja í sæti, taka mjög vel eftir, halda sér vakandi og sjúga í sig fræðin án þess að truflast í eina sekúndu. Fyrir hverja er svona háskólanám? Í stuttu máli mætti segja að það væri fyrir ofurheilbrigða, barnlausa einstaklinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu, sem skara ekki fram úr í íþróttum eða þurfa að vinna fyrir sér á venjulegum dagvinnutíma. Fyrir þessa einstaklinga má samt ekkert bregða út af, strætó má ekki klikka, flensa má ekki ganga yfir landið, jarðarfarir mega ekki vera á skólatíma, árekstur í stundatöflu má ekki eiga sér stað eða hvað svo sem gæti mögulega komið í veg fyrir að þú mættir í fyrirlestur. Því fleiri fyrirlestrum sem þú missir af, því lengur ertu að læra efnið. Hverja er kerfið þá að útiloka? Fólk með sjúkdóma sem á skotstundu geta komið því kylliflötu í rúmið í einhvern tíma ætti ekki að fara í háskólann. Foreldrar ættu bara að sleppa þessu. Fólk af landsbyggðinni ætti ekkert að stunda nám við HÍ, afreksíþróttafólk sem ferðast út fyrir landsteinana fyrir Íslands hönd ætti frekar að fara í háskóla að ferlinum loknum. Svona mætti áfram telja, hvergi er gert ráð fyrir að háskólaneminn uppfylli nein þessara skilyrða. Viljum við senda slíkan bannlista sem skilaboð út til samfélagsins? Upptaka fyrirlestra er lausnin sem ég legg til. Þetta er vel þekkt í mörgum af fremstu háskólum heims. Fyrirlesturinn er tekinn upp og nemendur geta nálgast hann á netinu þrátt fyrir að geta ekki setið hann á tilsettum tíma. Ég lærði ekki línulega algebru með því að sitja fyrirlestra í Háskólabíó, ég fann mér frábærar upptökur frá MIT af svipuðu námskeiði. Tæknin er til staðar og með henni getum við stigið stórt skref í átt að því að jafna aðgengi að námi á Íslandi. Áhrifin eru víðtækari en margir gera sér grein fyrir. Ytri áhrif er hugtak sem notað er í hagfræði. Ytri áhrif verða þegar hagrænt atferli hefur í för með sér ávinning eða kostnað fyrir þriðja aðila án þess að sá aðili hafi valið að hljóta ávinninginn eða kostnaðinn. Jákvæð ytri áhrif veita því þriðja aðila ávinning en neikvæð ytri áhrif veita þriðja aðila kostnað. Margir mæta í fyrirlestra einungis til að mæta, en valda neikvæðum ytri áhrifum með því að trufla aðra, t.d. með því tala við vin sinn í tíma en það getur haft áhrif á einstaklinga nálægt þeim sem reyna að fylgjast með fyrirlestrinum. Aðrir mæta í tíma vel undirbúnir og spyrja kennarann spurninga sem hann svo svarar og allir sem hlusta fræðast meira um efnið. Þetta er dæmi um jákvæð ytri áhrif. Upptaka fyrirlestra hefði það í för með sér að meiri líkur en minni eru á því að vel undirbúnir nemendur myndu mæta í fyrirlestrana og því yrði aukinn ávinningur af kennslustundinni fyrir þá nema, en einnig þá sem myndu horfa á fyrirlesturinn á netinu í formi meiri fræðslu og tímasparnaðar. Formið myndi einnig henta þeim vel sem þyrftu að rifja upp efni fyrri fyrirlestra eða skerpa á ákveðnu efni námskeiðsins. Með upptöku fyrirlestra yrðu mörg vandamál úr sögunni, til dæmis að vera heima með veikt barn, búa á landsbyggðinni eða fá flensu. Áhrifin myndu að öllu jöfnu einnig skila sér í lægra brottfalli og hæfari útskriftarnemum auk þess sem aukinn möguleiki yrði á fjarnámi við Háskóla Íslands. Einnig þyrftu færri námsmenn á námslánum frá LÍN að halda því aukinn fjöldi nemenda gæti búið heima hjá sér, mögulega á framfærslu foreldra. Á dögunum var því haldið fram að svefnleysi væru hinar nýju reykingar. Sá sem lendir í andvökunótt þyrfti ekki að stressa sig á því að vakna um morguninn, hann gæti gengið að því vísu að fyrirlesturinn kæmi hvort sem er á netið. Minni umferð yrði á morgnana því svokallaðar B-manneskjur gætu lært á sínum forsendum, þegar þær eru best til þess fallnar að læra. Þannig má færa rök fyrir því að upptaka fyrirlestra sé bæði umhverfisvænni en núverandi form og stuðli að betri lýðheilsu nemenda. Skólakerfið gerir ráð fyrir því að fólk passi inn í fyrirframákveðinn kassa, en raunin er sú að fáir vilja lifa í kassa. Við þurfum því að bæta kerfið og fjarlægja kassann. Upptaka fyrirlestra er jafnréttismál, umhverfismál og lýðheilsumál. Samfélagið í heild myndi hagnast af því fyrirkomulagi. Það ætti að vera eitt af stærstu stefnumálum stjórnvalda í menntamálum að fjármagna upptöku fyrirlestra við Háskóla Íslands. Þá fyrst getum við farið að tala um jafnt aðgengi að námi. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Tengdar fréttir Aukið fjármagn til Háskóla Íslands: Hlutfall nemenda á hvern kennara of hátt 14. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna 13. maí 2016 09:00 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er ekki fyrir alla. Jafnt aðgengi að námi er ekki til staðar. Það geta að sjálfsögðu allir sótt um, þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur gætu svo fengið samþykki og hafið nám. Það þýðir ekki að HÍ sé fyrir þá einstaklinga. Það þýðir heldur ekki að HÍ vilji ekki vera fyrir alla, en vegna fjármagnsskorts og afstöðu sumra kennara til lausnarinnar þá er það ekki mögulegt. Margt innan háskólans þarfnast meira fjármagns, en að mínu mati er upptaka fyrirlestra eitt það allra brýnasta. Háskóli Íslands býður í flestum fögum upp á hið gamla góða fyrirlestraform þar sem nemendur sitja og hlusta á kennarann, með stuttum kaffipásum inn á milli. Til þess að njóta fræðslu kennara þarf því að mæta á fyrirfram ákveðinn stað, sitja í sæti, taka mjög vel eftir, halda sér vakandi og sjúga í sig fræðin án þess að truflast í eina sekúndu. Fyrir hverja er svona háskólanám? Í stuttu máli mætti segja að það væri fyrir ofurheilbrigða, barnlausa einstaklinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu, sem skara ekki fram úr í íþróttum eða þurfa að vinna fyrir sér á venjulegum dagvinnutíma. Fyrir þessa einstaklinga má samt ekkert bregða út af, strætó má ekki klikka, flensa má ekki ganga yfir landið, jarðarfarir mega ekki vera á skólatíma, árekstur í stundatöflu má ekki eiga sér stað eða hvað svo sem gæti mögulega komið í veg fyrir að þú mættir í fyrirlestur. Því fleiri fyrirlestrum sem þú missir af, því lengur ertu að læra efnið. Hverja er kerfið þá að útiloka? Fólk með sjúkdóma sem á skotstundu geta komið því kylliflötu í rúmið í einhvern tíma ætti ekki að fara í háskólann. Foreldrar ættu bara að sleppa þessu. Fólk af landsbyggðinni ætti ekkert að stunda nám við HÍ, afreksíþróttafólk sem ferðast út fyrir landsteinana fyrir Íslands hönd ætti frekar að fara í háskóla að ferlinum loknum. Svona mætti áfram telja, hvergi er gert ráð fyrir að háskólaneminn uppfylli nein þessara skilyrða. Viljum við senda slíkan bannlista sem skilaboð út til samfélagsins? Upptaka fyrirlestra er lausnin sem ég legg til. Þetta er vel þekkt í mörgum af fremstu háskólum heims. Fyrirlesturinn er tekinn upp og nemendur geta nálgast hann á netinu þrátt fyrir að geta ekki setið hann á tilsettum tíma. Ég lærði ekki línulega algebru með því að sitja fyrirlestra í Háskólabíó, ég fann mér frábærar upptökur frá MIT af svipuðu námskeiði. Tæknin er til staðar og með henni getum við stigið stórt skref í átt að því að jafna aðgengi að námi á Íslandi. Áhrifin eru víðtækari en margir gera sér grein fyrir. Ytri áhrif er hugtak sem notað er í hagfræði. Ytri áhrif verða þegar hagrænt atferli hefur í för með sér ávinning eða kostnað fyrir þriðja aðila án þess að sá aðili hafi valið að hljóta ávinninginn eða kostnaðinn. Jákvæð ytri áhrif veita því þriðja aðila ávinning en neikvæð ytri áhrif veita þriðja aðila kostnað. Margir mæta í fyrirlestra einungis til að mæta, en valda neikvæðum ytri áhrifum með því að trufla aðra, t.d. með því tala við vin sinn í tíma en það getur haft áhrif á einstaklinga nálægt þeim sem reyna að fylgjast með fyrirlestrinum. Aðrir mæta í tíma vel undirbúnir og spyrja kennarann spurninga sem hann svo svarar og allir sem hlusta fræðast meira um efnið. Þetta er dæmi um jákvæð ytri áhrif. Upptaka fyrirlestra hefði það í för með sér að meiri líkur en minni eru á því að vel undirbúnir nemendur myndu mæta í fyrirlestrana og því yrði aukinn ávinningur af kennslustundinni fyrir þá nema, en einnig þá sem myndu horfa á fyrirlesturinn á netinu í formi meiri fræðslu og tímasparnaðar. Formið myndi einnig henta þeim vel sem þyrftu að rifja upp efni fyrri fyrirlestra eða skerpa á ákveðnu efni námskeiðsins. Með upptöku fyrirlestra yrðu mörg vandamál úr sögunni, til dæmis að vera heima með veikt barn, búa á landsbyggðinni eða fá flensu. Áhrifin myndu að öllu jöfnu einnig skila sér í lægra brottfalli og hæfari útskriftarnemum auk þess sem aukinn möguleiki yrði á fjarnámi við Háskóla Íslands. Einnig þyrftu færri námsmenn á námslánum frá LÍN að halda því aukinn fjöldi nemenda gæti búið heima hjá sér, mögulega á framfærslu foreldra. Á dögunum var því haldið fram að svefnleysi væru hinar nýju reykingar. Sá sem lendir í andvökunótt þyrfti ekki að stressa sig á því að vakna um morguninn, hann gæti gengið að því vísu að fyrirlesturinn kæmi hvort sem er á netið. Minni umferð yrði á morgnana því svokallaðar B-manneskjur gætu lært á sínum forsendum, þegar þær eru best til þess fallnar að læra. Þannig má færa rök fyrir því að upptaka fyrirlestra sé bæði umhverfisvænni en núverandi form og stuðli að betri lýðheilsu nemenda. Skólakerfið gerir ráð fyrir því að fólk passi inn í fyrirframákveðinn kassa, en raunin er sú að fáir vilja lifa í kassa. Við þurfum því að bæta kerfið og fjarlægja kassann. Upptaka fyrirlestra er jafnréttismál, umhverfismál og lýðheilsumál. Samfélagið í heild myndi hagnast af því fyrirkomulagi. Það ætti að vera eitt af stærstu stefnumálum stjórnvalda í menntamálum að fjármagna upptöku fyrirlestra við Háskóla Íslands. Þá fyrst getum við farið að tala um jafnt aðgengi að námi. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun