Illa staðið að rétti barns til sameiginlegrar forsjár foreldra á Íslandi François Scheefer skrifar 28. maí 2016 12:15 Í velflestum þróuðum, vestrænum ríkjum er sameiginleg forsjá barna nánast heilög regla samkvæmt alþjóðlegum samþykktum er varða réttindi barna. Þessar samþykktir sjá til þess að grundvallarréttindi barns til þess að þekkja og umgangast báða foreldra og fjölskyldur þeirra séu virt þó svo að leiðir foreldra hafi skilið. Þannig hafa foreldrar jafnan rétt til þess að hlutast til um vöxt og viðgang barns síns til fullorðinsára þó svo að barnið hafi lögheimili hjá öðru hvoru foreldrinu.Sameiginlegur og jafn íhlutunarréttur foreldra Að sjálfsögðu er því foreldri sem barn býr hjá heimilt að taka ákvarðanir um daglegar nauðþurftir barnsins, til dæmis fatakaup, tannlæknisþjónustu o.s.frv.; en þegar að meiriháttar ákvörðunum kemur, þá þurfa báðir foreldrar að koma þar að, svo sem eins og þegar að vali á trúarbrögðum kemur, vali á skólum, tómstundaiðju og sumarfríum svo nokkuð sé nefnt; þá skulu foreldrar standa sameiginlega að ákvörðunum um meiriháttar læknisaðgerðir á barni, brottförum úr landi o.s.frv. Þannig þurfa foreldrar, þótt fráskildir séu, sífellt að standa sameiginlega vörð um rétt og velferð barns síns, án allrar íhlutunar um einkalíf hvor annars. Á Íslandi búa börn fráskilinna foreldra í meira en 90% tilfella hjá móður og þegar íslensk barnalög eru skoðuð kemur í ljós hve úrelt þau eru í allri framkvæmd, hvernig þau stuðla að mismunun varðandi jafnan íhlutunarrétt foreldra, stuðla beinlínis að því að skapa skilyrði fyrir „aðalforeldri“ og „aukaforeldri“, það er forsjár- og umgengnisforeldri. Á Íslandi viðgengst það sem sé að svokallað forsjárforeldri, það er það foreldri sem barn býr hjá, oftast móðirin, taki einhliða allar ákvarðanir um barnið eða börnin og útiloki þau jafnvel frá öllum samskiptum við föður og föðurfjölskyldu, allt í skjóli barnalaga. Það sem fylgir svo í kjölfar sífelldra hindrana og jafnvel algerrar útilokunar umgengnisforeldris, oftar en ekki fylgt eftir með illmælgi og tilhæfulausum rógi, er svokölluð foreldrafirring. Barn sem heyrir ekki annað en neikvæðar athugasemdir um umgengnisforeldri forðast smátt og smátt öll samskipti við það. Umgengnisforeldri, sem borgar fullt meðlag og er oftar en ekki fullfært til íhlutunar um uppeldi barns síns, án nokkurs saknæms í fari sínu né umhverfi, fær hvergi rönd við reist.Íslenskt samfélag þarf að athuga sinn gang Hér er nú komið að því að Íslendingar, sem vilja telja sig til siðaðra þjóða, taki á þessu ófremdarástandi og virði grundvallarréttindi barns til að þekkja og umgangast báða foreldra jafnt. Það að svipta barn þessum rétti telst nú orðið grafalvarlegt og saknæmt athæfi. Spurning er hve lengi duttlungum forsjárforeldra á að líðast að fótum troða grundvallarréttindi barna sinna viðurlagalaust. Athuga ber að nú munu vera vel á annað þúsund börn hér á landi er búa við sífelldar hindranir og eða algera höfnun á samskiptum við umgengnisforeldri og þar með allan þann frændgarð sinn. Við megum ekki gleyma bréfinu frá Félaginu um foreldrajafnrétti sem heitir „Óhreinu börnin hennar Evu“, sem sent var í maí 2013 til Sigmundar og Bjarna: „Á Íslandi eru um 33.000 börn og um 14.000 foreldrar sem kerfisbundið er horft framhjá.“ Er þetta framtíðin á Íslandi, án foreldrajafnréttis, án sameiginlegs og jafns íhlutunarréttar foreldra þúsunda föðurlausra barna eða stundum móðurlausra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í velflestum þróuðum, vestrænum ríkjum er sameiginleg forsjá barna nánast heilög regla samkvæmt alþjóðlegum samþykktum er varða réttindi barna. Þessar samþykktir sjá til þess að grundvallarréttindi barns til þess að þekkja og umgangast báða foreldra og fjölskyldur þeirra séu virt þó svo að leiðir foreldra hafi skilið. Þannig hafa foreldrar jafnan rétt til þess að hlutast til um vöxt og viðgang barns síns til fullorðinsára þó svo að barnið hafi lögheimili hjá öðru hvoru foreldrinu.Sameiginlegur og jafn íhlutunarréttur foreldra Að sjálfsögðu er því foreldri sem barn býr hjá heimilt að taka ákvarðanir um daglegar nauðþurftir barnsins, til dæmis fatakaup, tannlæknisþjónustu o.s.frv.; en þegar að meiriháttar ákvörðunum kemur, þá þurfa báðir foreldrar að koma þar að, svo sem eins og þegar að vali á trúarbrögðum kemur, vali á skólum, tómstundaiðju og sumarfríum svo nokkuð sé nefnt; þá skulu foreldrar standa sameiginlega að ákvörðunum um meiriháttar læknisaðgerðir á barni, brottförum úr landi o.s.frv. Þannig þurfa foreldrar, þótt fráskildir séu, sífellt að standa sameiginlega vörð um rétt og velferð barns síns, án allrar íhlutunar um einkalíf hvor annars. Á Íslandi búa börn fráskilinna foreldra í meira en 90% tilfella hjá móður og þegar íslensk barnalög eru skoðuð kemur í ljós hve úrelt þau eru í allri framkvæmd, hvernig þau stuðla að mismunun varðandi jafnan íhlutunarrétt foreldra, stuðla beinlínis að því að skapa skilyrði fyrir „aðalforeldri“ og „aukaforeldri“, það er forsjár- og umgengnisforeldri. Á Íslandi viðgengst það sem sé að svokallað forsjárforeldri, það er það foreldri sem barn býr hjá, oftast móðirin, taki einhliða allar ákvarðanir um barnið eða börnin og útiloki þau jafnvel frá öllum samskiptum við föður og föðurfjölskyldu, allt í skjóli barnalaga. Það sem fylgir svo í kjölfar sífelldra hindrana og jafnvel algerrar útilokunar umgengnisforeldris, oftar en ekki fylgt eftir með illmælgi og tilhæfulausum rógi, er svokölluð foreldrafirring. Barn sem heyrir ekki annað en neikvæðar athugasemdir um umgengnisforeldri forðast smátt og smátt öll samskipti við það. Umgengnisforeldri, sem borgar fullt meðlag og er oftar en ekki fullfært til íhlutunar um uppeldi barns síns, án nokkurs saknæms í fari sínu né umhverfi, fær hvergi rönd við reist.Íslenskt samfélag þarf að athuga sinn gang Hér er nú komið að því að Íslendingar, sem vilja telja sig til siðaðra þjóða, taki á þessu ófremdarástandi og virði grundvallarréttindi barns til að þekkja og umgangast báða foreldra jafnt. Það að svipta barn þessum rétti telst nú orðið grafalvarlegt og saknæmt athæfi. Spurning er hve lengi duttlungum forsjárforeldra á að líðast að fótum troða grundvallarréttindi barna sinna viðurlagalaust. Athuga ber að nú munu vera vel á annað þúsund börn hér á landi er búa við sífelldar hindranir og eða algera höfnun á samskiptum við umgengnisforeldri og þar með allan þann frændgarð sinn. Við megum ekki gleyma bréfinu frá Félaginu um foreldrajafnrétti sem heitir „Óhreinu börnin hennar Evu“, sem sent var í maí 2013 til Sigmundar og Bjarna: „Á Íslandi eru um 33.000 börn og um 14.000 foreldrar sem kerfisbundið er horft framhjá.“ Er þetta framtíðin á Íslandi, án foreldrajafnréttis, án sameiginlegs og jafns íhlutunarréttar foreldra þúsunda föðurlausra barna eða stundum móðurlausra?
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar