Gera í fyrsta sinn tónlist fyrir mynd í fullri lengd Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. maí 2016 09:00 Logi Pedro Stefánsson semur tónlist fyrir heimildarmyndina Jökullinn logar ásamt Unnsteini Manuel Stefánssyni bróður sínum. Vísir/Ernir Bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel Stefánssynir vinna að því hörðum höndum þessa dagana að semja tónlist fyrir heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. „Við höfum báðir verið að vinna aðeins að því að gera svona tónlist hvort sem það er fyrir leikhús eða annað, en þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum svona fyrir mynd í fullri lengd. Við setjum þarna á okkur composer-hattana og vinnum þetta í stúdíóinu og erum aðeins búnir að skissa niður hlutverk okkar: ég er meira í svona „atmo“ dóti en Unnsteinn er í „uptempo“ músík sem er t.d. undir fótboltaleikjunum sjálfum og svona,“ segir Logi Pedro Stefánsson um aðkomu þeirra bræðra að gerð þessarar heimildarmyndar. Logi og Unnsteinn, eða Les Frères Stefson eins og þeir vilja gjarnan láta kalla sig, eru kannski þekktastir fyrir að vera tveir lykilmenn hljómsveitarinnar góðkunnu Retro Stefson. Logi Pedro hefur svo sjálfur verið að vinna að eigin músík, bæði sem einn eftirsóttasti upptökustjóri landsins og sem ein aðalsprautan í rappgrúppunni Sturla Atlas, sem hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir frumlegar lagsmíðar og fyrir að taka hljómsveitarhugtakið aðeins lengra með því að vera einnig með fatalínu og hafa staðið að opnun á listasýningu svo fátt eitt sé nefnt. Sturla Atlas eru í þann mund að gefa út nýtt myndband við lagið Vino sem mun koma út á allra næstu dögum. Unnsteinn Manuel gaf út sólóplötu árið 2014 og hefur verið að syngja hér og þar og verið þáttastjórnandi á RÚV, svo fátt eitt sé nefnt. Retro Stefson hefur verið í upptökuverinu upp á síðkastið eftir að hafa tekið sér smávegis hlé frá tónleikahaldi en hljómsveitin átti 10 ára afmæli í mars síðastliðnum. Sveitin hefur gefið út þrjár plötur síðan hún var stofnuð árið 2006 en titill væntanlegrar plötu mun vera Scandinavian Pain. Fyrir utan hana hafa krakkarnir í Retro gefið út plöturnar Montaña, Kimbawe og Retro Stefson. „Það er að koma út myndband sem Magnús Leifsson gerði. Það er mjög stutt í að það komi út, bara á næstu dögum,“ segir Logi Pedro aðspurður hvað sé næst á döfinni hjá Retro Stefson. Þetta verður annað lagið sem kemur út af þessari væntanlegu plötu en áður hefur komið út lagið Malaika. Heimildarmyndin sem þeir Logi og Unnsteinn eru að semja tónlist fyrir mun bera titilinn Jökullinn logar og fylgir eftir karlalandsliðinu í knattspyrnu í gegnum undankeppni EM. Sölvi Tryggvason framleiðir þessa mynd eins og áður var sagt en Sævar Guðmundsson leikstýrir og Úlfur Teitur Traustason sér um klippingu. Stikla úr myndinni var sýnd í höfuðstöðvum KSÍ áður en tilkynnt var um hópinn sem spilar á EM í sumar og er myndin sögð eiga að koma út í lok þessa mánaðar eða byrjun júní. Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
Bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel Stefánssynir vinna að því hörðum höndum þessa dagana að semja tónlist fyrir heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. „Við höfum báðir verið að vinna aðeins að því að gera svona tónlist hvort sem það er fyrir leikhús eða annað, en þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum svona fyrir mynd í fullri lengd. Við setjum þarna á okkur composer-hattana og vinnum þetta í stúdíóinu og erum aðeins búnir að skissa niður hlutverk okkar: ég er meira í svona „atmo“ dóti en Unnsteinn er í „uptempo“ músík sem er t.d. undir fótboltaleikjunum sjálfum og svona,“ segir Logi Pedro Stefánsson um aðkomu þeirra bræðra að gerð þessarar heimildarmyndar. Logi og Unnsteinn, eða Les Frères Stefson eins og þeir vilja gjarnan láta kalla sig, eru kannski þekktastir fyrir að vera tveir lykilmenn hljómsveitarinnar góðkunnu Retro Stefson. Logi Pedro hefur svo sjálfur verið að vinna að eigin músík, bæði sem einn eftirsóttasti upptökustjóri landsins og sem ein aðalsprautan í rappgrúppunni Sturla Atlas, sem hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir frumlegar lagsmíðar og fyrir að taka hljómsveitarhugtakið aðeins lengra með því að vera einnig með fatalínu og hafa staðið að opnun á listasýningu svo fátt eitt sé nefnt. Sturla Atlas eru í þann mund að gefa út nýtt myndband við lagið Vino sem mun koma út á allra næstu dögum. Unnsteinn Manuel gaf út sólóplötu árið 2014 og hefur verið að syngja hér og þar og verið þáttastjórnandi á RÚV, svo fátt eitt sé nefnt. Retro Stefson hefur verið í upptökuverinu upp á síðkastið eftir að hafa tekið sér smávegis hlé frá tónleikahaldi en hljómsveitin átti 10 ára afmæli í mars síðastliðnum. Sveitin hefur gefið út þrjár plötur síðan hún var stofnuð árið 2006 en titill væntanlegrar plötu mun vera Scandinavian Pain. Fyrir utan hana hafa krakkarnir í Retro gefið út plöturnar Montaña, Kimbawe og Retro Stefson. „Það er að koma út myndband sem Magnús Leifsson gerði. Það er mjög stutt í að það komi út, bara á næstu dögum,“ segir Logi Pedro aðspurður hvað sé næst á döfinni hjá Retro Stefson. Þetta verður annað lagið sem kemur út af þessari væntanlegu plötu en áður hefur komið út lagið Malaika. Heimildarmyndin sem þeir Logi og Unnsteinn eru að semja tónlist fyrir mun bera titilinn Jökullinn logar og fylgir eftir karlalandsliðinu í knattspyrnu í gegnum undankeppni EM. Sölvi Tryggvason framleiðir þessa mynd eins og áður var sagt en Sævar Guðmundsson leikstýrir og Úlfur Teitur Traustason sér um klippingu. Stikla úr myndinni var sýnd í höfuðstöðvum KSÍ áður en tilkynnt var um hópinn sem spilar á EM í sumar og er myndin sögð eiga að koma út í lok þessa mánaðar eða byrjun júní.
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira