Tvö gjörólík verk en með dansarana í forgrunni Magnús Guðmundsson skrifar 4. maí 2016 13:45 Hannes Þór Egilsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Halla Ólafsdóttir danshöfundar frumsýna verk sín í Borgarleikhúsinu í kvöld. Fréttablaðið/Ernir Persóna er sýning á vegum Íslenska dansflokksins sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld en sunnudaginn 22. maí næstkomandi verður sérstök hátíðarsýning á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Persóna samanstendur af tveimur dansverkum eftir þrjá íslenska danshöfunda en bæði verkin eiga það sameiginlegt að þar er dansarinn í forgrunni.Byrjað bréfleiðis Fyrra verkið kallast What a Feeling og er eftir Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, en það samanstendur af sex ólíkum sólódönsum sem eru unnir með allsérstökum hætti. Lovísa Ósk segir undirbúningsferlið hafi hafist með því að þær sendu öllum dönsurunum bréf. „Þar tilkynntum við þeim að okkur langaði til þess að semja fyrir þau uppáhaldsdansinn þeirra. Í bréfinu voru svo fjölmargar spurningar um hugðarefni þeirra og flest tengd listum með einum eða öðrum hætti en þó ekki einvörðungu. Út frá svörunum unnum við svo verkefni fyrir þau þar sem hver og einn fékk sjö verkefni og ákveðna formúlu til þess að setja inn í þessi verkefni. Þar með var komið fyrsta uppkast að viðkomandi sólódansi. Sumir sólóarnir voru eftir þetta ferli mjög langt komnir á meðan aðra þurfti að vinna meira. Þetta er í raun ákveðin aðferð við að búa til dans. Aðferð við að endurnýta gamla hluti, raða þeim saman upp á nýtt og setja þá hvern ofan á annan þannig að það birti eitthvað alveg glænýtt.Vald til dansaranna Verandi dansari sjálf og eftir að hafa dansað mikið hjá Íslenska dansflokknum þá hef ég fundið að starf dansarans hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði. Nú er mun algengara að höfundurinn mæti í salinn með grófa hugmynd sem hann vinnur svo áfram í mjög nánu samstarfi við dansarana. Oft alveg upp að því marki að það er orðið grátt svæði hvar höfundarrétturinn liggur. En áhorfendur horfa svo oft á dansarana sem einhvers konar nafnlausa heild þegar persónulegt framlag þeirra hvers og eins er í raun og veru mjög mikið. Okkur langaði til þess að velta þessu upp, gefa dönsurunum rödd og draga hana fram og eins búa til aðferð sem er mjög gegnsæ. Ég hef á tilfinningunni að þau hafi verið glöð með að vinna í þessu ferli. Þetta var vissulega mikil vinna en á móti kom að þetta færði dönsurunum líka ákveðið vald. Oft er maður sem dansari að framleiða efni en hefur svo takmarkað að segja um það hvernig það er notað.“ Lovísa Ósk segir að það hafi ekki endilega verið lagt upp með það að efnistökin þyrftu að vera persónuleg hjá dönsurunum heldur var það undir hverjum og einum komið. „Við einfaldlega lögðum upp með það að það mætti ljúga. Þannig að þetta er ekki endilega eitthvert sálarrannsóknarferli því áherslan er á dansinn og listir. Sumir völdu að vera mjög persónulegir og sólóarnir endurspegla það en aðrir gera það ekki.“Verð uppi í ljósabúri Seinna verkið kallast Neon og er eftir Hannes Þór Egilsson og hann segir að þar sé nálgunin gjörólík því sem er í fyrra verkinu. „Ég er eiginlega með þveröfuga nálgun. Á meðan þær voru að spila á dansarana og fá þetta frá þeim þá var ég frekar að nota minn orðaforða og þróa hann. Þetta er fyrsta dansverkið mitt og ég er svona aðeins að láta á mig reyna og sjá hvað kemur út úr þessu þegar ég fer af stað.“ Hannes Þór er dansari en hann segir að það séu engu að síður mikil viðbrigði að vera kominn í hlutverk danshöfundarins. „Ég hef líka heyrt að það verði mun erfiðara að fara í gegnum frumsýninguna núna þegar ég er ekki sjálfur að dansa eins og ég er vanur. Ég er satt best að segja smá kvíðinn fyrir því að þurfa að sitja úti í sal á frumsýningu. Ég er svona að undirbúa mig fyrir óþægilega kvöldstund og þá finnst mér aðallega óþægileg tilhugsun að vera í kringum fólk sem er líka að horfa á verkið. Kannski ég verði bara uppi í ljósabúri og láti mig svo hverfa. En þetta er búið að vera rosalega gaman og lærdómsríkt. Margir hlutir tókust mjög vel og ég er afskaplega ánægður með það en svo þarf maður líka að læra af mistökunum. Þannig að ef ég geri annað dansverk þá veit ég núna af hverju ég mun gera meira og af hverju minna.“Ástríða og tjáning Hannes Þór segir að ferlið hjá honum hafi verið þannig að hann hafi komið til dansaranna án fyrirfram gefinna hugmynda. „Ég fór inni í stúdíóið og var ekki búinn að ákveða neitt. Það var einmitt tilgangurinn að ég vildi setja danshreyfingarnar og dansinn í algjöran forgang. Síðan valdi ég tónlistina og næst komu búningarnir, ljósin o.s.frv. Svona lag fyrir lag. Bakgrunnur Hannesar Þórs er í samkvæmisdönsum og hann segir að það hafi haft mikil áhrif á það sem hann var að leitast við að ná fram hjá dönsurunum. „Í samkvæmisdönsunum er afstaða dansaranna ólík því sem er venjulega í ballett. Ef fólk horfir á samkvæmisdansara þá sér það að þeirra tjáning er mjög mikil og nær til andlitsins. Þegar ég kom úr samkvæmisdönsunum yfir í ballett þá fóru alveg nokkrir tímar í að fá mig til að vera ekki með svipbrigði. Mér fannst það soldið skrýtið vegna þess að það hjálpar manni svo mikið og þess vegna er ég að reyna að gera tilraunir með að fá tjáningu í andlitið með dansinum. Með því kemur ákveðin ástríða og það er það sem ég var að reyna að fá fram.“ Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Persóna er sýning á vegum Íslenska dansflokksins sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld en sunnudaginn 22. maí næstkomandi verður sérstök hátíðarsýning á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Persóna samanstendur af tveimur dansverkum eftir þrjá íslenska danshöfunda en bæði verkin eiga það sameiginlegt að þar er dansarinn í forgrunni.Byrjað bréfleiðis Fyrra verkið kallast What a Feeling og er eftir Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, en það samanstendur af sex ólíkum sólódönsum sem eru unnir með allsérstökum hætti. Lovísa Ósk segir undirbúningsferlið hafi hafist með því að þær sendu öllum dönsurunum bréf. „Þar tilkynntum við þeim að okkur langaði til þess að semja fyrir þau uppáhaldsdansinn þeirra. Í bréfinu voru svo fjölmargar spurningar um hugðarefni þeirra og flest tengd listum með einum eða öðrum hætti en þó ekki einvörðungu. Út frá svörunum unnum við svo verkefni fyrir þau þar sem hver og einn fékk sjö verkefni og ákveðna formúlu til þess að setja inn í þessi verkefni. Þar með var komið fyrsta uppkast að viðkomandi sólódansi. Sumir sólóarnir voru eftir þetta ferli mjög langt komnir á meðan aðra þurfti að vinna meira. Þetta er í raun ákveðin aðferð við að búa til dans. Aðferð við að endurnýta gamla hluti, raða þeim saman upp á nýtt og setja þá hvern ofan á annan þannig að það birti eitthvað alveg glænýtt.Vald til dansaranna Verandi dansari sjálf og eftir að hafa dansað mikið hjá Íslenska dansflokknum þá hef ég fundið að starf dansarans hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði. Nú er mun algengara að höfundurinn mæti í salinn með grófa hugmynd sem hann vinnur svo áfram í mjög nánu samstarfi við dansarana. Oft alveg upp að því marki að það er orðið grátt svæði hvar höfundarrétturinn liggur. En áhorfendur horfa svo oft á dansarana sem einhvers konar nafnlausa heild þegar persónulegt framlag þeirra hvers og eins er í raun og veru mjög mikið. Okkur langaði til þess að velta þessu upp, gefa dönsurunum rödd og draga hana fram og eins búa til aðferð sem er mjög gegnsæ. Ég hef á tilfinningunni að þau hafi verið glöð með að vinna í þessu ferli. Þetta var vissulega mikil vinna en á móti kom að þetta færði dönsurunum líka ákveðið vald. Oft er maður sem dansari að framleiða efni en hefur svo takmarkað að segja um það hvernig það er notað.“ Lovísa Ósk segir að það hafi ekki endilega verið lagt upp með það að efnistökin þyrftu að vera persónuleg hjá dönsurunum heldur var það undir hverjum og einum komið. „Við einfaldlega lögðum upp með það að það mætti ljúga. Þannig að þetta er ekki endilega eitthvert sálarrannsóknarferli því áherslan er á dansinn og listir. Sumir völdu að vera mjög persónulegir og sólóarnir endurspegla það en aðrir gera það ekki.“Verð uppi í ljósabúri Seinna verkið kallast Neon og er eftir Hannes Þór Egilsson og hann segir að þar sé nálgunin gjörólík því sem er í fyrra verkinu. „Ég er eiginlega með þveröfuga nálgun. Á meðan þær voru að spila á dansarana og fá þetta frá þeim þá var ég frekar að nota minn orðaforða og þróa hann. Þetta er fyrsta dansverkið mitt og ég er svona aðeins að láta á mig reyna og sjá hvað kemur út úr þessu þegar ég fer af stað.“ Hannes Þór er dansari en hann segir að það séu engu að síður mikil viðbrigði að vera kominn í hlutverk danshöfundarins. „Ég hef líka heyrt að það verði mun erfiðara að fara í gegnum frumsýninguna núna þegar ég er ekki sjálfur að dansa eins og ég er vanur. Ég er satt best að segja smá kvíðinn fyrir því að þurfa að sitja úti í sal á frumsýningu. Ég er svona að undirbúa mig fyrir óþægilega kvöldstund og þá finnst mér aðallega óþægileg tilhugsun að vera í kringum fólk sem er líka að horfa á verkið. Kannski ég verði bara uppi í ljósabúri og láti mig svo hverfa. En þetta er búið að vera rosalega gaman og lærdómsríkt. Margir hlutir tókust mjög vel og ég er afskaplega ánægður með það en svo þarf maður líka að læra af mistökunum. Þannig að ef ég geri annað dansverk þá veit ég núna af hverju ég mun gera meira og af hverju minna.“Ástríða og tjáning Hannes Þór segir að ferlið hjá honum hafi verið þannig að hann hafi komið til dansaranna án fyrirfram gefinna hugmynda. „Ég fór inni í stúdíóið og var ekki búinn að ákveða neitt. Það var einmitt tilgangurinn að ég vildi setja danshreyfingarnar og dansinn í algjöran forgang. Síðan valdi ég tónlistina og næst komu búningarnir, ljósin o.s.frv. Svona lag fyrir lag. Bakgrunnur Hannesar Þórs er í samkvæmisdönsum og hann segir að það hafi haft mikil áhrif á það sem hann var að leitast við að ná fram hjá dönsurunum. „Í samkvæmisdönsunum er afstaða dansaranna ólík því sem er venjulega í ballett. Ef fólk horfir á samkvæmisdansara þá sér það að þeirra tjáning er mjög mikil og nær til andlitsins. Þegar ég kom úr samkvæmisdönsunum yfir í ballett þá fóru alveg nokkrir tímar í að fá mig til að vera ekki með svipbrigði. Mér fannst það soldið skrýtið vegna þess að það hjálpar manni svo mikið og þess vegna er ég að reyna að gera tilraunir með að fá tjáningu í andlitið með dansinum. Með því kemur ákveðin ástríða og það er það sem ég var að reyna að fá fram.“
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira