Þetta er maðurinn sem ætlar að rota Gunnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. maí 2016 14:30 Vísir/Getty Risabardagi Gunnars er á morgun! Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov annað kvöld á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Hér förum við ítarlega yfir styrkleika og veikleika Tumenov og leið hans til sigurs. Albert Tumenov byrjaði ungur að árum í boxi. Pabbi hans hefur þjálfað hann í boxinu frá því Albert var fimm ára gamall og er pabbi hans enn meðal þjálfara hans í dag. Tumenov æfir að mestu heima fyrir í Kabardino-Balkaria sem er sjálfsstjórnunarlýðveldi í Norður-Kákasus svæðinu í Rússlandi. Hann hefur einnig æft í K-Dojo bardagaklúbbnum í New Jersey en fyrir þennan bardaga hefur hann aðeins æft heima fyrir við skemmtilegar aðstæður. Tumenov er með 18 sigra og tvö töp á ferlinum. Hann hefur unnið 13 af síðustu 14 bardögum sínum og unnið fimm bardaga í röð. Hans eina tap í UFC kom gegn Ildemar Alcantara í frumraun sinni í UFC. Tumenov er með hraðar og þungar hendur og á auðvelt með að setja saman góðar fléttur. Hann er stundum kallaður Mr. Left Hook enda er hann með afar sterkan vinstri krók – hvort sem það er í höfuð eða í skrokkinn. Tumenov er þó bestur standandi þegar hann blandar saman spörkunum með hættulegu höndunum sínum. Tumenov hefur sigrað þrjá bardaga eftir háspörk og er þá vinstra hásparkið hans sérstaklega hættulegt. Tumenov er með góða og markvissa pressu og vinnur vel með stunguna. Þegar hann króar andstæðinginn af við búrið raðar hann inn höggunum og blandar höggum í skrokk og höfuð vel saman. Þar er hann hættulegastur. Tumenov er með góð spörk en er sjálfur með ekkert sérstaka vörn gegn spörkum. Hann reynir alltaf að grípa spörk mótherjanna og svara með t.d. beinni hægri en hingað til hefur lítið komið úr því í UFC. Tumenov er því oft að éta sköflung beint í skrokkinn. Það má þó ekki vanmeta þennan þátt hans og eitthvað sem Gunnar verður að passa sig á ef hann ætlar að nota spörkin. Gegn Lorenz Larkin sáum við Tumenov fá fullt af spörkum í lærin sem ollu honum miklum vandræðum. Gunnar er þó ekki þekktur fyrir lágspörk (spörk í lærin). Eins og áður segir kom hans eina tap í UFC gegn Ildemar Alcantara eftir klofna dómaraákvörðun. Sá brasilíski náði Tumenov nokkrum sinnum í gólfið þar sem hann hafði yfirburði. Tvisvar náði Alcantara að fara undir beina hægri Tumenov og ná þannig fellunni. Þessar fellur voru frábærlega vel tímasettur og við vitum að Gunnar er einnig með góðar tímasetningar í fellunum sínum. Þá verður að hafa í huga að Tumenov gaf á sér bakið nokkrum sinnum í bardaganum gegn Alcantara. Ef hann gerir það gegn Gunnari verður hann í vondum málum. Þegar Gunnar nær bakinu hefur hann alltaf klárað bardagann. Nokkrir hlutir til að hafa í huga fyrir bardagann-Aldrei kláraður: Tumenov hefur aldrei verið kláraður – hvorki með uppgjafartaki né rothöggi-83% felluvörn: Tumenov var tekinn fjórum sinnum niður í fyrsta bardaga sínum í UFC sem hann tapaði. Síðan þá hefur hann aldrei verið tekinn niður.-Rotari: Tumenov hefur klárað 12 bardaga með rothöggi.-Sparkar hátt: Tumenov rotaði Matt Dwyer með hásparki en Dwyer er 13 cm hærri en hann.Leið til sigurs: Tumenov þarf að pressa Gunnar og komast í box fjarlægð við Gunnar. Tumenov vill geta snert Gunnar með hnefunum og til þess þarf hann að króa Gunnar af við búrið. Þar hefur Gunnar minna pláss til að hreyfa sig og þar gæti Tumenov raðað inn höggunum hvort sem það er í skrokk eða í höfuð. Það gæti líka verið gott fyrir Tumenov að sparka í fætur Gunnars til að draga úr sprengikraftinum í löppunum og minnka þannig hreyfanleika Gunnars. Nánar má lesa um Gunnar og hans styrkleika og veikleika á vef MMA Frétta hér. MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Risabardagi Gunnars er á morgun! Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov annað kvöld á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Hér förum við ítarlega yfir styrkleika og veikleika Tumenov og leið hans til sigurs. Albert Tumenov byrjaði ungur að árum í boxi. Pabbi hans hefur þjálfað hann í boxinu frá því Albert var fimm ára gamall og er pabbi hans enn meðal þjálfara hans í dag. Tumenov æfir að mestu heima fyrir í Kabardino-Balkaria sem er sjálfsstjórnunarlýðveldi í Norður-Kákasus svæðinu í Rússlandi. Hann hefur einnig æft í K-Dojo bardagaklúbbnum í New Jersey en fyrir þennan bardaga hefur hann aðeins æft heima fyrir við skemmtilegar aðstæður. Tumenov er með 18 sigra og tvö töp á ferlinum. Hann hefur unnið 13 af síðustu 14 bardögum sínum og unnið fimm bardaga í röð. Hans eina tap í UFC kom gegn Ildemar Alcantara í frumraun sinni í UFC. Tumenov er með hraðar og þungar hendur og á auðvelt með að setja saman góðar fléttur. Hann er stundum kallaður Mr. Left Hook enda er hann með afar sterkan vinstri krók – hvort sem það er í höfuð eða í skrokkinn. Tumenov er þó bestur standandi þegar hann blandar saman spörkunum með hættulegu höndunum sínum. Tumenov hefur sigrað þrjá bardaga eftir háspörk og er þá vinstra hásparkið hans sérstaklega hættulegt. Tumenov er með góða og markvissa pressu og vinnur vel með stunguna. Þegar hann króar andstæðinginn af við búrið raðar hann inn höggunum og blandar höggum í skrokk og höfuð vel saman. Þar er hann hættulegastur. Tumenov er með góð spörk en er sjálfur með ekkert sérstaka vörn gegn spörkum. Hann reynir alltaf að grípa spörk mótherjanna og svara með t.d. beinni hægri en hingað til hefur lítið komið úr því í UFC. Tumenov er því oft að éta sköflung beint í skrokkinn. Það má þó ekki vanmeta þennan þátt hans og eitthvað sem Gunnar verður að passa sig á ef hann ætlar að nota spörkin. Gegn Lorenz Larkin sáum við Tumenov fá fullt af spörkum í lærin sem ollu honum miklum vandræðum. Gunnar er þó ekki þekktur fyrir lágspörk (spörk í lærin). Eins og áður segir kom hans eina tap í UFC gegn Ildemar Alcantara eftir klofna dómaraákvörðun. Sá brasilíski náði Tumenov nokkrum sinnum í gólfið þar sem hann hafði yfirburði. Tvisvar náði Alcantara að fara undir beina hægri Tumenov og ná þannig fellunni. Þessar fellur voru frábærlega vel tímasettur og við vitum að Gunnar er einnig með góðar tímasetningar í fellunum sínum. Þá verður að hafa í huga að Tumenov gaf á sér bakið nokkrum sinnum í bardaganum gegn Alcantara. Ef hann gerir það gegn Gunnari verður hann í vondum málum. Þegar Gunnar nær bakinu hefur hann alltaf klárað bardagann. Nokkrir hlutir til að hafa í huga fyrir bardagann-Aldrei kláraður: Tumenov hefur aldrei verið kláraður – hvorki með uppgjafartaki né rothöggi-83% felluvörn: Tumenov var tekinn fjórum sinnum niður í fyrsta bardaga sínum í UFC sem hann tapaði. Síðan þá hefur hann aldrei verið tekinn niður.-Rotari: Tumenov hefur klárað 12 bardaga með rothöggi.-Sparkar hátt: Tumenov rotaði Matt Dwyer með hásparki en Dwyer er 13 cm hærri en hann.Leið til sigurs: Tumenov þarf að pressa Gunnar og komast í box fjarlægð við Gunnar. Tumenov vill geta snert Gunnar með hnefunum og til þess þarf hann að króa Gunnar af við búrið. Þar hefur Gunnar minna pláss til að hreyfa sig og þar gæti Tumenov raðað inn höggunum hvort sem það er í skrokk eða í höfuð. Það gæti líka verið gott fyrir Tumenov að sparka í fætur Gunnars til að draga úr sprengikraftinum í löppunum og minnka þannig hreyfanleika Gunnars. Nánar má lesa um Gunnar og hans styrkleika og veikleika á vef MMA Frétta hér.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira