Líkaminn leitast við að fara aftur í sama farið Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 10. maí 2016 10:30 Í rannsókninni voru þátttakendur í áttundu seríu bandarísku Biggest Loser þáttanna athugaðir sex árum eftir að þáttunum lauk. Rannsókn á þátttakendum í áttundu seríu bandarísku Biggest Loser þáttanna leiddi í ljós að það hægði mjög á efnaskiptum þeirra á meðan og eftir að keppninni lauk. Það gerði það að verkum að mjög erfitt var fyrir keppendur að viðhalda þyngdartapinu til lengri tíma litið. Raunveruleikaþátturinn The Biggest Loser hefur verið sýndur um allan heim og átt töluverðum vinsældum að fagna. Þátturinn snýst um það að keppendur, sem flestir eru í töluverðri ofþyngd, breyta um lífsstíl og reyna að losna við aukakílóin.Daniel Cahill, sigurvegari áttundu seríu Biggest Loser, missti 108 kíló á sjö mánuðum. Fyrir þátttökuna var hann 195 kíló.Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í tímaritinu Obesity á dögunum vöktu mikla athygli, en í rannsókninni er keppendum í áttundu seríu bandarísku Biggest Loser þáttanna fylgt eftir í sex ár eftir þátttökuna. Rannsóknin sýnir að næstum allir keppendurnir hafa þyngst aftur eftir að hafa misst mörg kíló meðan þeir tóku þátt í þáttunum árið 2009. Danny Cahill, sigurvegari áttundu seríunnar, léttist um fleiri kíló en nokkur annar hafði gert í sögu þáttanna, eða um rúm 108 kíló. Hann hafði verið 195 kíló áður en þættirnir byrjuðu en sjö mánuðum síðar var hann orðinn 87 kíló. Sex árum eftir að Danny stóð uppi sem sigurvegari í Biggest Loser hafði hann bætt á sig um fimmtíu kílóum þrátt fyrir að reyna eftir fremsta megni að halda sér í því formi sem hann var kominn í. Rannsóknin sýndi að flestir af keppendunum sextán höfðu sömu sögu að segja, þau höfðu bætt aftur á sig megninu af þeirri þyngd sem þau höfðu lagt sig svo mjög fram um að missa í þáttunum og voru sumir jafnvel orðnir þyngri en áður en þættirnir hófust.Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur.Alvarlegar afleiðingar Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur segir þessar niðurstöður ekki hafa komið sér neitt sérstaklega á óvart. „Staðreyndin er sú að eftir því sem farið er rosalegar í átakið, eftir því sem minna er borðað, þeim mun meiri líkur eru á að það hafi neikvæð áhrif á brennslu. Aðferðafræðin sem notuð er í þáttum eins og Biggest Loser er langt í frá viðurkennd af aðilum sem telja má fróðasta í þessum efnum,“ segir Ólafur. Hann segir að þegar fólk léttist leiti líkaminn alltaf upp í hæstu þyngd aftur. Helsta ástæða þess tengist fitufrumunum í líkamanum. „Fitufrumurnar leitast við að vera í eðlilegri stærð en þegar við ofbjóðum þeim og borðum fleiri hitaeiningar en líkaminn þarf á að halda þá fara fitufrumurnar að stækka umfram það sem telst eðlilegt. Við fitnum því og til þess að ná okkur aftur niður þurfum við að minnka fituna í fitufrumunum. Þó það gerist heldur teygjanleikinn í frumunum sér þannig að um leið og einstaklingur, sem var of feitur en hafði náð sér niður, fer að borða aftur of mikið þá fara aukahitaeiningarnar inn í fitufrumurnar og þær belgjast aftur út,“ útskýrir Ólafur.Sex árum eftir sigurinn hafði Danny bætt á sig um fimmtíu kílóum þrátt fyrir að leggja sig allan fram um að halda sér í góðu formi.Brennslan varanlega hægari Rannsakendurnir vissu fyrirfram að flestir þeirra sem fara í megrun enda með hægari efnaskipti eftir megrunina. Það kom þeim því ekki á óvart að það ætti við um þátttakendurna í Biggest Loser. Það sem kom þeim hins vegar á óvart var að eftir því sem árin liðu og þyngdin hækkaði aftur þá jókst brennsla þátttakendanna ekki að sama skapi. Ef eitthvað var varð hún enn hægari. Sigurvegarinn Cahill þarf sem dæmi að innbyrða um átta hundruð færri hitaeiningar eftir að hann þyngdist aftur en vani er um mann í hans stærð. „Það er alltaf einhver munur á brennslutölum eftir aðhald en þetta er mjög há tala sem skýrist líklega af því að fólkið hefur farið svo hratt í átakið á sínum tíma. Það þarf alltaf að passa upp á hitaeiningarnar þegar fólk er búið að létta sig. Því er svo mikilvægt að fólk sem hefur áhuga á að vinna í sínum málum til frambúðar læri inn á eðlilegt mataræði og reglubundna og hóflega hreyfingu sem það telur sig geta fylgt eftir það sem eftir er. Frá mínum bæjardyrum séð snýst það um að borða holla og fjölbreytta fæðu úr öllum fæðuflokkum og passa upp á að falla ekki fyrir kreddum og tískubólum. Að reyna að hafa mataræðið eins eðlilegt og frekast er kostur því þá er líklegra að það haldist þannig til lengri tíma,“ segir Ólafur. Heilsa Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Rannsókn á þátttakendum í áttundu seríu bandarísku Biggest Loser þáttanna leiddi í ljós að það hægði mjög á efnaskiptum þeirra á meðan og eftir að keppninni lauk. Það gerði það að verkum að mjög erfitt var fyrir keppendur að viðhalda þyngdartapinu til lengri tíma litið. Raunveruleikaþátturinn The Biggest Loser hefur verið sýndur um allan heim og átt töluverðum vinsældum að fagna. Þátturinn snýst um það að keppendur, sem flestir eru í töluverðri ofþyngd, breyta um lífsstíl og reyna að losna við aukakílóin.Daniel Cahill, sigurvegari áttundu seríu Biggest Loser, missti 108 kíló á sjö mánuðum. Fyrir þátttökuna var hann 195 kíló.Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í tímaritinu Obesity á dögunum vöktu mikla athygli, en í rannsókninni er keppendum í áttundu seríu bandarísku Biggest Loser þáttanna fylgt eftir í sex ár eftir þátttökuna. Rannsóknin sýnir að næstum allir keppendurnir hafa þyngst aftur eftir að hafa misst mörg kíló meðan þeir tóku þátt í þáttunum árið 2009. Danny Cahill, sigurvegari áttundu seríunnar, léttist um fleiri kíló en nokkur annar hafði gert í sögu þáttanna, eða um rúm 108 kíló. Hann hafði verið 195 kíló áður en þættirnir byrjuðu en sjö mánuðum síðar var hann orðinn 87 kíló. Sex árum eftir að Danny stóð uppi sem sigurvegari í Biggest Loser hafði hann bætt á sig um fimmtíu kílóum þrátt fyrir að reyna eftir fremsta megni að halda sér í því formi sem hann var kominn í. Rannsóknin sýndi að flestir af keppendunum sextán höfðu sömu sögu að segja, þau höfðu bætt aftur á sig megninu af þeirri þyngd sem þau höfðu lagt sig svo mjög fram um að missa í þáttunum og voru sumir jafnvel orðnir þyngri en áður en þættirnir hófust.Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur.Alvarlegar afleiðingar Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur segir þessar niðurstöður ekki hafa komið sér neitt sérstaklega á óvart. „Staðreyndin er sú að eftir því sem farið er rosalegar í átakið, eftir því sem minna er borðað, þeim mun meiri líkur eru á að það hafi neikvæð áhrif á brennslu. Aðferðafræðin sem notuð er í þáttum eins og Biggest Loser er langt í frá viðurkennd af aðilum sem telja má fróðasta í þessum efnum,“ segir Ólafur. Hann segir að þegar fólk léttist leiti líkaminn alltaf upp í hæstu þyngd aftur. Helsta ástæða þess tengist fitufrumunum í líkamanum. „Fitufrumurnar leitast við að vera í eðlilegri stærð en þegar við ofbjóðum þeim og borðum fleiri hitaeiningar en líkaminn þarf á að halda þá fara fitufrumurnar að stækka umfram það sem telst eðlilegt. Við fitnum því og til þess að ná okkur aftur niður þurfum við að minnka fituna í fitufrumunum. Þó það gerist heldur teygjanleikinn í frumunum sér þannig að um leið og einstaklingur, sem var of feitur en hafði náð sér niður, fer að borða aftur of mikið þá fara aukahitaeiningarnar inn í fitufrumurnar og þær belgjast aftur út,“ útskýrir Ólafur.Sex árum eftir sigurinn hafði Danny bætt á sig um fimmtíu kílóum þrátt fyrir að leggja sig allan fram um að halda sér í góðu formi.Brennslan varanlega hægari Rannsakendurnir vissu fyrirfram að flestir þeirra sem fara í megrun enda með hægari efnaskipti eftir megrunina. Það kom þeim því ekki á óvart að það ætti við um þátttakendurna í Biggest Loser. Það sem kom þeim hins vegar á óvart var að eftir því sem árin liðu og þyngdin hækkaði aftur þá jókst brennsla þátttakendanna ekki að sama skapi. Ef eitthvað var varð hún enn hægari. Sigurvegarinn Cahill þarf sem dæmi að innbyrða um átta hundruð færri hitaeiningar eftir að hann þyngdist aftur en vani er um mann í hans stærð. „Það er alltaf einhver munur á brennslutölum eftir aðhald en þetta er mjög há tala sem skýrist líklega af því að fólkið hefur farið svo hratt í átakið á sínum tíma. Það þarf alltaf að passa upp á hitaeiningarnar þegar fólk er búið að létta sig. Því er svo mikilvægt að fólk sem hefur áhuga á að vinna í sínum málum til frambúðar læri inn á eðlilegt mataræði og reglubundna og hóflega hreyfingu sem það telur sig geta fylgt eftir það sem eftir er. Frá mínum bæjardyrum séð snýst það um að borða holla og fjölbreytta fæðu úr öllum fæðuflokkum og passa upp á að falla ekki fyrir kreddum og tískubólum. Að reyna að hafa mataræðið eins eðlilegt og frekast er kostur því þá er líklegra að það haldist þannig til lengri tíma,“ segir Ólafur.
Heilsa Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira